Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - ÍBV 22-27 | Sannfærandi sigur hjá ÍBV Sigmar Sigfússon í Kaplakrika skrifar 8. desember 2013 14:00 Mynd/Daníel FH varð af mikilvægum stigum í toppbaráttunni er þeir töpuðu á heimavelli gegn Eyjamönnum, 22-27, í Olísdeild karla í handknattleik í dag.. ÍBV vann leikinn sanngjarnt og var yfir allan tímann.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í Kaplakrika í dag og tók þessar skemmtilegu myndir sem má sjá hér fyrir ofan en það eru einnig nokkrar útvaldar hér fyrir neðan. Andri Heimir Friðriksson áttu enn einn stórleikinn fyrir ÍBV og skoraði sjö mörk eins og Magnús Stefánsson. Hjá FH-ingum var Andri Berg Haraldsson atkvæðamestur með sex mörk. Daníel Freyr Andrésson, markmaður FH, varði tuttugu skot en það dugði ekki til. Eyjamenn byrjuðu betur og voru sterkari aðilinn allan leikinn. FH-ingar voru lengi í gang og gerðu sig seka um mörg sóknamistök á tímabili. Varnarleikur heimamanna var ekki góður á löngum köflum og Eyjmenn skoruðu nánast að vild. Varnarleikur ÍBV var til fyrirmyndar í dag og FH-ingar áttu í stökustu vandræðum að leysa sóknaleik sinn. Eyjamenn voru mun grimmari í öllum sínum aðgerðum og kjöldrógu FH-inga undir lokin. ÍBV náði fimm marka forystu á lokamínútunum og sigruðu leikinn því öruggt. FH-ingar voru ekki að spila vel í dag og vörn ÍBV neyddi þá í erfið skot sem Haukur Jónsson, markvörður ÍBV, var duglegur að verja. Haukur kom inn í mark Eyjamanna í síðari hálfleik og átti frábæran leik með tíu varða bolta. Ótrúlegt atvik átti sér stað þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum. Agnar Smári Jónsson, skytta Eyjamanna, skoraði þá mark frá miðju vallarins, stöngin inn. ÍBV kom sér upp í 3. sæti með sigrinum og er einu stigi á eftir FH en á leik til góða. Gunnar: Liðsheildin var frábær„Ég er ótrúlega ánægður og framlagið hjá strákunum var mjög gott hérna í dag,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, eftir leiknn. „Karakterinn í liðinu var stórkostlegur í dag og vinnusemin var einstök. Við vorum mjög agaðir og við höfum svo gaman af þessu. Það er ekkert gefið að Eyjamenn fái að spila handbolta á þessum árstíma. Það voru tvær vikur frá því að við spiluðum síðast og okkur var farið að hlakka til að spila,“ sagði Gunnar. „Haukur átti frábæra innkomu í markið hjá okkur í seinni hálfleik sem gerði gæfumuninn. Það hefur sýnt sig í vetur að ef við fáum markvörslu þá erum við mjög erfiðir því vörnin er góð. Þegar liðsheildin er svona að þá er erfitt að stoppa okkur.“ „Við ætlum að berjast um að komast í úrslitakeppnina og útlitið er gott núna. Það er framar vonum að vera liðið sem er búið tapa næstfæstum stigum núna um jólin. Það má ekki gleyma því að við eigum Róbert Aron inni. Ég verð líka að hrósa Sindra Haraldssyni sem er búinn að vera frábær í vörninni hjá okkur og bindir hana algjörlega saman. Hann er að vinna þessa skítavinnu og er duglegur að fá strákana með sér.“ Einar Andri: Skuldum stuðningsmönnum afsökunarbeiðni„Gríðarleg vonbrigði,“ voru fyrstu viðbrögð Einars Andra Einarssonar, þjálfara FH, eftir leikinn og hann bætti við: „Spilamennskan var afleidd í sextíu mínútur og ég held að við skuldum stuðningsmönnum okkar afsökunarbeiðni eftir þessa frammistöðu í dag.“ „Við erum að koma í veg fyrir að við séum að keppa um fyrsta sætið og verðum í samskeppni í vetur um sæti í úrslitakeppninni. Við hefðum getað komið okkur í góða stöðu en við höfðum greinilega ekki áhuga á því,“ sagði Einar. „Okkur tókst ekki að leysa góða vörn ÍBV og svo voru Eyjamenn erfiðir í sókninni í dag. Agaleysi varð okkur að falli, bæði í vörn og sókn.“ „Við þurfum að fara yfir okkar leik frá a-ö. Þurfum að fara yfir alla þætti í okkar leik og FH-iðið leit ekki vel út í dag, því miður,“ sagði Einar ósáttur í lokin.Mynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/Daníel Olís-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Sjá meira
FH varð af mikilvægum stigum í toppbaráttunni er þeir töpuðu á heimavelli gegn Eyjamönnum, 22-27, í Olísdeild karla í handknattleik í dag.. ÍBV vann leikinn sanngjarnt og var yfir allan tímann.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í Kaplakrika í dag og tók þessar skemmtilegu myndir sem má sjá hér fyrir ofan en það eru einnig nokkrar útvaldar hér fyrir neðan. Andri Heimir Friðriksson áttu enn einn stórleikinn fyrir ÍBV og skoraði sjö mörk eins og Magnús Stefánsson. Hjá FH-ingum var Andri Berg Haraldsson atkvæðamestur með sex mörk. Daníel Freyr Andrésson, markmaður FH, varði tuttugu skot en það dugði ekki til. Eyjamenn byrjuðu betur og voru sterkari aðilinn allan leikinn. FH-ingar voru lengi í gang og gerðu sig seka um mörg sóknamistök á tímabili. Varnarleikur heimamanna var ekki góður á löngum köflum og Eyjmenn skoruðu nánast að vild. Varnarleikur ÍBV var til fyrirmyndar í dag og FH-ingar áttu í stökustu vandræðum að leysa sóknaleik sinn. Eyjamenn voru mun grimmari í öllum sínum aðgerðum og kjöldrógu FH-inga undir lokin. ÍBV náði fimm marka forystu á lokamínútunum og sigruðu leikinn því öruggt. FH-ingar voru ekki að spila vel í dag og vörn ÍBV neyddi þá í erfið skot sem Haukur Jónsson, markvörður ÍBV, var duglegur að verja. Haukur kom inn í mark Eyjamanna í síðari hálfleik og átti frábæran leik með tíu varða bolta. Ótrúlegt atvik átti sér stað þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum. Agnar Smári Jónsson, skytta Eyjamanna, skoraði þá mark frá miðju vallarins, stöngin inn. ÍBV kom sér upp í 3. sæti með sigrinum og er einu stigi á eftir FH en á leik til góða. Gunnar: Liðsheildin var frábær„Ég er ótrúlega ánægður og framlagið hjá strákunum var mjög gott hérna í dag,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, eftir leiknn. „Karakterinn í liðinu var stórkostlegur í dag og vinnusemin var einstök. Við vorum mjög agaðir og við höfum svo gaman af þessu. Það er ekkert gefið að Eyjamenn fái að spila handbolta á þessum árstíma. Það voru tvær vikur frá því að við spiluðum síðast og okkur var farið að hlakka til að spila,“ sagði Gunnar. „Haukur átti frábæra innkomu í markið hjá okkur í seinni hálfleik sem gerði gæfumuninn. Það hefur sýnt sig í vetur að ef við fáum markvörslu þá erum við mjög erfiðir því vörnin er góð. Þegar liðsheildin er svona að þá er erfitt að stoppa okkur.“ „Við ætlum að berjast um að komast í úrslitakeppnina og útlitið er gott núna. Það er framar vonum að vera liðið sem er búið tapa næstfæstum stigum núna um jólin. Það má ekki gleyma því að við eigum Róbert Aron inni. Ég verð líka að hrósa Sindra Haraldssyni sem er búinn að vera frábær í vörninni hjá okkur og bindir hana algjörlega saman. Hann er að vinna þessa skítavinnu og er duglegur að fá strákana með sér.“ Einar Andri: Skuldum stuðningsmönnum afsökunarbeiðni„Gríðarleg vonbrigði,“ voru fyrstu viðbrögð Einars Andra Einarssonar, þjálfara FH, eftir leikinn og hann bætti við: „Spilamennskan var afleidd í sextíu mínútur og ég held að við skuldum stuðningsmönnum okkar afsökunarbeiðni eftir þessa frammistöðu í dag.“ „Við erum að koma í veg fyrir að við séum að keppa um fyrsta sætið og verðum í samskeppni í vetur um sæti í úrslitakeppninni. Við hefðum getað komið okkur í góða stöðu en við höfðum greinilega ekki áhuga á því,“ sagði Einar. „Okkur tókst ekki að leysa góða vörn ÍBV og svo voru Eyjamenn erfiðir í sókninni í dag. Agaleysi varð okkur að falli, bæði í vörn og sókn.“ „Við þurfum að fara yfir okkar leik frá a-ö. Þurfum að fara yfir alla þætti í okkar leik og FH-iðið leit ekki vel út í dag, því miður,“ sagði Einar ósáttur í lokin.Mynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/Daníel
Olís-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Sjá meira