Voru herbergisfélagar í átján ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2013 08:00 John og Jim Harbaugh hafa verið í ótal viðtölum síðustu vikur. Mynd/AP Super Bowl í ár hefur fengið gælunafnið Harbaugh Bowl og ekki að ástæðulausu. Fyrstu bræðurnir til að þjálfa á sama tíma í ameríska fótboltanum mætast þá með lið sín í úrslitaleik ameríska fótboltans, sem fer fram í New Orleans á sunnudaginn. John Harbaugh er fimmtán mánuðum eldri en Jim og hefur verið þjálfari NFL-deildinni þremur árum lengur. John náði þó aldrei að spila í deildinni en Jim var leikmaður í fjórtán tímabil frá 1987 til 2000. Þeir voru herbergisfélagar í átján ár og fengu báðir góða innsýn í starf þjálfarans því faðir þeirra, Jack, þjálfaði í 41 ár í háskólafótboltanum. „Þegar við vorum yngri mættum við hvor öðrum í bakgarðinum í ímynduðum Super Bowl-leik en við vorum þá að spila en ekki að þjálfa. Við héldum alltaf að við myndum ná að spila í Super Bowl. Jim komst aðeins nær því en ég en það tókst hjá hvorugum. Menn segja „ef þú nærð því ekki sem leikmaður, gerðu það þá sem þjálfari" og þetta er okkar tækifæri," sagði John Harbaugh, sem hefur farið með Baltimore Ravens í úrslitakeppnina öll fimm ár sín í deildinni. Jim Harbaugh hefur líka gert frábæra hluti síðan hann tók við liði San Francisco 49ers árið 2011 og hann tók eina stærstu ákvörðun síðari tíma þegar hann skipti um leikstjórnanda á miðju tímabili. Alex Smith var búinn að skila flottum tölum en liðið hefur blómstrað síðan hinn litríki Colin Kaepernick fór að stýra sóknarleik liðsins, enda óútreiknanlegur og jafn hættulegur á hlaupum og í köstum. Maður dagsins og maður úrslitakeppninnar hefur þó verið Ray Lewis, varnarmaður Baltimore Ravens. Hann meiddist illa á tímabilinu, tókst að ná sér góðum fyrir úrslitakeppnina og hefur síðan farið á kostum í ævintýri Ravens-liðsins vitandi það að þetta séu síðustu leikir hans á ferlinum. Það verður eflaust mikið um dramatík og dansa hjá Lewis á sunnudaginn. Hann mun þá kveðja NFL eftir 17 frábær ár en aðeins á eftir að koma í ljóst hvort hið mikla ævintýri Ravens-liðsins fær fullkominn endi. Leikurinn hefst eitt eftir miðnætti á morgun og er í beinni á ESPN America á fjölvarpinu. NFL Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Vildi ekki rota og meiða Tyson Sjá meira
Super Bowl í ár hefur fengið gælunafnið Harbaugh Bowl og ekki að ástæðulausu. Fyrstu bræðurnir til að þjálfa á sama tíma í ameríska fótboltanum mætast þá með lið sín í úrslitaleik ameríska fótboltans, sem fer fram í New Orleans á sunnudaginn. John Harbaugh er fimmtán mánuðum eldri en Jim og hefur verið þjálfari NFL-deildinni þremur árum lengur. John náði þó aldrei að spila í deildinni en Jim var leikmaður í fjórtán tímabil frá 1987 til 2000. Þeir voru herbergisfélagar í átján ár og fengu báðir góða innsýn í starf þjálfarans því faðir þeirra, Jack, þjálfaði í 41 ár í háskólafótboltanum. „Þegar við vorum yngri mættum við hvor öðrum í bakgarðinum í ímynduðum Super Bowl-leik en við vorum þá að spila en ekki að þjálfa. Við héldum alltaf að við myndum ná að spila í Super Bowl. Jim komst aðeins nær því en ég en það tókst hjá hvorugum. Menn segja „ef þú nærð því ekki sem leikmaður, gerðu það þá sem þjálfari" og þetta er okkar tækifæri," sagði John Harbaugh, sem hefur farið með Baltimore Ravens í úrslitakeppnina öll fimm ár sín í deildinni. Jim Harbaugh hefur líka gert frábæra hluti síðan hann tók við liði San Francisco 49ers árið 2011 og hann tók eina stærstu ákvörðun síðari tíma þegar hann skipti um leikstjórnanda á miðju tímabili. Alex Smith var búinn að skila flottum tölum en liðið hefur blómstrað síðan hinn litríki Colin Kaepernick fór að stýra sóknarleik liðsins, enda óútreiknanlegur og jafn hættulegur á hlaupum og í köstum. Maður dagsins og maður úrslitakeppninnar hefur þó verið Ray Lewis, varnarmaður Baltimore Ravens. Hann meiddist illa á tímabilinu, tókst að ná sér góðum fyrir úrslitakeppnina og hefur síðan farið á kostum í ævintýri Ravens-liðsins vitandi það að þetta séu síðustu leikir hans á ferlinum. Það verður eflaust mikið um dramatík og dansa hjá Lewis á sunnudaginn. Hann mun þá kveðja NFL eftir 17 frábær ár en aðeins á eftir að koma í ljóst hvort hið mikla ævintýri Ravens-liðsins fær fullkominn endi. Leikurinn hefst eitt eftir miðnætti á morgun og er í beinni á ESPN America á fjölvarpinu.
NFL Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Vildi ekki rota og meiða Tyson Sjá meira