Eftirlæti gagnrýnenda Freyr Bjarnason skrifar 17. janúar 2013 06:00 Bandarísku indírokkararnir í Yo La Tengo gáfu á þriðjudaginn út sína þrettándu hljóðversplötu, Fade. Tríóið nýtur mikillar virðingar og hefur lengi verið eftirlæti gagnrýnenda en meginstraumsvinsældir hafa verið takmarkaðar, enda tónlistin oft á tíðum tilraunakennd, lágstemmd og innhverf. Yo La Tengo var stofnuð í bænum Hoboken í New Jersey af hjónunum Ira Kaplan og Georgia Hubley árið 1984. Fyrsta platan leit dagsins ljós tveimur árum síðar og hét Ride the Tiger. Árið 1993 hóf Yo La Tengo samstarf sitt við útgáfuna Matador og segja má að boltinn hafi byrjað að rúlla fyrir alvöru með sjöttu plötunni, Painful, sem kom út sama ár. Það var sú fyrsta með núverandi bassaleikara, James McNew, um borð í öllum lögunum. Painful var einnig fyrsta platan með Roger Moutenot sem upptökustjóra og átti hann eftir að stjórna upptökum á næstu sex plötum sveitarinnar. Ein sú þekktasta, I can hear the heart beating as one, kom út 1997 við mjög góðar undirtektir gagnrýnenda. Síðar meir náði hún í 25. sætið á lista vefsíðunnar Pitchfork yfir bestu plötur tíunda áratugarins. Yo La Tengo er þekkt fyrir að spila lög eftir aðra á tónleikum og á plötum sínum. Til að mynda tók hún Little Honda með Beach Boys á I can hear the heart beating as one og sömuleiðis lagið My little corner of the world, sem hljómaði í sjónvarpsþáttunum Gilmore Girls. Einnig kom hljómsveitin óvænt fram í kvikmyndinni I shot Andy Warhol sem New York-sveitin The Velvet Underground. Roger Moutenot er fjarri góðu gamni á Fade og í stað hans er sestur við takkaborðið John McEntire, liðsmaður síðrokkssveitarinnar Tortoise. Hann hefur áður tekið upp fyrir Bright Eyes, Stereolab og Teenage Fanclub. Platan þykir vera afturhvarf til I can hear the heart beating as one og And then nothing turned itself inside out, sem kom út 2000. Þar er góðum melódíum blandað saman við noise, shoegaze, strengja- og blásturshljóðfæri og alls kyns tilraunamennsku. Ekki kemur á óvart að Fade hefur fengið fyrirtaksdóma. The Guardian gefur henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum, The Independent gefur henni þrjár af fimm en Pitchfork splæsir á hana 8,1 af 10 í einkunn og vefsíðurnar Drowned in Sound og Clashmusic 8 af 10. Tónlist Mest lesið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Bandarísku indírokkararnir í Yo La Tengo gáfu á þriðjudaginn út sína þrettándu hljóðversplötu, Fade. Tríóið nýtur mikillar virðingar og hefur lengi verið eftirlæti gagnrýnenda en meginstraumsvinsældir hafa verið takmarkaðar, enda tónlistin oft á tíðum tilraunakennd, lágstemmd og innhverf. Yo La Tengo var stofnuð í bænum Hoboken í New Jersey af hjónunum Ira Kaplan og Georgia Hubley árið 1984. Fyrsta platan leit dagsins ljós tveimur árum síðar og hét Ride the Tiger. Árið 1993 hóf Yo La Tengo samstarf sitt við útgáfuna Matador og segja má að boltinn hafi byrjað að rúlla fyrir alvöru með sjöttu plötunni, Painful, sem kom út sama ár. Það var sú fyrsta með núverandi bassaleikara, James McNew, um borð í öllum lögunum. Painful var einnig fyrsta platan með Roger Moutenot sem upptökustjóra og átti hann eftir að stjórna upptökum á næstu sex plötum sveitarinnar. Ein sú þekktasta, I can hear the heart beating as one, kom út 1997 við mjög góðar undirtektir gagnrýnenda. Síðar meir náði hún í 25. sætið á lista vefsíðunnar Pitchfork yfir bestu plötur tíunda áratugarins. Yo La Tengo er þekkt fyrir að spila lög eftir aðra á tónleikum og á plötum sínum. Til að mynda tók hún Little Honda með Beach Boys á I can hear the heart beating as one og sömuleiðis lagið My little corner of the world, sem hljómaði í sjónvarpsþáttunum Gilmore Girls. Einnig kom hljómsveitin óvænt fram í kvikmyndinni I shot Andy Warhol sem New York-sveitin The Velvet Underground. Roger Moutenot er fjarri góðu gamni á Fade og í stað hans er sestur við takkaborðið John McEntire, liðsmaður síðrokkssveitarinnar Tortoise. Hann hefur áður tekið upp fyrir Bright Eyes, Stereolab og Teenage Fanclub. Platan þykir vera afturhvarf til I can hear the heart beating as one og And then nothing turned itself inside out, sem kom út 2000. Þar er góðum melódíum blandað saman við noise, shoegaze, strengja- og blásturshljóðfæri og alls kyns tilraunamennsku. Ekki kemur á óvart að Fade hefur fengið fyrirtaksdóma. The Guardian gefur henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum, The Independent gefur henni þrjár af fimm en Pitchfork splæsir á hana 8,1 af 10 í einkunn og vefsíðurnar Drowned in Sound og Clashmusic 8 af 10.
Tónlist Mest lesið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira