Ferðaþjónusta á krossgötum Ari Trausti Guðmundsson skrifar 21. október 2013 06:00 Þegar milljónasti ársgesturinn nálgast í ferðaþjónustunni gerist margt í einu. Þolmörkum er náð á sumum stöðum, umræður um gjaldtöku og höfðatölu (kvóta) magnast og allt í einu hafa fjárfestar augastað á nýjum þjónustu- og gistifyrirtækjum en um áratuga skeið hefur mest af ferðaþjónustunni verið í höndum smárra fyrirtækja, fyrir utan flug og bíla. Þetta kallar á hraðari og vandaða, heildræna stefnumörkun og miklu öflugari stuðning ríkisvaldsins við ferðaþjónustuna. Má þar nefna skipulagsmál, úrbætur á opinberum eignum og landsvæðum og stórbætta stoðþjónustu við ferðamennsku sem atvinnugrein. Meðal brýnna úrlausnarefna er hlutverk leiðsögumanna og launakjör þeirra en ég efa að til sé mikið verr borguð vinna samkvæmt opinberum taxta en leiðsögn á vegum flestra innlendra þjónustufyrirtækja í greininni. Þar verða allir hlutaðeigandi að taka sig saman og auka gæði og styrkja hlutverk leiðsegjenda. Um leið er augljóst að landvarsla og eftirlit með víðtækari heimildum til inngripa en nú er þarf líka að koma til. Fleira vantar. Til þess að minnka akstur og rangar áherslur í umhverfismálum á að láta af þeirri hugmynd að þjónusta við hálendið skuli fyrst og fremst vera í jaðri þess. Það þveröfuga þarf til; fáeinar vel búnar þjónustu- og gistimiðstöðvar með útskálum og fjölþættu leiðakerfi fyrir ökutæki, hesta og gangandi út frá þeim. Nú eru uppi hugmyndir um ýmiss konar nýja afþreyingu, svo sem spíttbraut niður Kambana, fram af Hellisheiði, og kláfferju upp á Esju. Ekki felli ég dóma yfir slíku. Sennilega hafa margir áhuga á að renna sér niður fasta braut í hlíðum hérlendis líkt og víða annars staðar. Og sennilega hafa þeir þrír aðilar sem ég man eftir með stólalyftu- eða kláfhugmyndir, t.d. við Eyjafjörð og inn af Geysi, haft góðar vonir sem ekkert varð úr. Esjan er veðurfarslega erfið og strengjafarartæki eru með fremur lágt stöðvunarmark í vindi (oft miðað við fimm gömul vindstig). Ég hef alltaf undrast af hverju stólalyftur t.d. í Bláfjöllum og á Akureyri hafa ekki verið í notkun á sumrin, t.d. fyrir þá sem vilja njóta útsýnis með þessu móti eða horfa á norðurljós þegar haustar. Hef sjálfur eitt sinn komist með Breta að enda lyftunnar í Bláfjöllum um sumar (fyrir liðlegheit starfsmanna sem unnu að viðgerðum). Fólkið var dolfallið yfir útsýni um Faxaflóa og suðurströndina. Svonefnd Vestnorden-sölustefna hefur verið haldin árlega til skiptis í höfuðborgum á vestnorræna svæðinu síðan 1986. Ég tel tíma vera kominn til að hafa sölustefnuna annað hvert ár en halda vestnorræna ráðstefnu með opnara sniði á móti. Þar kæmu saman aðilar í ferðaþjónustu, ýmsir sérfræðingar, fulltrúar ríkisstofnana, ráðuneyta og þinga, fólk úr sveitarstjórnum og fulltrúar hagsmunasamtaka. Þannig næðist að virkja margan manninn út fyrir ramma hefðbundinnar sölustefnu og heimatilbúinna funda í hverju hinna þriggja landa og efla samskipti og samstarf. Íslenskt frumkvæði þarf til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar milljónasti ársgesturinn nálgast í ferðaþjónustunni gerist margt í einu. Þolmörkum er náð á sumum stöðum, umræður um gjaldtöku og höfðatölu (kvóta) magnast og allt í einu hafa fjárfestar augastað á nýjum þjónustu- og gistifyrirtækjum en um áratuga skeið hefur mest af ferðaþjónustunni verið í höndum smárra fyrirtækja, fyrir utan flug og bíla. Þetta kallar á hraðari og vandaða, heildræna stefnumörkun og miklu öflugari stuðning ríkisvaldsins við ferðaþjónustuna. Má þar nefna skipulagsmál, úrbætur á opinberum eignum og landsvæðum og stórbætta stoðþjónustu við ferðamennsku sem atvinnugrein. Meðal brýnna úrlausnarefna er hlutverk leiðsögumanna og launakjör þeirra en ég efa að til sé mikið verr borguð vinna samkvæmt opinberum taxta en leiðsögn á vegum flestra innlendra þjónustufyrirtækja í greininni. Þar verða allir hlutaðeigandi að taka sig saman og auka gæði og styrkja hlutverk leiðsegjenda. Um leið er augljóst að landvarsla og eftirlit með víðtækari heimildum til inngripa en nú er þarf líka að koma til. Fleira vantar. Til þess að minnka akstur og rangar áherslur í umhverfismálum á að láta af þeirri hugmynd að þjónusta við hálendið skuli fyrst og fremst vera í jaðri þess. Það þveröfuga þarf til; fáeinar vel búnar þjónustu- og gistimiðstöðvar með útskálum og fjölþættu leiðakerfi fyrir ökutæki, hesta og gangandi út frá þeim. Nú eru uppi hugmyndir um ýmiss konar nýja afþreyingu, svo sem spíttbraut niður Kambana, fram af Hellisheiði, og kláfferju upp á Esju. Ekki felli ég dóma yfir slíku. Sennilega hafa margir áhuga á að renna sér niður fasta braut í hlíðum hérlendis líkt og víða annars staðar. Og sennilega hafa þeir þrír aðilar sem ég man eftir með stólalyftu- eða kláfhugmyndir, t.d. við Eyjafjörð og inn af Geysi, haft góðar vonir sem ekkert varð úr. Esjan er veðurfarslega erfið og strengjafarartæki eru með fremur lágt stöðvunarmark í vindi (oft miðað við fimm gömul vindstig). Ég hef alltaf undrast af hverju stólalyftur t.d. í Bláfjöllum og á Akureyri hafa ekki verið í notkun á sumrin, t.d. fyrir þá sem vilja njóta útsýnis með þessu móti eða horfa á norðurljós þegar haustar. Hef sjálfur eitt sinn komist með Breta að enda lyftunnar í Bláfjöllum um sumar (fyrir liðlegheit starfsmanna sem unnu að viðgerðum). Fólkið var dolfallið yfir útsýni um Faxaflóa og suðurströndina. Svonefnd Vestnorden-sölustefna hefur verið haldin árlega til skiptis í höfuðborgum á vestnorræna svæðinu síðan 1986. Ég tel tíma vera kominn til að hafa sölustefnuna annað hvert ár en halda vestnorræna ráðstefnu með opnara sniði á móti. Þar kæmu saman aðilar í ferðaþjónustu, ýmsir sérfræðingar, fulltrúar ríkisstofnana, ráðuneyta og þinga, fólk úr sveitarstjórnum og fulltrúar hagsmunasamtaka. Þannig næðist að virkja margan manninn út fyrir ramma hefðbundinnar sölustefnu og heimatilbúinna funda í hverju hinna þriggja landa og efla samskipti og samstarf. Íslenskt frumkvæði þarf til.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun