Tóku myndbandið upp á VHS-tökuvél Freyr Bjarnason skrifar 9. janúar 2013 11:00 Popparinn Davíð Berndsen er fluttur til Íslands eftir að hafa búið í Porto, næststærstu borg Portúgals, í tæpt ár. Davíð ákvað að flytja heim því nóg er að gera í tónlistinni, auk þess sem á hann von á barni 1. maí með kærustu sinni Guðrúnu Harðardóttur, systurdóttur Bryndísar Schram. Guðrún aðstoðaði einmitt við gerð nýs myndbands við lag kærastans, Game of Change, eða sem stílisti, búningahönnuður og við förðun. Myndbandið er hægt að sjá hér fyrir ofan. Því var leikstýrt af Þórhalli Gísla Samúelssyni og það var einmitt hann sem samdi lagið. Til að ná andrúmslofti níunda áratugarins fullkomlega gróf Þórhallur upp gamla VHS-vél sem pabbi hans keypti "83. Vélin kostaði á sínum tíma um hálfa milljón og þótti þá afar glæsileg. Tökurnar stóðu yfir í aðeins sex klukkustundir en Davíð Berndsen var heillengi að klippa myndbandið, eða í um þrjá mánuði, því hann þurfti eldgamlar græjur til að geta klárað eftirvinnsluna. "Það er gott að vera kominn heim," segir Davíð. "Ég var mikið að vinna í íslenskum verkefnum úti, aðallega að klára plötuna með Þórunni [Antoníu]." Þar á hann við Star-Crossed sem kom út í fyrra. Hann sér ekki eftir tímanum í Portúgal. "Það var frábært að vera þarna. Ég setti mér eitt takmark. Það var að spila í Casa da Música og ég náði því. Þetta er ótrúlega "speisuð" höll. Það er eins og sci-fi geimskip hafi lent í borginni." Davíð segir það einnig skipta máli að Hermigervill, eða Sveinbjörn Thorarensen, er fluttur heim til Íslands eftir dvöl í Hollandi. Hann segir þá félaga nánast óaðskiljanlega í tónlistinni og einnig telja margir að þeir séu bræður, enda svipaðir í útliti. Þeir eru einmitt með hljóðversaðstöðu hlið við hlið í Reykjavík og geta því borið saman bækur sínar með lítilli fyrirhöfn. Önnur sólóplata Berndsen, Planet Earth, er væntanleg í sumar. Þar kafar hann, ásamt Hermigervli, enn lengra ofan í "eitís"-tónlistina en hann gerði á sinni fyrstu plötu, Lover in the Dark, frá 2009. "Hún hljómaði eins og hún væri frá "85 til "86 en núna erum við að reyna að láta plötuna hljóma eins og hún sé frá "81. Við erum að fara lengra aftur í tímann," segir hann og hlær. Til þess beita þeir ýmsum meðölum og nota m.a. gömul kassettutæki og -hljóðgervla við upptökurnar. Tónlist Mest lesið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Popparinn Davíð Berndsen er fluttur til Íslands eftir að hafa búið í Porto, næststærstu borg Portúgals, í tæpt ár. Davíð ákvað að flytja heim því nóg er að gera í tónlistinni, auk þess sem á hann von á barni 1. maí með kærustu sinni Guðrúnu Harðardóttur, systurdóttur Bryndísar Schram. Guðrún aðstoðaði einmitt við gerð nýs myndbands við lag kærastans, Game of Change, eða sem stílisti, búningahönnuður og við förðun. Myndbandið er hægt að sjá hér fyrir ofan. Því var leikstýrt af Þórhalli Gísla Samúelssyni og það var einmitt hann sem samdi lagið. Til að ná andrúmslofti níunda áratugarins fullkomlega gróf Þórhallur upp gamla VHS-vél sem pabbi hans keypti "83. Vélin kostaði á sínum tíma um hálfa milljón og þótti þá afar glæsileg. Tökurnar stóðu yfir í aðeins sex klukkustundir en Davíð Berndsen var heillengi að klippa myndbandið, eða í um þrjá mánuði, því hann þurfti eldgamlar græjur til að geta klárað eftirvinnsluna. "Það er gott að vera kominn heim," segir Davíð. "Ég var mikið að vinna í íslenskum verkefnum úti, aðallega að klára plötuna með Þórunni [Antoníu]." Þar á hann við Star-Crossed sem kom út í fyrra. Hann sér ekki eftir tímanum í Portúgal. "Það var frábært að vera þarna. Ég setti mér eitt takmark. Það var að spila í Casa da Música og ég náði því. Þetta er ótrúlega "speisuð" höll. Það er eins og sci-fi geimskip hafi lent í borginni." Davíð segir það einnig skipta máli að Hermigervill, eða Sveinbjörn Thorarensen, er fluttur heim til Íslands eftir dvöl í Hollandi. Hann segir þá félaga nánast óaðskiljanlega í tónlistinni og einnig telja margir að þeir séu bræður, enda svipaðir í útliti. Þeir eru einmitt með hljóðversaðstöðu hlið við hlið í Reykjavík og geta því borið saman bækur sínar með lítilli fyrirhöfn. Önnur sólóplata Berndsen, Planet Earth, er væntanleg í sumar. Þar kafar hann, ásamt Hermigervli, enn lengra ofan í "eitís"-tónlistina en hann gerði á sinni fyrstu plötu, Lover in the Dark, frá 2009. "Hún hljómaði eins og hún væri frá "85 til "86 en núna erum við að reyna að láta plötuna hljóma eins og hún sé frá "81. Við erum að fara lengra aftur í tímann," segir hann og hlær. Til þess beita þeir ýmsum meðölum og nota m.a. gömul kassettutæki og -hljóðgervla við upptökurnar.
Tónlist Mest lesið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira