Loforð um loft 12. febrúar 2013 06:00 Framsóknarflokkurinn hélt flokksþing sitt um helgina. Ein þeirra ályktana sem þar voru samþykktar snýst um afnám verðtryggingar. Útfærsla á að vera tilbúin fyrir árslok 2013. Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri hreyfingin – grænt framboð, Björt framtíð, Hægri grænir og Dögun hafa allir sambærilega stefnu, þó að blæbrigðamunur sé á. Enginn þeirra hefur hins vegar sett fram leið til að framkvæma þetta án þess að setja annað hvort ríkissjóð eða lífeyrissjóðakerfið á höfuðið. Það eru margar spurningar sem vakna við þennan loforðaflaum. Er gerlegt að afnema verðtryggingu og ef svo er, af hverju hefur það ekki þegar verið gert? Eða er loforð um afnám verðtryggingar einfaldlega næla sem stjórnmálaflokkarnir festa í barminn þegar líður að kosningum, en stinga síðan í vasann þegar aðkoma þeirra að völdum hefur verið tryggð í fjögur ár til viðbótar? Í því samhengi má benda á að allir þeir fimm flokkar sem áttu sæti á Alþingi fyrir kosningarnar 2009 höfðu samþykkt ályktanir um afnám verðtryggingar á landsfundum sínum. Þrátt fyrir þá þverpólitísku sátt lifir hún hins vegar enn góðu lífi. Augljóst er að margir Íslendingar telja að með loforðum sínum um afnám verðtryggingar felist einhver kjarabót fyrir þá vegna þeirra lána sem þeir eru þegar með. Svo er ekki. Afnám verðtryggingar tekur áratugi, enda ekki hægt að láta hana gilda afturvirkt. Formlegt lagalegt afnám hennar myndi því ekki hafa nein áhrif á þá verðtryggðu lánasamninga sem þegar hafa verið gerðir. Sumir vilja meina að verðtryggð neytendalán kunni að vera ólögmæt frá því að hin svokallaða MiFID-tilskipun var innleidd á Íslandi í byrjun nóvember 2007. Samkvæmt henni eru verðtryggð lán afleiður sem ekki má selja öðrum fjárfestum en þeim sem hafa sérstaka þekkingu á slíkum fjármálagjörningum. Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 45 prósent frá innleiðingu tilskipunarinnar. Verði verðtryggðu lánin dæmd ólögleg frá þeim tíma myndu endurgreiðslur hlaupa á hundruðum milljarða króna. Annaðhvort ríkissjóður, sem á Íbúðalánasjóð (ÍLS), eða lífeyrissjóðir landsins, sem eiga flestar skuldir ÍLS, þyrftu að taka á sig þann kostnað, og fara á hliðina í kjölfarið. Það fengi ekki að gerast. Varðandi framtíðarlánamöguleika Íslendinga virðist ekki vera mikil þörf á að afnema verðtryggð lán sem valkost. Það hafa neytendur þegar gert upp á eigin spýtur. Á þremur árum 4,5-faldaðist hlutfall óverðtryggðra skulda heimilanna, að yfirdráttarlánum undanskildum. Á fyrstu fjórum mánuðum síðasta árs voru 92 prósent allra nýrra íbúðalána sem bankar veittu óverðtryggð. Á sama tíma hafa neytendur hafnað ÍLS sem lánveitanda. Heildarútlán sjóðsins í desember síðastliðnum voru undir milljarði króna. Upphæð nýrra lána sjóðsins hefur ekki verið minni á einum mánuði, að raungildi, í sjö ár. Í sama mánuði námu uppgreiðslur lána 1,3 milljarði króna, og því var meira greitt upp en lánað var út. Verðtryggð neytendalán eru galin. Ekkert annað land í heiminum byggir útlánakerfi sitt á slíkum. En þau eru til vegna gjaldmiðilsins. Það er ekki hægt að afnema verðtryggingu nema að skipta út krónunni. Það er ekki ein leiðanna. Það er eina leiðin. Annað er innihaldslaust loft. Vonandi mun komandi ríkisstjórn, sama hvaða flokkar það verða sem í henni sitja, bera gæfu til að sjá þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn hélt flokksþing sitt um helgina. Ein þeirra ályktana sem þar voru samþykktar snýst um afnám verðtryggingar. Útfærsla á að vera tilbúin fyrir árslok 2013. Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri hreyfingin – grænt framboð, Björt framtíð, Hægri grænir og Dögun hafa allir sambærilega stefnu, þó að blæbrigðamunur sé á. Enginn þeirra hefur hins vegar sett fram leið til að framkvæma þetta án þess að setja annað hvort ríkissjóð eða lífeyrissjóðakerfið á höfuðið. Það eru margar spurningar sem vakna við þennan loforðaflaum. Er gerlegt að afnema verðtryggingu og ef svo er, af hverju hefur það ekki þegar verið gert? Eða er loforð um afnám verðtryggingar einfaldlega næla sem stjórnmálaflokkarnir festa í barminn þegar líður að kosningum, en stinga síðan í vasann þegar aðkoma þeirra að völdum hefur verið tryggð í fjögur ár til viðbótar? Í því samhengi má benda á að allir þeir fimm flokkar sem áttu sæti á Alþingi fyrir kosningarnar 2009 höfðu samþykkt ályktanir um afnám verðtryggingar á landsfundum sínum. Þrátt fyrir þá þverpólitísku sátt lifir hún hins vegar enn góðu lífi. Augljóst er að margir Íslendingar telja að með loforðum sínum um afnám verðtryggingar felist einhver kjarabót fyrir þá vegna þeirra lána sem þeir eru þegar með. Svo er ekki. Afnám verðtryggingar tekur áratugi, enda ekki hægt að láta hana gilda afturvirkt. Formlegt lagalegt afnám hennar myndi því ekki hafa nein áhrif á þá verðtryggðu lánasamninga sem þegar hafa verið gerðir. Sumir vilja meina að verðtryggð neytendalán kunni að vera ólögmæt frá því að hin svokallaða MiFID-tilskipun var innleidd á Íslandi í byrjun nóvember 2007. Samkvæmt henni eru verðtryggð lán afleiður sem ekki má selja öðrum fjárfestum en þeim sem hafa sérstaka þekkingu á slíkum fjármálagjörningum. Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 45 prósent frá innleiðingu tilskipunarinnar. Verði verðtryggðu lánin dæmd ólögleg frá þeim tíma myndu endurgreiðslur hlaupa á hundruðum milljarða króna. Annaðhvort ríkissjóður, sem á Íbúðalánasjóð (ÍLS), eða lífeyrissjóðir landsins, sem eiga flestar skuldir ÍLS, þyrftu að taka á sig þann kostnað, og fara á hliðina í kjölfarið. Það fengi ekki að gerast. Varðandi framtíðarlánamöguleika Íslendinga virðist ekki vera mikil þörf á að afnema verðtryggð lán sem valkost. Það hafa neytendur þegar gert upp á eigin spýtur. Á þremur árum 4,5-faldaðist hlutfall óverðtryggðra skulda heimilanna, að yfirdráttarlánum undanskildum. Á fyrstu fjórum mánuðum síðasta árs voru 92 prósent allra nýrra íbúðalána sem bankar veittu óverðtryggð. Á sama tíma hafa neytendur hafnað ÍLS sem lánveitanda. Heildarútlán sjóðsins í desember síðastliðnum voru undir milljarði króna. Upphæð nýrra lána sjóðsins hefur ekki verið minni á einum mánuði, að raungildi, í sjö ár. Í sama mánuði námu uppgreiðslur lána 1,3 milljarði króna, og því var meira greitt upp en lánað var út. Verðtryggð neytendalán eru galin. Ekkert annað land í heiminum byggir útlánakerfi sitt á slíkum. En þau eru til vegna gjaldmiðilsins. Það er ekki hægt að afnema verðtryggingu nema að skipta út krónunni. Það er ekki ein leiðanna. Það er eina leiðin. Annað er innihaldslaust loft. Vonandi mun komandi ríkisstjórn, sama hvaða flokkar það verða sem í henni sitja, bera gæfu til að sjá þetta.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun