Maus snýr aftur eftir níu ára hlé Freyr Bjarnason skrifar 16. október 2013 07:00 „Við erum komnir með góða æfingaaðstöðu og okkur langaði alla til þess að spila,“ segir Birgir Örn Steinarsson, söngvari og gítarleikari Maus. Hljómsveitin, sem naut mikilla vinsælda bæði á tíunda áratugnum og í byrjun þess síðasta, stígur á svið á tuttugu ára afmælistónleikum útvarpsstöðvarinnar X-ins 977 í Hafnarhúsinu 29. október. Einnig koma fram Ensími, Brain Police, Mammút og Kaleo. Þetta verða fyrstu tónleikar Maus í níu ár en hljómsveitin fagnar einnig tuttugu ára afmæli sínu á þessu ári. Síðustu árin hafa meðlimir sveitarinnar verið búsettir víðs vegar um heiminn, stundað nám, sinnt sólóferlum og öðrum hugðarefnum. „Við höfum varla verið undir sama þaki í níu ár. Síðan flutti Palli [Páll Ragnar Pálsson] heim í júlí og Danni [Daníel Þorsteinsson] í ágúst og eftir það er síminn búinn að vera hringja hjá okkur og við erum búnir að fá fullt af tilboðum,“ segir Birgir Örn, sem sjálfur bjó í London, auk þess sem bassaleikarinn Eggert Gíslason bjó í San Francisco. Aðspurður segir hann hljómsveitina aðeins hafa æft þrisvar sinnum. Þeir félagar hafi ekki viljað spila opinberlega fyrr en Þorkell Máni Pétursson á X-inu fékk þá til að spila í afmælinu. Þar skipti sköpum hversu vel æfingarnar höfðu gengið. „Máni flýtti fyrir þessu ferli en þetta verða líklega einu tónleikarnir á þessu ári.“ Hann segir hljómsveitina ekkert hafa ákveðið með upptökur á nýju efni. „Það er búið að vera nóg að gera við að rifja upp þessi gömlu lög. Við höfum ekki einu sinni talað um það.“ Birgir er að læra sálfræði við Háskóla Íslands og hyggur á meistaranám að loknu BS-prófi. „Sú tilfinning að spila bestu lögin sín uppi á sviði fyrir framan fullt af fólki er rosalega skemmtilegt. Þetta verður góð tilbreyting frá því að vera lokaður inni á lesstofu.“ Miðasala á tónleikana hefst á Midi.is kl. 12 í dag. Forsöluverð er 977 krónur. Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Við erum komnir með góða æfingaaðstöðu og okkur langaði alla til þess að spila,“ segir Birgir Örn Steinarsson, söngvari og gítarleikari Maus. Hljómsveitin, sem naut mikilla vinsælda bæði á tíunda áratugnum og í byrjun þess síðasta, stígur á svið á tuttugu ára afmælistónleikum útvarpsstöðvarinnar X-ins 977 í Hafnarhúsinu 29. október. Einnig koma fram Ensími, Brain Police, Mammút og Kaleo. Þetta verða fyrstu tónleikar Maus í níu ár en hljómsveitin fagnar einnig tuttugu ára afmæli sínu á þessu ári. Síðustu árin hafa meðlimir sveitarinnar verið búsettir víðs vegar um heiminn, stundað nám, sinnt sólóferlum og öðrum hugðarefnum. „Við höfum varla verið undir sama þaki í níu ár. Síðan flutti Palli [Páll Ragnar Pálsson] heim í júlí og Danni [Daníel Þorsteinsson] í ágúst og eftir það er síminn búinn að vera hringja hjá okkur og við erum búnir að fá fullt af tilboðum,“ segir Birgir Örn, sem sjálfur bjó í London, auk þess sem bassaleikarinn Eggert Gíslason bjó í San Francisco. Aðspurður segir hann hljómsveitina aðeins hafa æft þrisvar sinnum. Þeir félagar hafi ekki viljað spila opinberlega fyrr en Þorkell Máni Pétursson á X-inu fékk þá til að spila í afmælinu. Þar skipti sköpum hversu vel æfingarnar höfðu gengið. „Máni flýtti fyrir þessu ferli en þetta verða líklega einu tónleikarnir á þessu ári.“ Hann segir hljómsveitina ekkert hafa ákveðið með upptökur á nýju efni. „Það er búið að vera nóg að gera við að rifja upp þessi gömlu lög. Við höfum ekki einu sinni talað um það.“ Birgir er að læra sálfræði við Háskóla Íslands og hyggur á meistaranám að loknu BS-prófi. „Sú tilfinning að spila bestu lögin sín uppi á sviði fyrir framan fullt af fólki er rosalega skemmtilegt. Þetta verður góð tilbreyting frá því að vera lokaður inni á lesstofu.“ Miðasala á tónleikana hefst á Midi.is kl. 12 í dag. Forsöluverð er 977 krónur.
Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira