Húðfletta gesti með hávaða Freyr Bjarnason skrifar 3. september 2013 08:00 Bubbi Morthens verður með öfluga rokkara á bak við sig á Rokkjötnum í Kaplakrika. fréttablaðið/valli „Það er bara magnarinn í ellefu, það er ekkert öðruvísi. Það verða engir eyrnatappar með í för,“ segir Bubbi Morthens. Hann verður aðalnúmerið á tónlistarhátíðinni Rokkjötnar sem verður haldin í Kaplakrika í annað sinn þann 5. október. Með Bubba á sviðinu verður einvala lið rokkara: bróðir hans, Bergþór Morthens, Ingó Geirdal úr Dimmu, Flosi Þorgeirsson úr Ham og Björn Stefánsson úr Mínus. „Þetta verður alveg massíft rokk og ról,“ segir Bubbi, sem hlakkar mikið til. Aðspurður segir hann að gömlu góðu lögin með Utangarðsmönnum, Egó og frá sólóferli hans verði spiluð á umræddum tónleikum. „Mér segir svo hugur um að það verði reynt að húðfletta menn með hávaða.“ Alls koma tíu hljómsveitir fram á Rokkjötnum. Auk Bubba og félaga stíga á svið Sólstafir, Agent Fresco, Dimma, Legend, The Vintage Caravan, Saktmóðigur, Kontinuum, Strigaskór nr. 42 og Ophidian I. Miðasala hefst á Midi.is í dag. Snæbjörn Ragnarsson úr Skálmöld er skipuleggjandi hátíðarinnar. Hann er mjög ánægður með að hafa fengið Bubba til liðs við sig. „Ég er ótrúlega sáttur við að karlinn hafi tekið svona vel í þetta. Þetta nýrra „stöff“ hans er ekki mitt kaffi en það sem hann gerði þegar hann var á fullu í rokkinu er ódauðlegt. Ég stakk því að honum hvort við ættum ekki að setja alvöru rokkhundaband á bak við hann og gera þetta á gamla mátann og hann var miklu meira en til í það. Það er ekkert langt í rokkarann í gamla,“ segir Snæbjörn. Um tvö þúsund manns sóttu Rokkjötna í fyrra og býst Snæbjörn við enn fleiri gestum í ár. „Þetta gekk ótrúlega vel í fyrra. En við þurftum að hafa fyrir því að láta þetta rúlla því við vorum ekki mjög fjársterkir. Maður finnur það núna að fólk veit af þessu og trúir á þetta. Það er búið að kveða niður þessar fáu efasemdarraddir sem maður heyrði í fyrra.“ Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Það er bara magnarinn í ellefu, það er ekkert öðruvísi. Það verða engir eyrnatappar með í för,“ segir Bubbi Morthens. Hann verður aðalnúmerið á tónlistarhátíðinni Rokkjötnar sem verður haldin í Kaplakrika í annað sinn þann 5. október. Með Bubba á sviðinu verður einvala lið rokkara: bróðir hans, Bergþór Morthens, Ingó Geirdal úr Dimmu, Flosi Þorgeirsson úr Ham og Björn Stefánsson úr Mínus. „Þetta verður alveg massíft rokk og ról,“ segir Bubbi, sem hlakkar mikið til. Aðspurður segir hann að gömlu góðu lögin með Utangarðsmönnum, Egó og frá sólóferli hans verði spiluð á umræddum tónleikum. „Mér segir svo hugur um að það verði reynt að húðfletta menn með hávaða.“ Alls koma tíu hljómsveitir fram á Rokkjötnum. Auk Bubba og félaga stíga á svið Sólstafir, Agent Fresco, Dimma, Legend, The Vintage Caravan, Saktmóðigur, Kontinuum, Strigaskór nr. 42 og Ophidian I. Miðasala hefst á Midi.is í dag. Snæbjörn Ragnarsson úr Skálmöld er skipuleggjandi hátíðarinnar. Hann er mjög ánægður með að hafa fengið Bubba til liðs við sig. „Ég er ótrúlega sáttur við að karlinn hafi tekið svona vel í þetta. Þetta nýrra „stöff“ hans er ekki mitt kaffi en það sem hann gerði þegar hann var á fullu í rokkinu er ódauðlegt. Ég stakk því að honum hvort við ættum ekki að setja alvöru rokkhundaband á bak við hann og gera þetta á gamla mátann og hann var miklu meira en til í það. Það er ekkert langt í rokkarann í gamla,“ segir Snæbjörn. Um tvö þúsund manns sóttu Rokkjötna í fyrra og býst Snæbjörn við enn fleiri gestum í ár. „Þetta gekk ótrúlega vel í fyrra. En við þurftum að hafa fyrir því að láta þetta rúlla því við vorum ekki mjög fjársterkir. Maður finnur það núna að fólk veit af þessu og trúir á þetta. Það er búið að kveða niður þessar fáu efasemdarraddir sem maður heyrði í fyrra.“
Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira