Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Fram 25-18 | Titilvörnin byrjaði á tapi Birgir H. Stefánsson á Akureyri skrifar 19. september 2013 18:30 Akureyringar unnu öruggan sjö marka sigur á Íslandsmeisturum Fram, 25-18, í Höllinni á Akureyri í kvöld en þetta var leikur í fyrstu umferð Olís-deildar karla í handbolta. Bæði lið mæta til leiks með breytt lið en Framarar hafa þó misst nánast allt liðið sem skilaði félaginu Íslandsmeistaratitlinum síðasta vor. Valþór Guðrúnarsson átti flottan leik í liði norðanmanna og skoraði 8 mörk úr 11 skotum en Kristján Orri Jóhannsson skoraði fimm mörk fyrir Akureyri. Sigfús Páll Sigfússon var markahæstur hjá Fram með fimm mörk. Það var lítil spenna í boði þegar Akureyri tók á móti Fram í fyrsta leik tímabilsins í Olís deild karla. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað og töluverður haustbragur var á leik flestra og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Báðum liðum gekk afar illa að koma boltanum í netið og eftir tæplega tuttugu mínútna leik þegar Bjarni Fritzson kom Akureyri í 3-2. Leikurinn var svo nokkuð jafn þangað til að heimamenn náðu góðum spretti rétt fyrir hálfleik sem skilaði þeim þriggja marka forustu í hálfleik, 9-6. Það var í raun aðeins eitt lið sem mætti til leiks í seinni hálfleik og sigur heimamanna því aldrei í hættu eftir að þeir voru búnir að ná fimm marka forskoti eftir um tíu mínútna leik í seinni hálfleik. Á sama tíma fékk Gunnar Þórsson sína þriðju brottvísun en það virtist ekki hafa nein áhrif á heimamenn sem héldu áfram að auka forskot sitt sem fór mest í átta mörk en endaði svo í sjö, 25-18. Það voru ungir og efnilegir menn sem voru í sviðsljósinu hjá heimamönnum en Valþór Guðrúnarson var markahæstur með átta, Kristján Orri Jóhannsson fimm og Sigþór Heimisson og Bjarni Fritszon komu þar á eftir með þrjú. Hjá heimamönnum var það Sigfús Páll Sigfússon sem var markahæstur með fimm en þeir Stefán Baldvin Stefánsson og Sigurður Örn Þorsteinsson komu þar á eftir með fjögur. Jovan Kukobat stóð sig vel í marki heimamanna og varði 14 skot á meðan Steffan Nielsen varði átta skot og virkaði afar pirraður í marki Fram. Valþór Guðrúnarson: Þetta er mjög spennandi tímabil„Þetta er mjög ljúft,“ sagði Valþór Guðrúnarson besti leikmaður Akureyrar strax eftir leik. „Það er gott að byrja þetta af krafti en þetta var brösug byrjun á þessum leik en heilt yfir þá spiluðum við þetta vel. Þetta er fyrsti leikur eftir frí, menn eru að stilla sig saman og það eru margir nýir en í heild erum við bara helvíti flottir.“ Valþór endaði með átta mörk í þessum leik og virðist vera með stærra hlutverk þetta tímabil en áður. „Já, þetta er mjög spennandi tímabil. Ég er ánægður hvernig ég kem undan vetri og ég ætla mér stóra hluti á þessu tímabili.“ Bjarni Fritszon: Vantar ekki efnivið hér á Akureyri„Flottur sigur,“ sagði Bjarni Fritzson annar þjálfari Akureyrar nokkuð sáttur eftir sigur í fyrsta leik gegn ríkjandi Íslandsmeisturum. „Það er búinn að vera góður stígandi í þessu í sumar. Með nýjum mönnum koma nýir vinklar og ég er mjög sáttur með þessa viðbót sem við fengum.“ Það er nokkuð ljóst að yngri strákar eru að fá stærri hlutverk þetta tímabilið. „Já, eins og við töluðum um í sumar þá vantar ekki efnivið hér á Akureyri. Við erum búnir að vera að vinna stíft í sumar og strákarnir mjög duglegir og hafa náð að bæta sig mikið. Sigþór Heimisson er að koma þarna inn líka og spilaði nánast 80% af leiknum sóknarlega og stóð sig mjög vel líka. Svo kemur Arnþór inn og setur eina sleggju sem og Jón Heiðar fer í gegn. Þetta eru strákar sem hafa verið við hópinn en ekki fengið mikinn tíma.“ Guðlaugur Arnarsson: Ósáttur við sóknarleikinn„Ég er ósáttur með sóknarleik liðsins í dag,“ sagði Guðlaugur Arnarsson strax eftir leik. „Við töpum þessu fyrst og fremst þar þrátt fyrir mörg barnaleg og léleg mistök varnarlega þá erum við samt að halda haus betur þar.“ „Það kemur ekkert endilega á óvart að tapa leik en ég vonaðist til þess að við færum að mæta grimmari til leiks. Munurinn á þessum liðum er ekki svona mikill að við eigum ekki að geta barist við þá. Við komum ekkert inn í seinni hálfleikinn og missum þetta frá okkur þá, baráttan dottin niður og við komum ekkert til baka eftir það. Það skiptir alltaf máli ef það vantar lykilmenn en þetta er hópurinn sem spilaði í dag og við lögðum upp með það að vinna með þennan hóp.“ Það gekk illa að skora, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. „Já, þetta var brösug byrjun og ég get alveg trúað því að menn hafi verið pínu smeykir. Það var ákveðin haustbragur af þessu og það er erfitt fyrir þessa yngri að koma á Akureyri, þetta er góður heimavöllur.“ Olís-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Fleiri fréttir Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Sjá meira
Akureyringar unnu öruggan sjö marka sigur á Íslandsmeisturum Fram, 25-18, í Höllinni á Akureyri í kvöld en þetta var leikur í fyrstu umferð Olís-deildar karla í handbolta. Bæði lið mæta til leiks með breytt lið en Framarar hafa þó misst nánast allt liðið sem skilaði félaginu Íslandsmeistaratitlinum síðasta vor. Valþór Guðrúnarsson átti flottan leik í liði norðanmanna og skoraði 8 mörk úr 11 skotum en Kristján Orri Jóhannsson skoraði fimm mörk fyrir Akureyri. Sigfús Páll Sigfússon var markahæstur hjá Fram með fimm mörk. Það var lítil spenna í boði þegar Akureyri tók á móti Fram í fyrsta leik tímabilsins í Olís deild karla. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað og töluverður haustbragur var á leik flestra og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Báðum liðum gekk afar illa að koma boltanum í netið og eftir tæplega tuttugu mínútna leik þegar Bjarni Fritzson kom Akureyri í 3-2. Leikurinn var svo nokkuð jafn þangað til að heimamenn náðu góðum spretti rétt fyrir hálfleik sem skilaði þeim þriggja marka forustu í hálfleik, 9-6. Það var í raun aðeins eitt lið sem mætti til leiks í seinni hálfleik og sigur heimamanna því aldrei í hættu eftir að þeir voru búnir að ná fimm marka forskoti eftir um tíu mínútna leik í seinni hálfleik. Á sama tíma fékk Gunnar Þórsson sína þriðju brottvísun en það virtist ekki hafa nein áhrif á heimamenn sem héldu áfram að auka forskot sitt sem fór mest í átta mörk en endaði svo í sjö, 25-18. Það voru ungir og efnilegir menn sem voru í sviðsljósinu hjá heimamönnum en Valþór Guðrúnarson var markahæstur með átta, Kristján Orri Jóhannsson fimm og Sigþór Heimisson og Bjarni Fritszon komu þar á eftir með þrjú. Hjá heimamönnum var það Sigfús Páll Sigfússon sem var markahæstur með fimm en þeir Stefán Baldvin Stefánsson og Sigurður Örn Þorsteinsson komu þar á eftir með fjögur. Jovan Kukobat stóð sig vel í marki heimamanna og varði 14 skot á meðan Steffan Nielsen varði átta skot og virkaði afar pirraður í marki Fram. Valþór Guðrúnarson: Þetta er mjög spennandi tímabil„Þetta er mjög ljúft,“ sagði Valþór Guðrúnarson besti leikmaður Akureyrar strax eftir leik. „Það er gott að byrja þetta af krafti en þetta var brösug byrjun á þessum leik en heilt yfir þá spiluðum við þetta vel. Þetta er fyrsti leikur eftir frí, menn eru að stilla sig saman og það eru margir nýir en í heild erum við bara helvíti flottir.“ Valþór endaði með átta mörk í þessum leik og virðist vera með stærra hlutverk þetta tímabil en áður. „Já, þetta er mjög spennandi tímabil. Ég er ánægður hvernig ég kem undan vetri og ég ætla mér stóra hluti á þessu tímabili.“ Bjarni Fritszon: Vantar ekki efnivið hér á Akureyri„Flottur sigur,“ sagði Bjarni Fritzson annar þjálfari Akureyrar nokkuð sáttur eftir sigur í fyrsta leik gegn ríkjandi Íslandsmeisturum. „Það er búinn að vera góður stígandi í þessu í sumar. Með nýjum mönnum koma nýir vinklar og ég er mjög sáttur með þessa viðbót sem við fengum.“ Það er nokkuð ljóst að yngri strákar eru að fá stærri hlutverk þetta tímabilið. „Já, eins og við töluðum um í sumar þá vantar ekki efnivið hér á Akureyri. Við erum búnir að vera að vinna stíft í sumar og strákarnir mjög duglegir og hafa náð að bæta sig mikið. Sigþór Heimisson er að koma þarna inn líka og spilaði nánast 80% af leiknum sóknarlega og stóð sig mjög vel líka. Svo kemur Arnþór inn og setur eina sleggju sem og Jón Heiðar fer í gegn. Þetta eru strákar sem hafa verið við hópinn en ekki fengið mikinn tíma.“ Guðlaugur Arnarsson: Ósáttur við sóknarleikinn„Ég er ósáttur með sóknarleik liðsins í dag,“ sagði Guðlaugur Arnarsson strax eftir leik. „Við töpum þessu fyrst og fremst þar þrátt fyrir mörg barnaleg og léleg mistök varnarlega þá erum við samt að halda haus betur þar.“ „Það kemur ekkert endilega á óvart að tapa leik en ég vonaðist til þess að við færum að mæta grimmari til leiks. Munurinn á þessum liðum er ekki svona mikill að við eigum ekki að geta barist við þá. Við komum ekkert inn í seinni hálfleikinn og missum þetta frá okkur þá, baráttan dottin niður og við komum ekkert til baka eftir það. Það skiptir alltaf máli ef það vantar lykilmenn en þetta er hópurinn sem spilaði í dag og við lögðum upp með það að vinna með þennan hóp.“ Það gekk illa að skora, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. „Já, þetta var brösug byrjun og ég get alveg trúað því að menn hafi verið pínu smeykir. Það var ákveðin haustbragur af þessu og það er erfitt fyrir þessa yngri að koma á Akureyri, þetta er góður heimavöllur.“
Olís-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Fleiri fréttir Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Sjá meira