Rara-áhrif hjá Arcade Fire Freyr Bjarnason skrifar 31. október 2013 08:30 Hjónin Win Butler og Régina Chassange á styrktartónleikum í Kaliforníu fyrir skömmu. nordicphotos/getty Fjórða hljóðversplata kanadísku indírokksveitarinnar Arcade Fire, hin tvöfalda Reflektor, er komin út. Þrjú ár eru liðin frá útgáfu The Suburbs sem hlaut Grammy-verðlaunin árið eftir sem plata ársins. Fyrrverandi forsprakki danssveitarinnar LCD Soundsystem, James Murphy sem spilaði sem plötusnúður á Airwaves-hátíðinni fyrir tveimur árum, stjórnaði upptökum á Reflektor, ásamt hljómsveitinni sjálfri og Markus Dravs sem hefur áður unnið með sveitinni. Eins og oft áður var kynningarherferð plötunnar óvenjuleg. Fyrsta smáskífulagið, Reflektor með David Bowie sem gestasöngvara, var gefið út í takmörkuðu upplagi undir merkjum skálduðu hljómsveitarinnar The Reflektors og skömmu fyrir útgáfudag var platan svo í heild sinni sett í spilun á YouTube. Reflektor var samin undir áhrifum frá svokallaðri rara-hátíðartónlist frá Haítí. Þangað fór söngvarinn og gítarleikarinn Win Butler í heimsókn ásamt eiginkonu sinni úr Arcade Fire, Régine Chassange, en foreldrar hennar fæddust þar í landi. Heilluðust þau mjög af tónlistinni á Haítí og sagði Butler í viðtali við Rolling Stone að ferðalagið hefði breytt lífi hans. Við textagerðina var Butler undir áhrifum frá kvikmyndinni Black Orpheus frá árinu 1959 eftir franska leikstjórann Marcel Camus. Hún er ein af uppáhaldsmyndum Butlers og gerist á kjötkveðjuhátíð í Brasilíu. Einnig voru textar hans undir áhrifum frá ritgerð eftir danska heimspekinginn Søren Kierkegaard, sem hefur verið kallaður faðir tilvistarstefnunnar. Upptökur hófust í Louisiana í Bandaríkjunum árið 2011 en árið eftir héldu þær áfram á Jamaíku með Dravs. Þar samdi sveitin og tók upp efni í yfirgefnum kasatala. Að því ævintýri loknu hóf sveitin samstarf við Murphy, sem hafði lengi verið á óskalista hennar yfir samstarfsmenn. Að sögn Butlers átti Reflektor upphaflega að vera stutt plata en varð á endanum tvöföld langloka. „Við ætluðum að gera stutta plötu en á endanum vorum við með átján lög sem voru öll sex til átta mínútna löng. Við hugsuðum með okkur, æ, æ, við klúðruðum því að búa til stutta plötu,“ sagði hann við Rolling Stone. Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Fjórða hljóðversplata kanadísku indírokksveitarinnar Arcade Fire, hin tvöfalda Reflektor, er komin út. Þrjú ár eru liðin frá útgáfu The Suburbs sem hlaut Grammy-verðlaunin árið eftir sem plata ársins. Fyrrverandi forsprakki danssveitarinnar LCD Soundsystem, James Murphy sem spilaði sem plötusnúður á Airwaves-hátíðinni fyrir tveimur árum, stjórnaði upptökum á Reflektor, ásamt hljómsveitinni sjálfri og Markus Dravs sem hefur áður unnið með sveitinni. Eins og oft áður var kynningarherferð plötunnar óvenjuleg. Fyrsta smáskífulagið, Reflektor með David Bowie sem gestasöngvara, var gefið út í takmörkuðu upplagi undir merkjum skálduðu hljómsveitarinnar The Reflektors og skömmu fyrir útgáfudag var platan svo í heild sinni sett í spilun á YouTube. Reflektor var samin undir áhrifum frá svokallaðri rara-hátíðartónlist frá Haítí. Þangað fór söngvarinn og gítarleikarinn Win Butler í heimsókn ásamt eiginkonu sinni úr Arcade Fire, Régine Chassange, en foreldrar hennar fæddust þar í landi. Heilluðust þau mjög af tónlistinni á Haítí og sagði Butler í viðtali við Rolling Stone að ferðalagið hefði breytt lífi hans. Við textagerðina var Butler undir áhrifum frá kvikmyndinni Black Orpheus frá árinu 1959 eftir franska leikstjórann Marcel Camus. Hún er ein af uppáhaldsmyndum Butlers og gerist á kjötkveðjuhátíð í Brasilíu. Einnig voru textar hans undir áhrifum frá ritgerð eftir danska heimspekinginn Søren Kierkegaard, sem hefur verið kallaður faðir tilvistarstefnunnar. Upptökur hófust í Louisiana í Bandaríkjunum árið 2011 en árið eftir héldu þær áfram á Jamaíku með Dravs. Þar samdi sveitin og tók upp efni í yfirgefnum kasatala. Að því ævintýri loknu hóf sveitin samstarf við Murphy, sem hafði lengi verið á óskalista hennar yfir samstarfsmenn. Að sögn Butlers átti Reflektor upphaflega að vera stutt plata en varð á endanum tvöföld langloka. „Við ætluðum að gera stutta plötu en á endanum vorum við með átján lög sem voru öll sex til átta mínútna löng. Við hugsuðum með okkur, æ, æ, við klúðruðum því að búa til stutta plötu,“ sagði hann við Rolling Stone.
Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira