NFL: Kaepernick vann í kuldanum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2014 09:29 Mynd/AP Tveir síðari leikirnir í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NFL-deildinni fóru fram í gær. San Francisco 49ers og San Diego Chargers tryggðu sér þá sæti í undanúrslitum sinna deilda. 49ers vann nauman sigur á Green Bay Packers, 23-20, á útivelli með vallarmarki á lokasekúndu leiksins. Leikurinn fór fram í fimbulkulda, um fimmtán stiga frosti - 25 gráða frosti með vindkælingu. Liðin skiptust alls fjórum sinnum á að vera í forystu í leiknum en San Francisco fékk boltann þegar rúmar fimm mínútur voru eftir og staðan jöfn, 20-20. Colin Kaepernick, leikstjórnandi gestanna, stýrði lokasókninni hárrétt og sá til þess að sparkarinn Phil Dawson átti auðvelda vallarmarkstilraun fyrir höndum á lokasekúndum leiksins. Kaepernick var hvorki í síðum ermum né klæddur í hanska í leiknum og virtist ekki láta kuldann á sig fá. „Ég hef áður spilað í köldu veðri. Þetta snýst meira um andlegan styrk en nokkuð annað,“ sagði Kaepernick eftir leikinn. Leiktíðin hjá Green Bay einkenndist fyrst og fremst af meiðslum en leikstjórnandinn Aaron Rodgers missti af stórum hluta deildakeppninnar vegna viðbeinsbrots. Varnarmaðurinn Clay Thompson missti svo af leiknum í gær vegna meiðsla auk þess sem að tveir aðrir sterkir varnarmenn - Sam Shield og Mike Neal - fóru meiddir af velli. Þetta er annað árið í röð sem Kaepernick og lið hans slær Green Bay úr leik í úrslitakeppninni en 49ers fór þá alla leið í úrslitaleikinn þar sem liðið tapaði fyrir Baltimore Ravens.Dawson fagnar eftir að hafa tryggt 49ers sigurinn.Mynd/AP Í hinum leik gærdagsins vann San Diego sigur á Cincinnati Bengals, 27-10. Sigurinn var öruggur eins og tölurnar gefa til kynna en mestu munaði um að Andy Dalton, leikstjórnandi Bengals, átti skelfilegan dag. Dalton kastaði boltanum tvívegis í hendur varnarmanna auk þess sem hann missti boltann einu sinni þar að auki eftir að hafa hlaupið með hann. Allt þetta gerðist í síðari hálfleik en Bengals var með 10-7 forystu í hálfleik. San Diego gerði allt rétt í síðari hálfleik og nýtti sér mistök Dalton til hins ítrasta. Philip Rivers, leikstjórnandi Chargers, spilaði af yfirvegun og sá til þess að hans menn unnu sinn fimmta leik í röð. Bengals hefur komist í úrslitakeppnina þrjú ár í röð en ávallt tapað sínum fyrsta leik þar. Liðið hefur nú ekki unnið leik í úrslitakeppni síðan 1990.Andy Dalton vill gleyma þessum leik sem fyrst.Mynd/AP San Francisco mætir Carolina Panthers í undanúrslitum NFC-deildarinnar um næstu helgi en San Diego leikur gegn ógnarsterku liði Denver í sinni undanúrslitaviðureign í AFC-deildinni.Leikirnir um næstu helgi:Laugardagur: 21.35: Seattle Seahawks - New Orleans Saints 01.15: New England Patriots - Indianapolis ColtsSunnudagur: 18.05: Carolina Panthers - San Francisco 49ers 21.40: Denver Broncos - San Diego Chargers NFL Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sjá meira
Tveir síðari leikirnir í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NFL-deildinni fóru fram í gær. San Francisco 49ers og San Diego Chargers tryggðu sér þá sæti í undanúrslitum sinna deilda. 49ers vann nauman sigur á Green Bay Packers, 23-20, á útivelli með vallarmarki á lokasekúndu leiksins. Leikurinn fór fram í fimbulkulda, um fimmtán stiga frosti - 25 gráða frosti með vindkælingu. Liðin skiptust alls fjórum sinnum á að vera í forystu í leiknum en San Francisco fékk boltann þegar rúmar fimm mínútur voru eftir og staðan jöfn, 20-20. Colin Kaepernick, leikstjórnandi gestanna, stýrði lokasókninni hárrétt og sá til þess að sparkarinn Phil Dawson átti auðvelda vallarmarkstilraun fyrir höndum á lokasekúndum leiksins. Kaepernick var hvorki í síðum ermum né klæddur í hanska í leiknum og virtist ekki láta kuldann á sig fá. „Ég hef áður spilað í köldu veðri. Þetta snýst meira um andlegan styrk en nokkuð annað,“ sagði Kaepernick eftir leikinn. Leiktíðin hjá Green Bay einkenndist fyrst og fremst af meiðslum en leikstjórnandinn Aaron Rodgers missti af stórum hluta deildakeppninnar vegna viðbeinsbrots. Varnarmaðurinn Clay Thompson missti svo af leiknum í gær vegna meiðsla auk þess sem að tveir aðrir sterkir varnarmenn - Sam Shield og Mike Neal - fóru meiddir af velli. Þetta er annað árið í röð sem Kaepernick og lið hans slær Green Bay úr leik í úrslitakeppninni en 49ers fór þá alla leið í úrslitaleikinn þar sem liðið tapaði fyrir Baltimore Ravens.Dawson fagnar eftir að hafa tryggt 49ers sigurinn.Mynd/AP Í hinum leik gærdagsins vann San Diego sigur á Cincinnati Bengals, 27-10. Sigurinn var öruggur eins og tölurnar gefa til kynna en mestu munaði um að Andy Dalton, leikstjórnandi Bengals, átti skelfilegan dag. Dalton kastaði boltanum tvívegis í hendur varnarmanna auk þess sem hann missti boltann einu sinni þar að auki eftir að hafa hlaupið með hann. Allt þetta gerðist í síðari hálfleik en Bengals var með 10-7 forystu í hálfleik. San Diego gerði allt rétt í síðari hálfleik og nýtti sér mistök Dalton til hins ítrasta. Philip Rivers, leikstjórnandi Chargers, spilaði af yfirvegun og sá til þess að hans menn unnu sinn fimmta leik í röð. Bengals hefur komist í úrslitakeppnina þrjú ár í röð en ávallt tapað sínum fyrsta leik þar. Liðið hefur nú ekki unnið leik í úrslitakeppni síðan 1990.Andy Dalton vill gleyma þessum leik sem fyrst.Mynd/AP San Francisco mætir Carolina Panthers í undanúrslitum NFC-deildarinnar um næstu helgi en San Diego leikur gegn ógnarsterku liði Denver í sinni undanúrslitaviðureign í AFC-deildinni.Leikirnir um næstu helgi:Laugardagur: 21.35: Seattle Seahawks - New Orleans Saints 01.15: New England Patriots - Indianapolis ColtsSunnudagur: 18.05: Carolina Panthers - San Francisco 49ers 21.40: Denver Broncos - San Diego Chargers
NFL Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sjá meira