Adam Scott fékk fimm fleiri atkvæði en Tiger Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2014 22:00 Adam Scott og Tiger Woods. Mynd/NordicPhotos/Getty Ástralski kylfingurinn Adam Scott og Inbee Park frá Suður-Kóreu voru valin karl- og kvenkylfingur ársins 2013 af Golf Writers Association of America, Samtökum golffréttamanna í Bandaríkjunum. Adam Scott hafði betur eftir hörku keppni við Tiger Woods. Scott fékk aðeins fimm atkvæðum fleira en Tiger. Tiger Woods vann þó fleiri PGA-mót (5) en Adam Scott og var að auki kosinn kylfingur ársins á PGA-mótaröðinni. Adam Scott vann fjögur mót á PGA-mótaröðinni en hann vann bæði Masters-mótið og Barclays-mótið og það vó greinilega þungt. Scott endaði árið á því að enda í öðru sæti á opan ástralska mótinu á eftir Rory McIlroy og vinna sigur á heimsmótinu í liðakeppni ásamt landa sínum Jason Day. Það var talsvert minni spenna hjá konunum en þar fékk Inbee Park yfir 91 prósent af atkvæðunum 220. Park vann sex mót á kvenna PGA-mótaröðinni þar af þrjú fyrstu risamót ársins. Inbee Park er aðeins 25 ára gömul og hún komst í hóp með þeim Bobby Jones, Ben Hogan, Babe Zaharias og Tiger Woods þegar hún vann þrjú risamót í röð á sama árinu. Hinn 53 ára gamli Bandaríkjamaður Kenny Perry var valinn besti kylfingur ársins í flokki eldri kylfinga en hann fékk 91 prósent atkvæða í kosningunni.Inbee Park.Mynd/NordicPhotos/GettyAdam Scott.Mynd/NordicPhotos/Getty Golf Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ástralski kylfingurinn Adam Scott og Inbee Park frá Suður-Kóreu voru valin karl- og kvenkylfingur ársins 2013 af Golf Writers Association of America, Samtökum golffréttamanna í Bandaríkjunum. Adam Scott hafði betur eftir hörku keppni við Tiger Woods. Scott fékk aðeins fimm atkvæðum fleira en Tiger. Tiger Woods vann þó fleiri PGA-mót (5) en Adam Scott og var að auki kosinn kylfingur ársins á PGA-mótaröðinni. Adam Scott vann fjögur mót á PGA-mótaröðinni en hann vann bæði Masters-mótið og Barclays-mótið og það vó greinilega þungt. Scott endaði árið á því að enda í öðru sæti á opan ástralska mótinu á eftir Rory McIlroy og vinna sigur á heimsmótinu í liðakeppni ásamt landa sínum Jason Day. Það var talsvert minni spenna hjá konunum en þar fékk Inbee Park yfir 91 prósent af atkvæðunum 220. Park vann sex mót á kvenna PGA-mótaröðinni þar af þrjú fyrstu risamót ársins. Inbee Park er aðeins 25 ára gömul og hún komst í hóp með þeim Bobby Jones, Ben Hogan, Babe Zaharias og Tiger Woods þegar hún vann þrjú risamót í röð á sama árinu. Hinn 53 ára gamli Bandaríkjamaður Kenny Perry var valinn besti kylfingur ársins í flokki eldri kylfinga en hann fékk 91 prósent atkvæða í kosningunni.Inbee Park.Mynd/NordicPhotos/GettyAdam Scott.Mynd/NordicPhotos/Getty
Golf Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira