Mögnuð endurkoma hjá Sixto Rodriguez Freyr Bjarnason skrifar 24. janúar 2013 07:00 Bandaríski tónlistarmaðurinn Sixto Rodriguez hefur heldur betur slegið í gegn upp á síðkastið.nordipchotos/getty Bandaríski tónlistarmaðurinn Sixto Rodriguez hefur slegið í gegn eftir að heimildarmyndin Searching For Sugarman var frumsýnd á síðasta ári. Hinn sjötugi Rodriguez hefur verið kallaður „mesta tónlistarátrúnaðargoð áttunda áratugarins sem aldrei varð frægt". Núna eftir sýningu þessarar verðlaunuðu myndar, sem var nýlega tilnefnd til Óskarsverðlaunanna, virðist sem hans tími í sviðsljósinu hafi loksins runnið upp. Hann er bókaður á tónleikum á „heimavelli" sínum í Suður-Afríku, Ástralíu og Bandaríkjunum á næstu mánuðum og í sumar spilar hann á hátíðunum Glastonbury, Coachella og Primavera. Einnig spilar hann í hinni virtu tónleikahöll Royal Albert Hall í London. Í nóvember spilaði hann þrettán sinnum fyrir fullu húsi, þrjú þúsund manns, í Bretlandi og nýtur því greinilega mikilla vinsælda þar. Þegar upptökustjórar sáu Rodriguez spila á bar í Detroit seint á sjöunda áratugnum héldu þeir að þeir hefðu uppgötvað hinn nýja Bob Dylan. Tónlistin var af þjóðlagaætt með sækadelískum undirtón og innihaldsríkum, andfélagslegum textum um veruleikann í Detroit. Einhverra hluta vegna var bandarískur almenningur ekki sammála. Fyrsta plata þessa Bandaríkjamanns sem er af mexíkóskum uppruna, Cold Fact, fékk mjög góða dóma og einnig sú næsta, Coming To Reality, en sárafáir keyptu þær. Rodriguez hvarf sjónum og orðrómur var lengi uppi um að hann hefði framið sjálfsvíg uppi á sviði. Eftir að sjóræningjaútgáfa af Cold Fact komst til Suður-Afríku varð hún ekki bara svakalega vinsæl, heldur varð hún óopinber biblía ungra mótmælenda gegn aðskilnaðarstefnunni. En það var ekki fyrr en tveir aðdáendur Rodriguez, Stephen „Sugar" Segerman og Craig Bartholemew, komust að því að hann væri enn á lífi og ætti heima í Detroit án þess að hafa hugmynd um að litið væri á hann sem goðsögn í Suður-Afríku, að boltinn fór að rúlla. Það eru ekki bara vel samin lög og textar Rodriguez í bland við Öskubuskusögu hans sem hafa heillað fólk eftir að myndin kom út. Hógværð hans og það hversu laus hann er við alla tilgerð hefur fallið í kramið því þessir mannkostir eru óvenjulegir í tónlistarbransanum. Tónlist Mest lesið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn Sixto Rodriguez hefur slegið í gegn eftir að heimildarmyndin Searching For Sugarman var frumsýnd á síðasta ári. Hinn sjötugi Rodriguez hefur verið kallaður „mesta tónlistarátrúnaðargoð áttunda áratugarins sem aldrei varð frægt". Núna eftir sýningu þessarar verðlaunuðu myndar, sem var nýlega tilnefnd til Óskarsverðlaunanna, virðist sem hans tími í sviðsljósinu hafi loksins runnið upp. Hann er bókaður á tónleikum á „heimavelli" sínum í Suður-Afríku, Ástralíu og Bandaríkjunum á næstu mánuðum og í sumar spilar hann á hátíðunum Glastonbury, Coachella og Primavera. Einnig spilar hann í hinni virtu tónleikahöll Royal Albert Hall í London. Í nóvember spilaði hann þrettán sinnum fyrir fullu húsi, þrjú þúsund manns, í Bretlandi og nýtur því greinilega mikilla vinsælda þar. Þegar upptökustjórar sáu Rodriguez spila á bar í Detroit seint á sjöunda áratugnum héldu þeir að þeir hefðu uppgötvað hinn nýja Bob Dylan. Tónlistin var af þjóðlagaætt með sækadelískum undirtón og innihaldsríkum, andfélagslegum textum um veruleikann í Detroit. Einhverra hluta vegna var bandarískur almenningur ekki sammála. Fyrsta plata þessa Bandaríkjamanns sem er af mexíkóskum uppruna, Cold Fact, fékk mjög góða dóma og einnig sú næsta, Coming To Reality, en sárafáir keyptu þær. Rodriguez hvarf sjónum og orðrómur var lengi uppi um að hann hefði framið sjálfsvíg uppi á sviði. Eftir að sjóræningjaútgáfa af Cold Fact komst til Suður-Afríku varð hún ekki bara svakalega vinsæl, heldur varð hún óopinber biblía ungra mótmælenda gegn aðskilnaðarstefnunni. En það var ekki fyrr en tveir aðdáendur Rodriguez, Stephen „Sugar" Segerman og Craig Bartholemew, komust að því að hann væri enn á lífi og ætti heima í Detroit án þess að hafa hugmynd um að litið væri á hann sem goðsögn í Suður-Afríku, að boltinn fór að rúlla. Það eru ekki bara vel samin lög og textar Rodriguez í bland við Öskubuskusögu hans sem hafa heillað fólk eftir að myndin kom út. Hógværð hans og það hversu laus hann er við alla tilgerð hefur fallið í kramið því þessir mannkostir eru óvenjulegir í tónlistarbransanum.
Tónlist Mest lesið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira