Quiz Up á lokaðan en risavaxinn Kínamarkað Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. janúar 2014 19:00 Stefnt er að útgáfu spurningaleiksins Quiz Up í Kína sem er 1,3 milljarða manna markaður. Þetta verður gert í samstarfi við Tencent, stærsta netfyrirtækis Kína, sem er meðal hluthafa í Plain Vanilla sem gefur út Quiz Up. Stjórnendur Plain Vanilla eru á leið til Kína. Sjö milljónir notenda og þeim fjölgar með degi hverjum. Quiz Up sló í gegn í fyrra á heimsvísu og lauk endurfjármögnun með útgáfu nýs hlutafjár í desember. Tveir sjóðir leiddu fjármögnun. Annars vegar Sequoia Capital, sem er einn stærsti og virtasti fjárfestingarsjóðurinn í tæknigeiranum vestanhafs og hins vegar Tencent Holdings.Twitter og Facebook bannaðir í Kína Það sem hefur ekki farið hátt í umræðunni hér er að Tencent Holdings er dótturfélag kínverska netfyrirtækisins Tencent sem er í eigu eins af háttsettustu meðlimum kínverska kommúnistaflokksins en hann situr jafnframt á þingi í alþýðulýðveldinu Kína. Tencent á WeChat sem er stærsti samfélagsmiðillinn í Kína þar sem tjáningarfrelsi er fótum troðið og bæði Facebook og Twitter eru bannaðir. Reyndar komast sumir Vesturlandabúar á Facebook með hjáleiðum þegar þeir eru staddir í austri. Facebook reynir ákaft að komast inn á Kínamarkað og sækir stofnandinn Mark Zuckerberg kínverskunámskið um þessar mundir til að læra tungumálið. Ekkert bólar þó á útgáfu Facebook þar. Við höfðum samband við Þorstein B. Friðriksson forstjóra og stofnanda Plain Vanilla hvort eitthvað væri hæft í því að Quiz Up væri á leið til Kína. Það reyndist rétt. „Þar sem við horfðum alltaf á Kína sem mjög spennandi markað þá var það algjörlega kjörið að fá inn fjárfesta sem er mjög stór á þeim markaði sem gæti hjálpað okkur að skilja markaðinn og koma okkar vöru á framfæri. Það er mjög spennandi tækifæri sem býður Quiz Up í Kína," segir Þorsteinn. Þorsteinn er á leið til Kína eftir þrjár vikur vegna málsins. Innreið Quiz Up á Kínamarkað helst í hendur við kynningu á leiknum fyrir Android-stýrkerfið (Samung, LG og fleiri símtæki) sem er handan við hornið. „Í Kína eru iPhone símar frá Apple ekki mjög ráðandi heldur er þetta allt á þessu Android kerfi. Okkar innreið í Kína mun haldast í hendur við að við erum að koma með Quiz Up á Android stýrikerfið. Okkar helstu áherslur í Kína verða frekar á Android en iPhone bara af því það er svo ótrúlegur fjöldi af notendum þar með þessi tæki."Allt annar heimur í KínaSamstarfið við Tencent mun vafalust auka tekjumöguleika Quiz Up því stærstur hluti tekna WeChat samskiptamiðilsins og appsins er sala á viðbætum (add-ons) til að einstaklingsvæða og persónuvæða upplifun notandans. Þetta var eitt af því sem Ýmir Örn Finnbogason fjármálastjóri Plain Vanilla hefur nefnt að gæti verið tekjulind fyrir Quiz Up. „Í Kína er annar heimur þegar kemur að tekjum á farsímum. Micro-transactions einhver kaup og sala á litlum hlutum inni í leiknum sjálfum er mjög algengt í Kína. Þetta er eitthvað sem við höfum enga sérþekkingu á á okkar mörkuðum en menn eins og Tencent eru mjög vanir að gera. Við munum frá mikla hjálp frá þeim um hvernig við getum aflað okkur tekna í Kína."Vilja fara hratt inn á Kínamarkað Hvenær sjáum við Quiz Up í Kína? „Vonandi sem fyrst. Þetta er mjög harður markaður. Við höfum svo sannarlega komið okkur á kortið í heiminum með Quiz Up og við sjáum ýmis fyrirtæki vera að herma eftir, m.a í Kína. Það er ástæðan fyrir því að við viljum fara frekar hratt inn á Kínamarkað og vinna með stórum aðilum eins og Tencent sem munu hjálpa okkur að gera þetta hraðar og halda þessum hermiforritum niðri." Hermikrákur skjóta upp kollinumHermikrákur hafa skotið upp kollinum á fleiri stöðum en í Kína því í Þýskalandi hefur þarlendur spurningatölvuleikur fyrir Android náð nokkrum vinsældum. Hefur hann skaðað ykkur? „Alls ekki. Þeir eru á Þýskalandsmarkaði, við erum á bandaríska markaðnum. Þetta er svolítið öðruvísi leikur en frábært að sjá hvernig eitt tungumál, eins og þýski leikurinn verður vinsæll þar. Það gefur okkur von um að við getum náð árangri á minni tungumálasvæðum. Við erum klárlega með það í hyggju að fara inn á þessi sömu tungumálasvæði og vonandi ná góðum árangri þar," segir Þorsteinn B. Friðriksson. Leikjavísir Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Stefnt er að útgáfu spurningaleiksins Quiz Up í Kína sem er 1,3 milljarða manna markaður. Þetta verður gert í samstarfi við Tencent, stærsta netfyrirtækis Kína, sem er meðal hluthafa í Plain Vanilla sem gefur út Quiz Up. Stjórnendur Plain Vanilla eru á leið til Kína. Sjö milljónir notenda og þeim fjölgar með degi hverjum. Quiz Up sló í gegn í fyrra á heimsvísu og lauk endurfjármögnun með útgáfu nýs hlutafjár í desember. Tveir sjóðir leiddu fjármögnun. Annars vegar Sequoia Capital, sem er einn stærsti og virtasti fjárfestingarsjóðurinn í tæknigeiranum vestanhafs og hins vegar Tencent Holdings.Twitter og Facebook bannaðir í Kína Það sem hefur ekki farið hátt í umræðunni hér er að Tencent Holdings er dótturfélag kínverska netfyrirtækisins Tencent sem er í eigu eins af háttsettustu meðlimum kínverska kommúnistaflokksins en hann situr jafnframt á þingi í alþýðulýðveldinu Kína. Tencent á WeChat sem er stærsti samfélagsmiðillinn í Kína þar sem tjáningarfrelsi er fótum troðið og bæði Facebook og Twitter eru bannaðir. Reyndar komast sumir Vesturlandabúar á Facebook með hjáleiðum þegar þeir eru staddir í austri. Facebook reynir ákaft að komast inn á Kínamarkað og sækir stofnandinn Mark Zuckerberg kínverskunámskið um þessar mundir til að læra tungumálið. Ekkert bólar þó á útgáfu Facebook þar. Við höfðum samband við Þorstein B. Friðriksson forstjóra og stofnanda Plain Vanilla hvort eitthvað væri hæft í því að Quiz Up væri á leið til Kína. Það reyndist rétt. „Þar sem við horfðum alltaf á Kína sem mjög spennandi markað þá var það algjörlega kjörið að fá inn fjárfesta sem er mjög stór á þeim markaði sem gæti hjálpað okkur að skilja markaðinn og koma okkar vöru á framfæri. Það er mjög spennandi tækifæri sem býður Quiz Up í Kína," segir Þorsteinn. Þorsteinn er á leið til Kína eftir þrjár vikur vegna málsins. Innreið Quiz Up á Kínamarkað helst í hendur við kynningu á leiknum fyrir Android-stýrkerfið (Samung, LG og fleiri símtæki) sem er handan við hornið. „Í Kína eru iPhone símar frá Apple ekki mjög ráðandi heldur er þetta allt á þessu Android kerfi. Okkar innreið í Kína mun haldast í hendur við að við erum að koma með Quiz Up á Android stýrikerfið. Okkar helstu áherslur í Kína verða frekar á Android en iPhone bara af því það er svo ótrúlegur fjöldi af notendum þar með þessi tæki."Allt annar heimur í KínaSamstarfið við Tencent mun vafalust auka tekjumöguleika Quiz Up því stærstur hluti tekna WeChat samskiptamiðilsins og appsins er sala á viðbætum (add-ons) til að einstaklingsvæða og persónuvæða upplifun notandans. Þetta var eitt af því sem Ýmir Örn Finnbogason fjármálastjóri Plain Vanilla hefur nefnt að gæti verið tekjulind fyrir Quiz Up. „Í Kína er annar heimur þegar kemur að tekjum á farsímum. Micro-transactions einhver kaup og sala á litlum hlutum inni í leiknum sjálfum er mjög algengt í Kína. Þetta er eitthvað sem við höfum enga sérþekkingu á á okkar mörkuðum en menn eins og Tencent eru mjög vanir að gera. Við munum frá mikla hjálp frá þeim um hvernig við getum aflað okkur tekna í Kína."Vilja fara hratt inn á Kínamarkað Hvenær sjáum við Quiz Up í Kína? „Vonandi sem fyrst. Þetta er mjög harður markaður. Við höfum svo sannarlega komið okkur á kortið í heiminum með Quiz Up og við sjáum ýmis fyrirtæki vera að herma eftir, m.a í Kína. Það er ástæðan fyrir því að við viljum fara frekar hratt inn á Kínamarkað og vinna með stórum aðilum eins og Tencent sem munu hjálpa okkur að gera þetta hraðar og halda þessum hermiforritum niðri." Hermikrákur skjóta upp kollinumHermikrákur hafa skotið upp kollinum á fleiri stöðum en í Kína því í Þýskalandi hefur þarlendur spurningatölvuleikur fyrir Android náð nokkrum vinsældum. Hefur hann skaðað ykkur? „Alls ekki. Þeir eru á Þýskalandsmarkaði, við erum á bandaríska markaðnum. Þetta er svolítið öðruvísi leikur en frábært að sjá hvernig eitt tungumál, eins og þýski leikurinn verður vinsæll þar. Það gefur okkur von um að við getum náð árangri á minni tungumálasvæðum. Við erum klárlega með það í hyggju að fara inn á þessi sömu tungumálasvæði og vonandi ná góðum árangri þar," segir Þorsteinn B. Friðriksson.
Leikjavísir Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira