Er Tiger of mikið í ræktinni? Jón Júlíus Karlsson skrifar 27. janúar 2014 19:22 Tiger Woods er í frábæru formi. Vísir/AP Fyrrverandi þjálfari kylfingsins Tiger Woods telur að efsti kylfingur heimslistans hafi bætt við sig of miklum vöðvamassa og að það sé að trufla frammistöðu hans á golfvellinum. Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Farmers Insurance Open mótinu um helgina eftir að hafa leikið þriðja hringinn á 79 höggum.Hank Haney þjálfaði Woods um nokkurra ára skeið en samstarfi þeirra lauk síðla árs 2009. „Að mínu mati þá er hann of mikið í ræktinni. Það er ekki spurning að kylfingar þurfa að vera í formi til að komast hjá meiðslum en að mínu mati þá hefur hann gengið of langt,“ sagði Haney í útvarpsþætti í gær. „Það hafa margir bent á það að hann sé enn massaðri í ár en áður. Þegar hann var grennri og yngri þá sló hann hraðar. Styrkur hjálpar þér kannski í karganum en ég tel hann ganga of langt. Tiger elskar að lyfta lóðum.“ Hvað sem því líður þá verður Woods næst með í Dubai Desert Classic mótinu sem hefst á fimmtudag. Mótið verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Post by Golfstöðin. Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Fyrrverandi þjálfari kylfingsins Tiger Woods telur að efsti kylfingur heimslistans hafi bætt við sig of miklum vöðvamassa og að það sé að trufla frammistöðu hans á golfvellinum. Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Farmers Insurance Open mótinu um helgina eftir að hafa leikið þriðja hringinn á 79 höggum.Hank Haney þjálfaði Woods um nokkurra ára skeið en samstarfi þeirra lauk síðla árs 2009. „Að mínu mati þá er hann of mikið í ræktinni. Það er ekki spurning að kylfingar þurfa að vera í formi til að komast hjá meiðslum en að mínu mati þá hefur hann gengið of langt,“ sagði Haney í útvarpsþætti í gær. „Það hafa margir bent á það að hann sé enn massaðri í ár en áður. Þegar hann var grennri og yngri þá sló hann hraðar. Styrkur hjálpar þér kannski í karganum en ég tel hann ganga of langt. Tiger elskar að lyfta lóðum.“ Hvað sem því líður þá verður Woods næst með í Dubai Desert Classic mótinu sem hefst á fimmtudag. Mótið verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Post by Golfstöðin.
Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira