Evróvisjón sungið sitt síðasta 26. mars 2013 06:00 Eyþór Ingi mun taka þátt í Eurovision í ár, ekki Evróvisjón. Mynd/ Skjáskot Rúv. „Orðið Evróvisjón hefur verið notað alllengi og það má eiginlega segja að það hafi verið tilraun sem ekki gekk upp," segir Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur RÚV. Anna Sigríður sendi út tilmæli á starfsfólk RÚV í síðustu viku þess efnis að nú skuli nota enska orðið Eurovision í stað Evróvisjón. „Þessi umræða kemur upp á hverju ári. Í fyrra gaf ég út að nota skyldi orðið Evróvisjón en nú hef ég dregið það til baka," segir Anna Sigríður. Hún segir rökin fyrir ákvörðuninni vera þrenn. Að aðstandendur Eurovision leggi mikla áherslu á vörumerkið, því að hérlendis tíðkist yfirleitt ekki að íslenska erlend vörumerki og því að orðið Evróvisjón sé bara hálf íslenskt. „Fyrri hluti orðsins, evró, er góður og gildur en síðari hlutinn, visjón, er hins vegar ekki orð og lagar sig ekki að íslenskri málfræði," segir hún. Orðið Evróvisjón hefur verið notað í daglegu tali hérlendis um langt skeið þar sem íslenskt heiti keppninnar, Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, þykir langt og óþjált. Spurð hvort henni finnist hún vera að breyta sögunni með að taka orðið út segir Anna Sigríður svo ekki vera. „Það virðast samt flestir vera ánægðir með þessa ákvörðun. Svo verðum við að sjá til. Ef einhver kemur með snjallt íslenskt heiti gæti þessi ákvörðun verið endurskoðuð," segir hún kát. Undirbúningur fyrir Eurovision er nú á fullu hjá RÚV og opnuð hefur verið síða fyrir keppnina á vefsíðu ruv.is. Þar er meðal annars að finna netútvarp þar sem aðdáendur geta hlustað á gömul og ný Eurovision-lög út í eitt.- trs Tónlist Mest lesið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Orðið Evróvisjón hefur verið notað alllengi og það má eiginlega segja að það hafi verið tilraun sem ekki gekk upp," segir Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur RÚV. Anna Sigríður sendi út tilmæli á starfsfólk RÚV í síðustu viku þess efnis að nú skuli nota enska orðið Eurovision í stað Evróvisjón. „Þessi umræða kemur upp á hverju ári. Í fyrra gaf ég út að nota skyldi orðið Evróvisjón en nú hef ég dregið það til baka," segir Anna Sigríður. Hún segir rökin fyrir ákvörðuninni vera þrenn. Að aðstandendur Eurovision leggi mikla áherslu á vörumerkið, því að hérlendis tíðkist yfirleitt ekki að íslenska erlend vörumerki og því að orðið Evróvisjón sé bara hálf íslenskt. „Fyrri hluti orðsins, evró, er góður og gildur en síðari hlutinn, visjón, er hins vegar ekki orð og lagar sig ekki að íslenskri málfræði," segir hún. Orðið Evróvisjón hefur verið notað í daglegu tali hérlendis um langt skeið þar sem íslenskt heiti keppninnar, Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, þykir langt og óþjált. Spurð hvort henni finnist hún vera að breyta sögunni með að taka orðið út segir Anna Sigríður svo ekki vera. „Það virðast samt flestir vera ánægðir með þessa ákvörðun. Svo verðum við að sjá til. Ef einhver kemur með snjallt íslenskt heiti gæti þessi ákvörðun verið endurskoðuð," segir hún kát. Undirbúningur fyrir Eurovision er nú á fullu hjá RÚV og opnuð hefur verið síða fyrir keppnina á vefsíðu ruv.is. Þar er meðal annars að finna netútvarp þar sem aðdáendur geta hlustað á gömul og ný Eurovision-lög út í eitt.- trs
Tónlist Mest lesið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira