Gítarinn getur búið til frábærar melódíur Freyr Bjarnason skrifar 21. júní 2013 11:00 Einn þekktasti rokkgítarleikari sögunnar, Jeff Beck, spilar í Vodafonehöllinni fimmtudaginn 27. júní. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi goðsögn, sem verður 69 ára á mánudaginn, kemur til Íslands. Tónleikarnir eru hluti herferðar samtakanna Endgame sem helga sig baráttu gegn útbreiðslu AIDS, malaríu og berkla í heiminum. „Ég hlakka mjög mikið til. Ég hef aldrei komið þangað og ég held að enginn úr hljómsveitinni hafi komið þangað,“ segir Englendingurinn Beck um Íslandsförina en með honum í för verða fimm hljóðfæraleikarar, þar á meðal Rhonda Smith, bassaleikari Prince. Beck hefur á löngum ferli sínum leikið með The Yardbirds og heimskunnum tónlistarmönnum á borð við Mick Jagger, Tinu Turner, LeAnn Rimes og Stevie Wonder. Í úttekt tímaritsins Rolling Stone árið 2011 yfir bestu gítarleikara allra tíma varð hann í fimmta sæti og sagður einn áhrifamesti gítarleikari rokksögunnar. Smíðaði gítar ellefu ára Aðspurður hvers vegna hann ákvað að gerast gítarleikari segist Beck hafa orðið fyrir áhrifum frá frænda sínum sem var fiðluleikari. „Hann hafði gaman af djassi en svo sneri hann baki við honum. Mér fannst merkilegt hvernig hann gat hatað þessa tónlist sem hann hafði áður elskað. Við vorum vinir þangað til hann komst að því að ég elskaði rokk og ról. Þá hætti hann að tala við mig,“ segir hann og hlær. „Móðir mín var píanóleikari og pabbi minn var mikill djassaðdáandi. Þannig að það voru klassísk áhrif öðrum megin og djassáhrif hinum megin. Mitt á milli kom rokkið. Í kringum ellefu ára aldur prófaði ég að búa til minn eigin gítar og eftir það var ekki aftur snúið.“ Hann segist ekki hafa fengið innblástur frá neinum sérstökum gítarleikara á sínum yngri árum. Hann hlustaði á plötur Gene Vincent og Elvis Presley þegar rokkið var að koma fram á sjónarsviðið og þróaði smám saman sinn eigin stíl. „Ég er undir miklum áhrifum frá melódíum og mér finnst gítarinn vera hljóðfæri sem getur búið til frábærar melódíur.“ Rekinn úr The Yardbirds Beck gekk til liðs við hljómsveitina The Yardbirds árið 1965. Þar tók hann við af Eric Clapton eftir að Jimmy Page, sem síðar varð gítarleikari Led Zeppelin, mælti með honum. Tími Beck í The Yardbirds var ekki langur því hann var rekinn á miðri tónleikaferð um Bandaríkin. Í framhaldinu gaf hann út plötuna Beck"s Bolero þar sem Jimmy Page, John Paul Jones, Nicky Hopkins og Keith Moon úr The Who spiluðu með honum. Síðar stofnaði hann The Jeff Beck Group þar sem Rod Stewart var söngvari og Ronnie Wood úr The Rolling Stones bassaleikari. „Við vorum þrír svipaðir gaurar. Við elskuðum að spila blús og vildum gera okkar eigin útgáfu af honum.“ The Jeff Beck Group gaf út tvær hljómplötur áður en hún hætti störfum 1969. Hafnaði The Rolling Stones Árið 1974 gaf Beck út sína fyrstu sólóplötu, Blow By Blow, með aðstoð upptökustjóra Bítlanna, George Martin. Skömmu áður hafði Beck komið til greina sem næsti gítarleikari The Rolling Stones í staðinn fyrir Mick Taylor og fóru eins konar áheyrnarprufur fram í Rotterdam í Hollandi. „Þeir plötuðu mig til að fara til Rotterdam. Umboðsmenn mínir sögðu mér ekki að ég kæmi alvarlega til greina sem staðgengill. Þegar ég kom til Rotterdam héldu allir að fyrst ég var mættur þangað myndi ég sjálfkrafa samþykkja að ganga til liðs við Stones. Ég var þarna í þrjá daga og skildi svo eftir bréf þar sem stóð að ég mér þætti þetta leitt en ég gæti þetta bara ekki.“. Spurður hvers vegna, segist hann ekki hafa haft áhuga á að taka þátt í djammlíferni Keith Richards og félaga. „Ég var búinn með allan þann pakka og vildi halda áfram með tónlistina. Einum eða tveimur vikum fyrr hafði ég fengið skilaboð frá George Martin um að hann væri til í að gera með mér plötu. Ég varð að taka ákvörðun á staðnum. Fara í Stones eða ekki og auðvitað var George Martin rétti maðurinn. Hann kom ferli mínum á flug með Blow By Blow. Ég hefði ekki getað tekið betri ákvörðun,“ segir hann. „En ég spilaði samt með þeim [The Rolling Stones] í O2-höllinni fyrir um mánuði síðan og hafði mjög gaman af því.“ Spilaði undir hjá Pavarotti Skömmu eftir að óperusöngvarinn Luciano Pavarotti lést árið 2007 var Beck beðinn um að spila undir söng hans í nýrri útgáfu af laginu Caruso. „Ég lærði þetta lag Caruso í rangri tóntegund. Ég var með 65 manna strengjasveit fyrir framan mig og var í tómum vandræðum. Þegar hljómsveitarstjórinn sá það sagði hann: „Þetta er ekkert mál. Við skulum breytta okkar tóntegund“. Þannig að þessi 65 manna sveit hjálpaði mér, sem var hið besta mál, en þetta var ansi taugastrekkjandi,“ segir hann. „Ég fór á heimili Pavarotti í Modena. Þarna voru myndir af honum með Bon Jovi og fleirum og hann var mikill rokkari. Það er leiðinlegt að hafa ekki náð að spila með honum.“ Beck er eins og gefur að skilja eftirsóttur gítarleikari og spilar til að mynda í haust á næstu sólóplötu Brians Wilson úr The Beach Boys. Öllum sama um heimþrá Beck lauk í fyrra þriggja ára tónleikaferð um heiminn til að fylgja eftir sinni tíundu hljóðversplötu, Emotion & Commotion, þar sem Joss Stone, Imelda May og Olivia Safe voru söngvarar. „Eftir það þurfti ég smá hvíld en ég gæti samt ekki átt betra líf. En það eru dökkar hliðar á þessu tónleikalífi. Ef þér líður illa og ert haldinn heimþrá er öllum sama um það. Þú verður bara að halda áfram þínu striki. Ef þú fylgir ekki lögmálum tónlistarbransans endistu ekki lengi í honum.“ Hann bætir við skattarnir í Bretlandi, sem eru 50%, hjálpi ekki til. „Maður á ekki að hugsa um þetta en þegar maður er í miðju Rússlandi í þrjátíu gráðu frosti hvarflar það að manni þeir fái helminginn. Við elskum samt starfið okkar og það er ekkert betra en þegar maður stígur af sviðinu og fólk hefur fílað það sem maður var að gera.“ Mest lesið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Einn þekktasti rokkgítarleikari sögunnar, Jeff Beck, spilar í Vodafonehöllinni fimmtudaginn 27. júní. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi goðsögn, sem verður 69 ára á mánudaginn, kemur til Íslands. Tónleikarnir eru hluti herferðar samtakanna Endgame sem helga sig baráttu gegn útbreiðslu AIDS, malaríu og berkla í heiminum. „Ég hlakka mjög mikið til. Ég hef aldrei komið þangað og ég held að enginn úr hljómsveitinni hafi komið þangað,“ segir Englendingurinn Beck um Íslandsförina en með honum í för verða fimm hljóðfæraleikarar, þar á meðal Rhonda Smith, bassaleikari Prince. Beck hefur á löngum ferli sínum leikið með The Yardbirds og heimskunnum tónlistarmönnum á borð við Mick Jagger, Tinu Turner, LeAnn Rimes og Stevie Wonder. Í úttekt tímaritsins Rolling Stone árið 2011 yfir bestu gítarleikara allra tíma varð hann í fimmta sæti og sagður einn áhrifamesti gítarleikari rokksögunnar. Smíðaði gítar ellefu ára Aðspurður hvers vegna hann ákvað að gerast gítarleikari segist Beck hafa orðið fyrir áhrifum frá frænda sínum sem var fiðluleikari. „Hann hafði gaman af djassi en svo sneri hann baki við honum. Mér fannst merkilegt hvernig hann gat hatað þessa tónlist sem hann hafði áður elskað. Við vorum vinir þangað til hann komst að því að ég elskaði rokk og ról. Þá hætti hann að tala við mig,“ segir hann og hlær. „Móðir mín var píanóleikari og pabbi minn var mikill djassaðdáandi. Þannig að það voru klassísk áhrif öðrum megin og djassáhrif hinum megin. Mitt á milli kom rokkið. Í kringum ellefu ára aldur prófaði ég að búa til minn eigin gítar og eftir það var ekki aftur snúið.“ Hann segist ekki hafa fengið innblástur frá neinum sérstökum gítarleikara á sínum yngri árum. Hann hlustaði á plötur Gene Vincent og Elvis Presley þegar rokkið var að koma fram á sjónarsviðið og þróaði smám saman sinn eigin stíl. „Ég er undir miklum áhrifum frá melódíum og mér finnst gítarinn vera hljóðfæri sem getur búið til frábærar melódíur.“ Rekinn úr The Yardbirds Beck gekk til liðs við hljómsveitina The Yardbirds árið 1965. Þar tók hann við af Eric Clapton eftir að Jimmy Page, sem síðar varð gítarleikari Led Zeppelin, mælti með honum. Tími Beck í The Yardbirds var ekki langur því hann var rekinn á miðri tónleikaferð um Bandaríkin. Í framhaldinu gaf hann út plötuna Beck"s Bolero þar sem Jimmy Page, John Paul Jones, Nicky Hopkins og Keith Moon úr The Who spiluðu með honum. Síðar stofnaði hann The Jeff Beck Group þar sem Rod Stewart var söngvari og Ronnie Wood úr The Rolling Stones bassaleikari. „Við vorum þrír svipaðir gaurar. Við elskuðum að spila blús og vildum gera okkar eigin útgáfu af honum.“ The Jeff Beck Group gaf út tvær hljómplötur áður en hún hætti störfum 1969. Hafnaði The Rolling Stones Árið 1974 gaf Beck út sína fyrstu sólóplötu, Blow By Blow, með aðstoð upptökustjóra Bítlanna, George Martin. Skömmu áður hafði Beck komið til greina sem næsti gítarleikari The Rolling Stones í staðinn fyrir Mick Taylor og fóru eins konar áheyrnarprufur fram í Rotterdam í Hollandi. „Þeir plötuðu mig til að fara til Rotterdam. Umboðsmenn mínir sögðu mér ekki að ég kæmi alvarlega til greina sem staðgengill. Þegar ég kom til Rotterdam héldu allir að fyrst ég var mættur þangað myndi ég sjálfkrafa samþykkja að ganga til liðs við Stones. Ég var þarna í þrjá daga og skildi svo eftir bréf þar sem stóð að ég mér þætti þetta leitt en ég gæti þetta bara ekki.“. Spurður hvers vegna, segist hann ekki hafa haft áhuga á að taka þátt í djammlíferni Keith Richards og félaga. „Ég var búinn með allan þann pakka og vildi halda áfram með tónlistina. Einum eða tveimur vikum fyrr hafði ég fengið skilaboð frá George Martin um að hann væri til í að gera með mér plötu. Ég varð að taka ákvörðun á staðnum. Fara í Stones eða ekki og auðvitað var George Martin rétti maðurinn. Hann kom ferli mínum á flug með Blow By Blow. Ég hefði ekki getað tekið betri ákvörðun,“ segir hann. „En ég spilaði samt með þeim [The Rolling Stones] í O2-höllinni fyrir um mánuði síðan og hafði mjög gaman af því.“ Spilaði undir hjá Pavarotti Skömmu eftir að óperusöngvarinn Luciano Pavarotti lést árið 2007 var Beck beðinn um að spila undir söng hans í nýrri útgáfu af laginu Caruso. „Ég lærði þetta lag Caruso í rangri tóntegund. Ég var með 65 manna strengjasveit fyrir framan mig og var í tómum vandræðum. Þegar hljómsveitarstjórinn sá það sagði hann: „Þetta er ekkert mál. Við skulum breytta okkar tóntegund“. Þannig að þessi 65 manna sveit hjálpaði mér, sem var hið besta mál, en þetta var ansi taugastrekkjandi,“ segir hann. „Ég fór á heimili Pavarotti í Modena. Þarna voru myndir af honum með Bon Jovi og fleirum og hann var mikill rokkari. Það er leiðinlegt að hafa ekki náð að spila með honum.“ Beck er eins og gefur að skilja eftirsóttur gítarleikari og spilar til að mynda í haust á næstu sólóplötu Brians Wilson úr The Beach Boys. Öllum sama um heimþrá Beck lauk í fyrra þriggja ára tónleikaferð um heiminn til að fylgja eftir sinni tíundu hljóðversplötu, Emotion & Commotion, þar sem Joss Stone, Imelda May og Olivia Safe voru söngvarar. „Eftir það þurfti ég smá hvíld en ég gæti samt ekki átt betra líf. En það eru dökkar hliðar á þessu tónleikalífi. Ef þér líður illa og ert haldinn heimþrá er öllum sama um það. Þú verður bara að halda áfram þínu striki. Ef þú fylgir ekki lögmálum tónlistarbransans endistu ekki lengi í honum.“ Hann bætir við skattarnir í Bretlandi, sem eru 50%, hjálpi ekki til. „Maður á ekki að hugsa um þetta en þegar maður er í miðju Rússlandi í þrjátíu gráðu frosti hvarflar það að manni þeir fái helminginn. Við elskum samt starfið okkar og það er ekkert betra en þegar maður stígur af sviðinu og fólk hefur fílað það sem maður var að gera.“
Mest lesið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira