Óður til móður Saga Garðarsdóttir skrifar 30. september 2013 09:30 Enginn er fær um að vekja upp jafn sterkar tilfinningar á jafn breiðu sviði og móðir mín. Henni tekst með, að því er virðist, léttvægum athugasemdum að breyta annars ágætis eftirmiðdegi í helgistund uppsafnaðs pirrings og óþols, þar sem ég engist ósjálfrátt um í botnlausu gremjukasti við altari hinnar alvitru móður. Sjálf fylgist hún jafn róleg og áhugasöm með áhrifum sínum eins og um óvæntan vaxtarkipp hjá Hawaii-rósinni í stofunni væri að ræða. Móðir mín býr ekki bara yfir hæfileika til að kalla fyrirhafnarlaust fram andlegan sólmyrkva heldur sér hún líka alfarið um að ég upplifi hina ýmsu viðburði úr lífi mínu rétt. Þá sérstaklega ef þeir eru leiðinlegir. Til dæmis þegar ég týni húfu eða missi af flugvél er það hennar réttur að segja setningar á borð við ,,Þetta var nú leiðinlegt!“ eða ,,Það mun kosta morðfjár að fá þetta bætt!“ ef svo ólíklega vildi til að ég hefði gleymt að leiðinlegir hlutir eru leiðinlegir og dýrir flugmiðar eru dýrir. Þá eru ofurkraftar móður minnar langt í frá upptaldir, hún getur alltaf haft rétt fyrir sér, breytt vatni í samviskubit og aldrei heyrt að ég hafi ekki tíma til að tala við hana í síma. Ég tek það fram að í öllum tilvikum hefur aldur minn verið algjörlega afstæður. Ég myndi að sjálfsögðu aldrei nenna að eiga mömmu ef hún væri bara leiðinleg. Þess vegna tryggir hún sér botnlausa ást mína og þörf fyrir hana með því að vera eina manneskjan sem getur róað mig og stillt jafn hratt og hún getur tryllt. Móðir mín á nefnilega beina leið að kvikunni í mér en fer hana aldrei nema þegar virkilega á reynir. Hennar mikilvægasta hlutverk felst þannig í að halda sívöltu egói mínu innan hættumarka. Þegar ég er of góð með mig vekur hún upp efasemdir en þegar ég efast sem mest um eigið ágæti stendur hún hvað þéttast við bakið á mér. Mamma kann nefnilega þá list að elska mig mest þegar ég er hvað glötuðust. Eitt besta ráð sem ég hef þannig þegið er; komdu fram við sjálfa þig eins og þú sért þín eigin dóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Saga Garðarsdóttir Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun
Enginn er fær um að vekja upp jafn sterkar tilfinningar á jafn breiðu sviði og móðir mín. Henni tekst með, að því er virðist, léttvægum athugasemdum að breyta annars ágætis eftirmiðdegi í helgistund uppsafnaðs pirrings og óþols, þar sem ég engist ósjálfrátt um í botnlausu gremjukasti við altari hinnar alvitru móður. Sjálf fylgist hún jafn róleg og áhugasöm með áhrifum sínum eins og um óvæntan vaxtarkipp hjá Hawaii-rósinni í stofunni væri að ræða. Móðir mín býr ekki bara yfir hæfileika til að kalla fyrirhafnarlaust fram andlegan sólmyrkva heldur sér hún líka alfarið um að ég upplifi hina ýmsu viðburði úr lífi mínu rétt. Þá sérstaklega ef þeir eru leiðinlegir. Til dæmis þegar ég týni húfu eða missi af flugvél er það hennar réttur að segja setningar á borð við ,,Þetta var nú leiðinlegt!“ eða ,,Það mun kosta morðfjár að fá þetta bætt!“ ef svo ólíklega vildi til að ég hefði gleymt að leiðinlegir hlutir eru leiðinlegir og dýrir flugmiðar eru dýrir. Þá eru ofurkraftar móður minnar langt í frá upptaldir, hún getur alltaf haft rétt fyrir sér, breytt vatni í samviskubit og aldrei heyrt að ég hafi ekki tíma til að tala við hana í síma. Ég tek það fram að í öllum tilvikum hefur aldur minn verið algjörlega afstæður. Ég myndi að sjálfsögðu aldrei nenna að eiga mömmu ef hún væri bara leiðinleg. Þess vegna tryggir hún sér botnlausa ást mína og þörf fyrir hana með því að vera eina manneskjan sem getur róað mig og stillt jafn hratt og hún getur tryllt. Móðir mín á nefnilega beina leið að kvikunni í mér en fer hana aldrei nema þegar virkilega á reynir. Hennar mikilvægasta hlutverk felst þannig í að halda sívöltu egói mínu innan hættumarka. Þegar ég er of góð með mig vekur hún upp efasemdir en þegar ég efast sem mest um eigið ágæti stendur hún hvað þéttast við bakið á mér. Mamma kann nefnilega þá list að elska mig mest þegar ég er hvað glötuðust. Eitt besta ráð sem ég hef þannig þegið er; komdu fram við sjálfa þig eins og þú sért þín eigin dóttir.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun