McIlroy á erfitt val fyrir höndum 21. nóvember 2013 16:30 McDowell í búningi Íra á HM sem stendur nú yfir. AP/Getty Kylfingarnir Rory McIlroy og Graeme McDowell segjast vera í vanda staddir þegar kemur að því að velja landslið til að keppa fyrir. Þeir vilja helst að alþjóða Ólympíunefndin velji fyrir þá. Báðir eru þeir Norður-Írar en Norður-Írar geta keppt fyrir bæði Írland og Bretland. Keppt verður í golfi á Ólympíuleikunum árið 2016. "Þetta er mjög viðkvæmt mál bæði af pólitískum og trúarlegum ástæðum. Við Rory höfum ekki notið þess að þurfa að svara fyrir þessi mál. Það er erfitt að velja lið því sama hvert valið er þá munum við alltaf móðga einhvern," sagði McDowell. Hann mun reyndar sjálfur spila fyrir Írland á Ólympíuleikunum enda er hann að keppa fyrir þjóðina á HM núna. Ef hann vill keppa fyrir Bretland þá þurfa að líða þrjú ár frá því hann keppti fyrir Írland. Hann þarf því ekki að taka ákvörðun að þessu sinni en gæti þurft að gera það síðar og hann vill síður gera það. "Þar sem ég hef áður keppt fyrir Írland er ekkert óeðlilegt að ég sé að keppa fyrir þá núna. Ég þarf því ekki að velja á milli samkvæmt reglunum og það er léttir." McIlroy hefur ekki enn tekið ákvörðun og spurning hvort alþjóða Ólympíunefndin taki málið fyrir svo hann þurfi ekki að taka ákvörðun sjálfur. Golf Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Kylfingarnir Rory McIlroy og Graeme McDowell segjast vera í vanda staddir þegar kemur að því að velja landslið til að keppa fyrir. Þeir vilja helst að alþjóða Ólympíunefndin velji fyrir þá. Báðir eru þeir Norður-Írar en Norður-Írar geta keppt fyrir bæði Írland og Bretland. Keppt verður í golfi á Ólympíuleikunum árið 2016. "Þetta er mjög viðkvæmt mál bæði af pólitískum og trúarlegum ástæðum. Við Rory höfum ekki notið þess að þurfa að svara fyrir þessi mál. Það er erfitt að velja lið því sama hvert valið er þá munum við alltaf móðga einhvern," sagði McDowell. Hann mun reyndar sjálfur spila fyrir Írland á Ólympíuleikunum enda er hann að keppa fyrir þjóðina á HM núna. Ef hann vill keppa fyrir Bretland þá þurfa að líða þrjú ár frá því hann keppti fyrir Írland. Hann þarf því ekki að taka ákvörðun að þessu sinni en gæti þurft að gera það síðar og hann vill síður gera það. "Þar sem ég hef áður keppt fyrir Írland er ekkert óeðlilegt að ég sé að keppa fyrir þá núna. Ég þarf því ekki að velja á milli samkvæmt reglunum og það er léttir." McIlroy hefur ekki enn tekið ákvörðun og spurning hvort alþjóða Ólympíunefndin taki málið fyrir svo hann þurfi ekki að taka ákvörðun sjálfur.
Golf Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira