Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 20-17 | Haukar unnu lokakaflann 11-2 Óskar Ófeigur Jónsson á Ásvöllum skrifar 5. desember 2013 16:39 Haukar eru komnir með þriggja stiga forskot á toppnum eftir þriggja marka sigur á Fram, 20-17, þegar liðin mættust í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld í 11. umferð Olís-deildar karla í handbolta. Haukar voru mest sjö mörkum undir í uppphafi seinni hálfleiks en fóru í gang á síðustu tuttugu mínútum leiksins sem þeir unnu 11- og tryggðu sér frábæran endurkomusigur. Árni Steinn Steinþórsson og Þórður Rafn Guðmundsson voru öflugir á lokasprettinum en fyrst og fremst var það Haukavörnin sem small saman rétt áður en það varð of seint. Framliðið lék frábærlega í 40 mínútur en það dróg mikið af liðinu í lokin og þegar upp var staðið þá fóru Safamýrarpiltar stigalausir heim. Leikurinn fór afar rólega af stað og fyrsta markið kom ekki fyrr en á sjöttu mínútu. Framarar skoruðu það og voru alltaf skrefinu á undan eftir það. Frábær varnarleikur Fram og góð markvarsla Stephens Nielsen í markinu gerði Haukamönnum mjög erfitt fyrir í sóknarleiknum. Tvö leikhlé Patreks Jóhannessonar í hálfleiknum náðu ekki að kveikja á sóknarleik liðsins sem fann engan takt á móti baráttuglöðum Frömurum sem tókst að riðla sókn Hauka með 5:1 vörn sinni. Engum Haukamanna tókst að skora meira en eitt mark í hálfleiknum og eina mark stórskyttunnar Sigurbergs Sveinssonar á fyrstu 30 mínútnum kom af vítalínunni. Sveinn Þorgeirsson fór á kostum í sókn Fram en hann var þarna að mæta sínum gömlu félögum á gamla heimavellinum. Sveinn klúðraði reyndar hundrað prósent skotnýtingu í hálfleiknum með því að skjóta yfir úr lokaskotinu. Sjö fyrstu skot hans rötuðu aftur á móti rétta leið og hann skoraði meira en allt Haukaliðið í hálfleiknum. Framarar héldu uppteknum hætti í byrjun seinni hálfleiks og komust mest sjö mörkum yfir í 13-6 og 14-7. Haukarnir áttu áfram í basli en Patrekur rúllaði á liðnu, kannski af illri nauðsyn, en það fór að skila sér. Framliðið veikist mikið þegar GUðlaugur þurfti að hvíla Svein Þorgeirsson og í framhaldinu fengu Haukar ódýr mörk eftir slakar sóknir Framliðsins. Sveinn fann ekki taktinn þegar hann kom aftur inn og Haukar voru loksins búnir að lesa leikkerfi Fram sem hafði skilað mörgum frábærum langskotsfærum í leiknum. Haukar fóru á flug, skoruðu sex mörk í röð og jöfnuðu metin í 15-15 með þriðja hraðaupphlaupsmarkinu á stuttum tíma. Framarar hleyptu þeim ekki fram úr strax en Haukahraðlestin var komin á sporið og þá var ekki aftur snúið. Haukar enduðu leikinn á því að breyta stöðunni úr 9-15 í 20-17 og tryggðu sér flottan karaktersigur og þriggja stiga forskot á toppnum. Sveinn: Höfum pottþétt litið út eins sprungin blaðra í lokinSveinn Þorgeirsson átti mjög góðan leik fyrir Fram í kvöld, skoraði úr sjö fyrstu skotum sínum en endaði með átta mörk. „Við höfum pottþétt litið út eins sprungin blaðra í lokin. Við bökkuðum full mikið og hættum að sækja. Við fengum líka engin hraðaupphlaup í seinni hálfleik. Þeir fengu hinsvegar helling af þeim," sagði Sveinn. „Þetta er mjög svekkjandi niðurstaða eftir góðan fyrri hálfleik. Þetta er gríðarlega fúlt og ég er svo fúll," sagði Sveinn og það leyndi sér ekki á svipbrigðum hans. Þrátt fyrir góðan leik var hann ekki að hlaupast undan ábyrgð á því hvernig fór í lokin. „Ég raðaði inn mörkum í 30 mínútur en síðan hefði ég mátt sýna aðeins meira þegar á reyndi í seinni hálfleik. Þá hefði ég þurft að stíga fram. Við erum með fullt af ungum strákum og ég hefði þurft að gera miklu betur en þetta," sagði Sveinn. „Við áttum góðar 30 til 40 mínútur og vorum að spila góða vörn. Vandamálið var að við hörfuðum í seinni hálfleik, hættum að keyra hraðaupphlaupin og hættum að vera graðir að sækja beint á markið. Þeir settu svolítið í lás í seinni hálfeik," sagði Sveinn. Árni Steinn: Í níu af hverjum tíu skiptum þá hefðum við tapaðÁrni Steinn Steinþórsson átti góðan endasprett í leiknum í kvöld eins og fleiri leikmenn í Haukaliðinu. Hann viðurkennir alveg að Haukarnir hafi sloppið með skrekkinn í þessum leik. „Við náðum að skora tvö mörk í röð og fengum blóð á tennurnar. Við náðum fólkinu með okkur og fórum loksins að leysa þetta rétt í vörninni. Þeir spiluði sama kerfi allan leikinn og við leystum það ekki fyrr en það var bara korter eftir. Það kom taktur í þetta hjá okkur og þá fór þetta að rúlla," sagði Árni Steinn. „Við vitum alveg að ef við höldum áfram að spila okkar leik þá kemur þetta. Við treystum leikáætluninni okkar og okkar skipulagi. Við erum ekkert að brjóta okkur út úr því og þá kemur þetta hægt og rólega þó að þetta sé ekki alveg að detta hjá okkur framan af leik," sagði Árni. Haukarnir gátu samt ekki leynt pirringnum þegar þeir voru komnir sjö mörkum undir í byrjun seinni hálfleiksins. „Það er ekki hægt að neita því því það er aldrei gaman að vera tapa sérstaklega ekki með sjö mörkum á heimavelli. Við vorum því orðnir frekar pirraðir," sagði Árni. Haukarnir eru með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar og staða liðsins er góð. „Við megum ekki að vera alltof mikið að glápa á töfluna því það er mjög mikið eftir af þessu móti. Við stefnum á það að vera á toppnum í vor. Til þess að það gerist þurfum við að passa það að vera ekki að glápa of mikið á hana núna," sagði Árni Steinn. „Við eigum helling inni í öllu hvort sem það er sókn eða vörn. Við finnum að það er margt sem við þurfum að bæta og við ætlum að nýta janúarpásuna í það," sagði Árni Steinn. „Við sluppum með skrekkinn í kvöld en í níu af hverjum tíu skiptum þá hefðum við tapað þessum leik," sagði Árni Steinn hreinskilinn að lokum. Guðlaugur: Ég læri af þessu líkaGuðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, þurfti að sætta sig að fara stigalaus heim þrátt fyrir flottan leik sinna manna á útivelli á móti toppliði Hauka. Það var eins og blaðra Framara hafi sprungið í lokin en þjálfarinn var ekki sammála. „Við missum ekki orkuna í lokin því við höfum sýnt það hingað til í vetur að við höfum haldið orkunni í 60 mínútur í þessum jöfnu leikjum. Við verðum hinsvegar svolítið úrræðalausir sóknarlega. Þeir eru með bestu vörnina á landinu að mínu mati, þeir loka sinni vörn og við lendum í vandræðum með að koma okkur í færi," sagði Guðlaugur. „Við spiluðum fyrri hálfleikinn mjög vel og þá létum við boltann ganga miklu betur. Við náðum að opna vörnina þeirra og fá auðveld mörk í kjölfarið með því að koma skyttunum okkar í góð færi. Við gerðum það síðan ekki í seinni hálfleik," sagði Guðlaugur en hvað var hann apð hugsa þegar Haukaliðið fór á flug í lokin. „Ég var bara að hugsa um að við þyrftum að koma boltanum í markið. Við vorum fastir í því að sækja of mikið maður á mann og reyna að sækja inn í vörnina í stað þess að koma skyttunum í skotfæri utan af velli eins og var búið að ganga vel framan af leik," sagði Guðlaugur en Haukar eru með lið sem getur klárað leiki á stuttum tíma. „Þú sérð bara hvernig þeir refsa okkur í hraðaupphlaupunum þegar þeir byrja. Þeir voru fljótir að saxa þetta niður. Mögulega átti ég að taka leikhléið fyrr eða seinna með fyrra leikhléið mitt í seinni hálfleik. Ég læri af þessu líka," sagði Guðlaugur. „Við spilum mjög vel í fyrri hálfleik og svo fyrstu tólf mínúturnar í seinni hálfleik. Svo loka þeir á okkur og við lendum í vandræðum. Þeir ná auðveldum mörkum úr hraðaupphlaupum þar sem við teljum að við áttum að fá aukaköst. Við erum að svekkja okkur á því á meðan þeir fá auðveld mörk. Þegar slíkt gerist þá getur þú auðveldlega unnið upp stórt forskot," sagði Guðlaugur. Patrekur: Strákarnir eru ekki einhver vélmenni heldur persónurPatrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, sá sína menn ekki fara í gang fyrr en á síðustu fimmtán mínútum leiskins. Þá sýndu þeir hinsvegar styrk sinn og tryggðu sér sigur með 11-2 spretti. „Fyrri hálfleikurinn hjá okkur var engan veginn í lagi, menn voru ekki að taka þessi skref sem þeir áttu að taka og það var alltof mikið bil á milli manna. Þeir gátu gert hvað sem er, alveg sama hvort við vorum að spila 6:0, 3:2:1 eða taka Svenna úr umferð," sagði Patrekur en Sveinn Þorgeirsson fór á kostum í fyrri hálfleik þegar hann skoraði einu marki meira en allt Haukaliðið. „Við vissum alveg að Svenni yrði tilbúinn og hann átti frábæran leik. Hann sýndi hvað hann getur. Við töluðum hinsvegar um það í hálfleik að alls ekki að fara hengja haus, vorkenna sjálfum okkur og fara að væla eitthvað. Það hefði alveg getað gerst hjá veiku liði að brotna en ég er ánægður með að mínir menn gáfust ekki upp. Handboltaleikur er í 60 mínútur og ég er ánægður með að við lokum leiknum. Þetta var ekki fallegt á köflum en stundum eru leikirnir þannig," sagði Patrekur. „Strákarnir mínir eru ekki einhver vélmenni heldur persónur. Við þurfum að læra af þessu. Við gleðjumst yfir stigunum en til þess að verða betri þurfum við að læra það að mæta alltaf klárir í þessa grunnvinnu. Ég var ósáttur með það í kvöld því það var ekkert nýtt sem ég sá hjá Framliðinu. Þetta er fínt lið og Gulli er að gera frábæra hluti með þá. Þeir eru skynsamir og hanga svolítið á boltanum. Þeir voru miklu betri en við í fyrri hálfleiknum en við vorum miklu betri í þeim seinni," sagði Patrekur. „Ég hafði alltaf trú á þessu. Þetta kom ekki alveg í byrjun seinni hálfleiks og þetta var svolítið stíft. Framarar eru hinsvegar með einn besta markvörð deildarinnar að mínu mati í Stephen Nielsen," sagði Patrekur en umræddur Stephen Nielsen varð fjórtán skot þar af fjögur úr hraðaupphlaupum. „Ég verð að hrósa mínum mönnum fyrir að vinna þennan leik. Við fáum tvö stig fyrir hann og jafnmörg stig eins og fyrir þennan fallega leik sem við spiluðum á móti FH. Þeir misstu ekki trúna og fóru ekki í vörn þegar illa gekk. Við hreyfðum mikið liðið og prufuðum mikið. Það var kannski ekki planið að prófa svona margar varnaraðferðir en ég var alltaf að reyna að finna það sem virkaði. Ég og Óskar náðum allavega að finna réttu blöndina í lokin," sagði Patrekur. Olís-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Sjá meira
Haukar eru komnir með þriggja stiga forskot á toppnum eftir þriggja marka sigur á Fram, 20-17, þegar liðin mættust í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld í 11. umferð Olís-deildar karla í handbolta. Haukar voru mest sjö mörkum undir í uppphafi seinni hálfleiks en fóru í gang á síðustu tuttugu mínútum leiksins sem þeir unnu 11- og tryggðu sér frábæran endurkomusigur. Árni Steinn Steinþórsson og Þórður Rafn Guðmundsson voru öflugir á lokasprettinum en fyrst og fremst var það Haukavörnin sem small saman rétt áður en það varð of seint. Framliðið lék frábærlega í 40 mínútur en það dróg mikið af liðinu í lokin og þegar upp var staðið þá fóru Safamýrarpiltar stigalausir heim. Leikurinn fór afar rólega af stað og fyrsta markið kom ekki fyrr en á sjöttu mínútu. Framarar skoruðu það og voru alltaf skrefinu á undan eftir það. Frábær varnarleikur Fram og góð markvarsla Stephens Nielsen í markinu gerði Haukamönnum mjög erfitt fyrir í sóknarleiknum. Tvö leikhlé Patreks Jóhannessonar í hálfleiknum náðu ekki að kveikja á sóknarleik liðsins sem fann engan takt á móti baráttuglöðum Frömurum sem tókst að riðla sókn Hauka með 5:1 vörn sinni. Engum Haukamanna tókst að skora meira en eitt mark í hálfleiknum og eina mark stórskyttunnar Sigurbergs Sveinssonar á fyrstu 30 mínútnum kom af vítalínunni. Sveinn Þorgeirsson fór á kostum í sókn Fram en hann var þarna að mæta sínum gömlu félögum á gamla heimavellinum. Sveinn klúðraði reyndar hundrað prósent skotnýtingu í hálfleiknum með því að skjóta yfir úr lokaskotinu. Sjö fyrstu skot hans rötuðu aftur á móti rétta leið og hann skoraði meira en allt Haukaliðið í hálfleiknum. Framarar héldu uppteknum hætti í byrjun seinni hálfleiks og komust mest sjö mörkum yfir í 13-6 og 14-7. Haukarnir áttu áfram í basli en Patrekur rúllaði á liðnu, kannski af illri nauðsyn, en það fór að skila sér. Framliðið veikist mikið þegar GUðlaugur þurfti að hvíla Svein Þorgeirsson og í framhaldinu fengu Haukar ódýr mörk eftir slakar sóknir Framliðsins. Sveinn fann ekki taktinn þegar hann kom aftur inn og Haukar voru loksins búnir að lesa leikkerfi Fram sem hafði skilað mörgum frábærum langskotsfærum í leiknum. Haukar fóru á flug, skoruðu sex mörk í röð og jöfnuðu metin í 15-15 með þriðja hraðaupphlaupsmarkinu á stuttum tíma. Framarar hleyptu þeim ekki fram úr strax en Haukahraðlestin var komin á sporið og þá var ekki aftur snúið. Haukar enduðu leikinn á því að breyta stöðunni úr 9-15 í 20-17 og tryggðu sér flottan karaktersigur og þriggja stiga forskot á toppnum. Sveinn: Höfum pottþétt litið út eins sprungin blaðra í lokinSveinn Þorgeirsson átti mjög góðan leik fyrir Fram í kvöld, skoraði úr sjö fyrstu skotum sínum en endaði með átta mörk. „Við höfum pottþétt litið út eins sprungin blaðra í lokin. Við bökkuðum full mikið og hættum að sækja. Við fengum líka engin hraðaupphlaup í seinni hálfleik. Þeir fengu hinsvegar helling af þeim," sagði Sveinn. „Þetta er mjög svekkjandi niðurstaða eftir góðan fyrri hálfleik. Þetta er gríðarlega fúlt og ég er svo fúll," sagði Sveinn og það leyndi sér ekki á svipbrigðum hans. Þrátt fyrir góðan leik var hann ekki að hlaupast undan ábyrgð á því hvernig fór í lokin. „Ég raðaði inn mörkum í 30 mínútur en síðan hefði ég mátt sýna aðeins meira þegar á reyndi í seinni hálfleik. Þá hefði ég þurft að stíga fram. Við erum með fullt af ungum strákum og ég hefði þurft að gera miklu betur en þetta," sagði Sveinn. „Við áttum góðar 30 til 40 mínútur og vorum að spila góða vörn. Vandamálið var að við hörfuðum í seinni hálfleik, hættum að keyra hraðaupphlaupin og hættum að vera graðir að sækja beint á markið. Þeir settu svolítið í lás í seinni hálfeik," sagði Sveinn. Árni Steinn: Í níu af hverjum tíu skiptum þá hefðum við tapaðÁrni Steinn Steinþórsson átti góðan endasprett í leiknum í kvöld eins og fleiri leikmenn í Haukaliðinu. Hann viðurkennir alveg að Haukarnir hafi sloppið með skrekkinn í þessum leik. „Við náðum að skora tvö mörk í röð og fengum blóð á tennurnar. Við náðum fólkinu með okkur og fórum loksins að leysa þetta rétt í vörninni. Þeir spiluði sama kerfi allan leikinn og við leystum það ekki fyrr en það var bara korter eftir. Það kom taktur í þetta hjá okkur og þá fór þetta að rúlla," sagði Árni Steinn. „Við vitum alveg að ef við höldum áfram að spila okkar leik þá kemur þetta. Við treystum leikáætluninni okkar og okkar skipulagi. Við erum ekkert að brjóta okkur út úr því og þá kemur þetta hægt og rólega þó að þetta sé ekki alveg að detta hjá okkur framan af leik," sagði Árni. Haukarnir gátu samt ekki leynt pirringnum þegar þeir voru komnir sjö mörkum undir í byrjun seinni hálfleiksins. „Það er ekki hægt að neita því því það er aldrei gaman að vera tapa sérstaklega ekki með sjö mörkum á heimavelli. Við vorum því orðnir frekar pirraðir," sagði Árni. Haukarnir eru með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar og staða liðsins er góð. „Við megum ekki að vera alltof mikið að glápa á töfluna því það er mjög mikið eftir af þessu móti. Við stefnum á það að vera á toppnum í vor. Til þess að það gerist þurfum við að passa það að vera ekki að glápa of mikið á hana núna," sagði Árni Steinn. „Við eigum helling inni í öllu hvort sem það er sókn eða vörn. Við finnum að það er margt sem við þurfum að bæta og við ætlum að nýta janúarpásuna í það," sagði Árni Steinn. „Við sluppum með skrekkinn í kvöld en í níu af hverjum tíu skiptum þá hefðum við tapað þessum leik," sagði Árni Steinn hreinskilinn að lokum. Guðlaugur: Ég læri af þessu líkaGuðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, þurfti að sætta sig að fara stigalaus heim þrátt fyrir flottan leik sinna manna á útivelli á móti toppliði Hauka. Það var eins og blaðra Framara hafi sprungið í lokin en þjálfarinn var ekki sammála. „Við missum ekki orkuna í lokin því við höfum sýnt það hingað til í vetur að við höfum haldið orkunni í 60 mínútur í þessum jöfnu leikjum. Við verðum hinsvegar svolítið úrræðalausir sóknarlega. Þeir eru með bestu vörnina á landinu að mínu mati, þeir loka sinni vörn og við lendum í vandræðum með að koma okkur í færi," sagði Guðlaugur. „Við spiluðum fyrri hálfleikinn mjög vel og þá létum við boltann ganga miklu betur. Við náðum að opna vörnina þeirra og fá auðveld mörk í kjölfarið með því að koma skyttunum okkar í góð færi. Við gerðum það síðan ekki í seinni hálfleik," sagði Guðlaugur en hvað var hann apð hugsa þegar Haukaliðið fór á flug í lokin. „Ég var bara að hugsa um að við þyrftum að koma boltanum í markið. Við vorum fastir í því að sækja of mikið maður á mann og reyna að sækja inn í vörnina í stað þess að koma skyttunum í skotfæri utan af velli eins og var búið að ganga vel framan af leik," sagði Guðlaugur en Haukar eru með lið sem getur klárað leiki á stuttum tíma. „Þú sérð bara hvernig þeir refsa okkur í hraðaupphlaupunum þegar þeir byrja. Þeir voru fljótir að saxa þetta niður. Mögulega átti ég að taka leikhléið fyrr eða seinna með fyrra leikhléið mitt í seinni hálfleik. Ég læri af þessu líka," sagði Guðlaugur. „Við spilum mjög vel í fyrri hálfleik og svo fyrstu tólf mínúturnar í seinni hálfleik. Svo loka þeir á okkur og við lendum í vandræðum. Þeir ná auðveldum mörkum úr hraðaupphlaupum þar sem við teljum að við áttum að fá aukaköst. Við erum að svekkja okkur á því á meðan þeir fá auðveld mörk. Þegar slíkt gerist þá getur þú auðveldlega unnið upp stórt forskot," sagði Guðlaugur. Patrekur: Strákarnir eru ekki einhver vélmenni heldur persónurPatrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, sá sína menn ekki fara í gang fyrr en á síðustu fimmtán mínútum leiskins. Þá sýndu þeir hinsvegar styrk sinn og tryggðu sér sigur með 11-2 spretti. „Fyrri hálfleikurinn hjá okkur var engan veginn í lagi, menn voru ekki að taka þessi skref sem þeir áttu að taka og það var alltof mikið bil á milli manna. Þeir gátu gert hvað sem er, alveg sama hvort við vorum að spila 6:0, 3:2:1 eða taka Svenna úr umferð," sagði Patrekur en Sveinn Þorgeirsson fór á kostum í fyrri hálfleik þegar hann skoraði einu marki meira en allt Haukaliðið. „Við vissum alveg að Svenni yrði tilbúinn og hann átti frábæran leik. Hann sýndi hvað hann getur. Við töluðum hinsvegar um það í hálfleik að alls ekki að fara hengja haus, vorkenna sjálfum okkur og fara að væla eitthvað. Það hefði alveg getað gerst hjá veiku liði að brotna en ég er ánægður með að mínir menn gáfust ekki upp. Handboltaleikur er í 60 mínútur og ég er ánægður með að við lokum leiknum. Þetta var ekki fallegt á köflum en stundum eru leikirnir þannig," sagði Patrekur. „Strákarnir mínir eru ekki einhver vélmenni heldur persónur. Við þurfum að læra af þessu. Við gleðjumst yfir stigunum en til þess að verða betri þurfum við að læra það að mæta alltaf klárir í þessa grunnvinnu. Ég var ósáttur með það í kvöld því það var ekkert nýtt sem ég sá hjá Framliðinu. Þetta er fínt lið og Gulli er að gera frábæra hluti með þá. Þeir eru skynsamir og hanga svolítið á boltanum. Þeir voru miklu betri en við í fyrri hálfleiknum en við vorum miklu betri í þeim seinni," sagði Patrekur. „Ég hafði alltaf trú á þessu. Þetta kom ekki alveg í byrjun seinni hálfleiks og þetta var svolítið stíft. Framarar eru hinsvegar með einn besta markvörð deildarinnar að mínu mati í Stephen Nielsen," sagði Patrekur en umræddur Stephen Nielsen varð fjórtán skot þar af fjögur úr hraðaupphlaupum. „Ég verð að hrósa mínum mönnum fyrir að vinna þennan leik. Við fáum tvö stig fyrir hann og jafnmörg stig eins og fyrir þennan fallega leik sem við spiluðum á móti FH. Þeir misstu ekki trúna og fóru ekki í vörn þegar illa gekk. Við hreyfðum mikið liðið og prufuðum mikið. Það var kannski ekki planið að prófa svona margar varnaraðferðir en ég var alltaf að reyna að finna það sem virkaði. Ég og Óskar náðum allavega að finna réttu blöndina í lokin," sagði Patrekur.
Olís-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Sjá meira