Loksins sigur á ný hjá Lynn Jón Júlíus Karlsson skrifar 14. október 2013 12:56 Englendingurinn David Lynn fór með sigur af hólmi á Pourtugal Masters mótinu sem lauk á Evrópumótaröðinni í golfi í gær í Portúgal. Þessi 39 ára kylfingur lék best allra og lauk leik samtals á 18 höggum undir pari. Lynn lék lokahringinn á 63 höggum. Justin Walters frá Suður-Afríku varð annar, einu höggi á eftir Lynn. Walters átti erfitt með að halda aftur af tilfinningum sínum í lok hrings en móðir hans féll frá fyrir tveimur vikum. Með árangri sínum tryggði Walters sér áframhaldandi keppnisrétt á Evrópumótaröðinni á næstu leiktíð. Þetta er aðeins annar sigurinn hjá Lynn á Evrópumótaröðinni sem hefur leikið í nærri 400 mótum á mótaröðinni. Síðasti sigur hans kom á KLM Open mótinu árið 2004. „Ég datt í stuð á fyrri níu holunum og setti niður nánast hvert einasta pútt. Ég hélt áfram á seinni níu holunum. Ég er virkilega sáttur með að hafa unnið loksins aftur,“ segir Lynn sem einnig leikur á PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum. Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Englendingurinn David Lynn fór með sigur af hólmi á Pourtugal Masters mótinu sem lauk á Evrópumótaröðinni í golfi í gær í Portúgal. Þessi 39 ára kylfingur lék best allra og lauk leik samtals á 18 höggum undir pari. Lynn lék lokahringinn á 63 höggum. Justin Walters frá Suður-Afríku varð annar, einu höggi á eftir Lynn. Walters átti erfitt með að halda aftur af tilfinningum sínum í lok hrings en móðir hans féll frá fyrir tveimur vikum. Með árangri sínum tryggði Walters sér áframhaldandi keppnisrétt á Evrópumótaröðinni á næstu leiktíð. Þetta er aðeins annar sigurinn hjá Lynn á Evrópumótaröðinni sem hefur leikið í nærri 400 mótum á mótaröðinni. Síðasti sigur hans kom á KLM Open mótinu árið 2004. „Ég datt í stuð á fyrri níu holunum og setti niður nánast hvert einasta pútt. Ég hélt áfram á seinni níu holunum. Ég er virkilega sáttur með að hafa unnið loksins aftur,“ segir Lynn sem einnig leikur á PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum.
Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira