Framsókn er nýi Besti flokkurinn Mikael Torfason skrifar 6. apríl 2013 06:00 Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 ætlar nærri annar hver Íslendingur að kjósa Framsóknarflokkinn. Hann er langstærsti flokkurinn. Framsókn er nýi Besti flokkurinn en nokkru fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar fékk Besti flokkurinn hreinan meirihluta í skoðanakönnunum. Enn eru þrjár vikur til kosninga og oft er talað um að ein vika sé langur tími í pólitík. Þrjár vikur geta því verið eins og heil eilífð. Það undarlega samt við fylgi Framsóknarflokksins er að fáir kannast við að ætla að kjósa hann. Vegna fortíðar flokksins eru kjósendurnir ekki mjög yfirlýsingaglaðir. Andstæðingar hans aftur á móti keppast við að lýsa því yfir á samskiptamiðlum og á öðrum opinberum vettvangi að fátt sé jafn slæmt og að ætla Framsóknarflokki atkvæði sitt. Það er engu líkara en þjóðin sé klofin. Þögli meirihlutinn sem ætlar að kjósa Framsókn annars vegar og háværi minnihlutinn sem úthrópar flokkinn í greinum og viðtölum hins vegar. Enda er það þannig að samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofu Íslands 2012 á nær helmingur heimila erfitt með að ná endum saman. Hinn helmingurinn er bjartsýnn og sér batamerki á fjárhag sínum milli ára. Sé kafað dýpra í tölur Hagstofunnar kemur fram að þrátt fyrir að annað mætti skilja af umræðunni fjölgar þeim heimilum sem ná endum saman um næstum fimm þúsund á milli ára. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Í fyrsta sinn síðan í hruninu sjást teikn um betri horfur. Fjölskyldum sem telja húsnæðiskostnað þunga byrði fækkar. En kostnaður við húsnæðislán virðist aðalkosningamálið. Framsóknarflokkurinn lofar að lækka skuldirnar og er sagður fá fylgið vegna þeirra fyrirheita. Fylgi Framsóknar samkvæmt könnunum er mikið. Hugsanlega verður þetta ekki niðurstaða kosninga. Besti flokkurinn náði mikilli uppsveiflu um tíma en fylgið dalaði þó töluvert þegar atkvæði voru talin á kjördag. Sigmundur Davíð er á sinn hátt okkar nýi Jón Gnarr. Jón varð borgarstjóri þegar hann lofaði að gera alls konar og sagðist fyrst og fremst sækjast eftir þægilegri innivinnu. Hann ætlaði að hygla vinum sínum næði hann kjöri. Fólk var komið með svo nóg af stjórnmálafólki að mörgum þótti það hljóma gáfulega og Jón vann borgina. Tilsvör Sigmundar Davíðs eru önnur en Jóns Gnarr. Þau falla samt í álíka góðan jarðveg. Sigmundur segist ekki bara ætla að lækka skuldirnar okkar heldur vill hann láta vogunarsjóðina borga reikninginn. Það bjóst enginn við að Jón Gnarr myndi standa við sín loforð, ef loforð skyldu kalla. Gera má ráð fyrir að því sé öfugt farið hvað væntanlega kjósendur Framsóknarflokksins varðar. Fólk á von á sínum happdrættisvinningi ef kosningaúrslit alþingiskosninga verða í takt við kannanir. Spurningin er bara hvort Sigmundur Davíð eigi eftir að koma okkur jafn mikið á óvart og Jón Gnarr? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mikael Torfason Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 ætlar nærri annar hver Íslendingur að kjósa Framsóknarflokkinn. Hann er langstærsti flokkurinn. Framsókn er nýi Besti flokkurinn en nokkru fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar fékk Besti flokkurinn hreinan meirihluta í skoðanakönnunum. Enn eru þrjár vikur til kosninga og oft er talað um að ein vika sé langur tími í pólitík. Þrjár vikur geta því verið eins og heil eilífð. Það undarlega samt við fylgi Framsóknarflokksins er að fáir kannast við að ætla að kjósa hann. Vegna fortíðar flokksins eru kjósendurnir ekki mjög yfirlýsingaglaðir. Andstæðingar hans aftur á móti keppast við að lýsa því yfir á samskiptamiðlum og á öðrum opinberum vettvangi að fátt sé jafn slæmt og að ætla Framsóknarflokki atkvæði sitt. Það er engu líkara en þjóðin sé klofin. Þögli meirihlutinn sem ætlar að kjósa Framsókn annars vegar og háværi minnihlutinn sem úthrópar flokkinn í greinum og viðtölum hins vegar. Enda er það þannig að samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofu Íslands 2012 á nær helmingur heimila erfitt með að ná endum saman. Hinn helmingurinn er bjartsýnn og sér batamerki á fjárhag sínum milli ára. Sé kafað dýpra í tölur Hagstofunnar kemur fram að þrátt fyrir að annað mætti skilja af umræðunni fjölgar þeim heimilum sem ná endum saman um næstum fimm þúsund á milli ára. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Í fyrsta sinn síðan í hruninu sjást teikn um betri horfur. Fjölskyldum sem telja húsnæðiskostnað þunga byrði fækkar. En kostnaður við húsnæðislán virðist aðalkosningamálið. Framsóknarflokkurinn lofar að lækka skuldirnar og er sagður fá fylgið vegna þeirra fyrirheita. Fylgi Framsóknar samkvæmt könnunum er mikið. Hugsanlega verður þetta ekki niðurstaða kosninga. Besti flokkurinn náði mikilli uppsveiflu um tíma en fylgið dalaði þó töluvert þegar atkvæði voru talin á kjördag. Sigmundur Davíð er á sinn hátt okkar nýi Jón Gnarr. Jón varð borgarstjóri þegar hann lofaði að gera alls konar og sagðist fyrst og fremst sækjast eftir þægilegri innivinnu. Hann ætlaði að hygla vinum sínum næði hann kjöri. Fólk var komið með svo nóg af stjórnmálafólki að mörgum þótti það hljóma gáfulega og Jón vann borgina. Tilsvör Sigmundar Davíðs eru önnur en Jóns Gnarr. Þau falla samt í álíka góðan jarðveg. Sigmundur segist ekki bara ætla að lækka skuldirnar okkar heldur vill hann láta vogunarsjóðina borga reikninginn. Það bjóst enginn við að Jón Gnarr myndi standa við sín loforð, ef loforð skyldu kalla. Gera má ráð fyrir að því sé öfugt farið hvað væntanlega kjósendur Framsóknarflokksins varðar. Fólk á von á sínum happdrættisvinningi ef kosningaúrslit alþingiskosninga verða í takt við kannanir. Spurningin er bara hvort Sigmundur Davíð eigi eftir að koma okkur jafn mikið á óvart og Jón Gnarr?
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun