Quasimoto snýr aftur Kjartan Guðmundsson skrifar 13. júní 2013 16:00 Margir aðdáendur hipphopp-tónlistar glöddust innilega þegar út spurðist fyrir skemmstu að von væri á nýrri plötu frá Quasimoto, teiknuðu öðru sjálfi pródúsersins Madlib, en sá heitir í raun Otis Jackson Jr., er uppalinn í Kaliforníu Bandaríkjanna og stendur á fertugu. Átta ár eru síðan sá teiknaði sendi síðast frá sér efni (The Further Adventures of Lord Quas frá 2005) en frumraun hans, The Unseen, kom út árið 2000 og vakti gríðarlega lukku. Tónlistartímaritið Spin valdi hana sem eina af bestu plötum ársins og Madlib þótti líka forsjáll í þeirri aðgerð að gera teiknimyndapersónu að andliti músíkatriðis – nokkuð sem Damon Albarn lék eftir með Gorillaz með góðum árangri örskömmu síðar. Fljótlega kom í ljós að nýja platan frá Quasimoto, Yessir Whatever, er nokkurs konar safnskífa með lögum sem orðið hafa til á síðustu tólf árum. Nokkur þeirra eru löngu ófáanlegar b-hliðar en önnur hafa aldrei komið út áður og eru hljóðblönduð í fyrsta sinn á plötunni. Því má í raun með ágætis móti kalla Yessir Whatever nýja plötu frá hinum ímyndaða rappara. Madlib, skapari Quasimoto (sem minnir meira en lítið á hina ástsælu tuskubrúðu ALF úr sjónvarpsþáttum níunda áratugarins, en ávallt með rauðan múrstein í hendi), hefur verið afkastamikill upptökustjóri frá því í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar og starfaði meðal annars með Alkaholiks og J Dilla áður en hann sendi frá sér The Unseen. Sjálfur rappar Madlib líka í lögum sem gefin eru út undir nafni Quasimoto, en þá sem hjálparhella þess teiknaða sem er öllu æstari, með hvella rödd og leyfir sér að segja ýmislegt sem upptökustjóranum dytti aldrei í hug. Yessir Whatever kemur út næsta þriðjudag en þegar hafa birst nokkrir dómar um plötuna í erlendum vefmiðlum. Flestir eru þeir jákvæðir, þótt mörgum þyki verkið ekki jafnast á við tvær fyrri plötur Quasimoto. Þá eiga dæmendurnir flestir sameiginlegt að bíða spenntir eftir annarri „alvöru“ nýrri plötu frá Quasimoto og vonast til að ekki líði önnur átta ár þar til slík lítur dagsins ljós. Mest lesið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Margir aðdáendur hipphopp-tónlistar glöddust innilega þegar út spurðist fyrir skemmstu að von væri á nýrri plötu frá Quasimoto, teiknuðu öðru sjálfi pródúsersins Madlib, en sá heitir í raun Otis Jackson Jr., er uppalinn í Kaliforníu Bandaríkjanna og stendur á fertugu. Átta ár eru síðan sá teiknaði sendi síðast frá sér efni (The Further Adventures of Lord Quas frá 2005) en frumraun hans, The Unseen, kom út árið 2000 og vakti gríðarlega lukku. Tónlistartímaritið Spin valdi hana sem eina af bestu plötum ársins og Madlib þótti líka forsjáll í þeirri aðgerð að gera teiknimyndapersónu að andliti músíkatriðis – nokkuð sem Damon Albarn lék eftir með Gorillaz með góðum árangri örskömmu síðar. Fljótlega kom í ljós að nýja platan frá Quasimoto, Yessir Whatever, er nokkurs konar safnskífa með lögum sem orðið hafa til á síðustu tólf árum. Nokkur þeirra eru löngu ófáanlegar b-hliðar en önnur hafa aldrei komið út áður og eru hljóðblönduð í fyrsta sinn á plötunni. Því má í raun með ágætis móti kalla Yessir Whatever nýja plötu frá hinum ímyndaða rappara. Madlib, skapari Quasimoto (sem minnir meira en lítið á hina ástsælu tuskubrúðu ALF úr sjónvarpsþáttum níunda áratugarins, en ávallt með rauðan múrstein í hendi), hefur verið afkastamikill upptökustjóri frá því í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar og starfaði meðal annars með Alkaholiks og J Dilla áður en hann sendi frá sér The Unseen. Sjálfur rappar Madlib líka í lögum sem gefin eru út undir nafni Quasimoto, en þá sem hjálparhella þess teiknaða sem er öllu æstari, með hvella rödd og leyfir sér að segja ýmislegt sem upptökustjóranum dytti aldrei í hug. Yessir Whatever kemur út næsta þriðjudag en þegar hafa birst nokkrir dómar um plötuna í erlendum vefmiðlum. Flestir eru þeir jákvæðir, þótt mörgum þyki verkið ekki jafnast á við tvær fyrri plötur Quasimoto. Þá eiga dæmendurnir flestir sameiginlegt að bíða spenntir eftir annarri „alvöru“ nýrri plötu frá Quasimoto og vonast til að ekki líði önnur átta ár þar til slík lítur dagsins ljós.
Mest lesið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira