Heims- og Evrópumeistari á Kópavogsvellinum á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2013 23:15 Aníta Hinriksdóttir fagnar sigri í Úkraínu. Mynd/NordicPhotos/Getty Heims- og Evrópumeistarinn Aníta Hinriksdóttir mun taka þátt í Meistaramóti Íslands í flokki 15 til 22 ára sem fer fram á Kópavogsvellinum um helgina. Ísland á mikið af mjög efnilegu frjálsíþróttafólki og meðal 200 keppenda á mótinu eru sumir af okkar fremstu íþróttamönnum og allt efnilegasta frjálsíþróttafólk landsins. Aníta Hinriksdóttir og Kolbeinn Höður Gunnarsson, sem bæði hafa nýverið sett Íslandsmet, eru meðal keppenda. Aníta sem varð Evrópumeistari í 800m hlaupi í flokki U20 stuttu eftir að hafa orðið heimsmeistari í sömu grein í flokki U18 í Úkraínu mun hlaupa 400m á Kópavogsvellinum á morgun (laugardag) kl. 15:50. Hún mun hvíla 800 metrana fyrir NM U20 sem fram fer í Espoo í Finnalandi um næstu helgi. Keppt er í fjórum aldursflokkum hvors kyns: 15 ára, 16-17 ára, 18-19 ára og 20-22 ára. Frjálsíþróttadeild Breiðabliks sér um mótið, fyrir hönd Frjálsíþróttasambandsins. Allir sem að mótinu koma vinna í sjálfboðavinnu en um 50 manns starfa á mótinu, frá Breiðabliki og Fjölni. Keppni hefst kl. 10:00 á morgun með keppni í sleggjukasti þar sem Hilmar Jónsson mun gera atlögu að Íslandsmeti sínu með 5kg sleggju en það er 73,95 metrar. Á fyrri degi verða yfir 70 dagskrárliðir og gert ráð fyrir að keppni ljúki með 4x100m boðhlaupskeppni kl.17:20 sem er gjarnan afar spennandi . Allir okkar ungu íþróttamenn sem staðið hafa í eldlínunni í aldursflokkakeppni í útlöndum í sumar munu mæta til leiks. Þar á meðal þeir sem gerðu garðinn frægan á HM U18 í Úkraínu, EM 19 ára og yngri (U20) á Ítalíu og NM U23 í Finnlandi. Frjálsar íþróttir Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Heims- og Evrópumeistarinn Aníta Hinriksdóttir mun taka þátt í Meistaramóti Íslands í flokki 15 til 22 ára sem fer fram á Kópavogsvellinum um helgina. Ísland á mikið af mjög efnilegu frjálsíþróttafólki og meðal 200 keppenda á mótinu eru sumir af okkar fremstu íþróttamönnum og allt efnilegasta frjálsíþróttafólk landsins. Aníta Hinriksdóttir og Kolbeinn Höður Gunnarsson, sem bæði hafa nýverið sett Íslandsmet, eru meðal keppenda. Aníta sem varð Evrópumeistari í 800m hlaupi í flokki U20 stuttu eftir að hafa orðið heimsmeistari í sömu grein í flokki U18 í Úkraínu mun hlaupa 400m á Kópavogsvellinum á morgun (laugardag) kl. 15:50. Hún mun hvíla 800 metrana fyrir NM U20 sem fram fer í Espoo í Finnalandi um næstu helgi. Keppt er í fjórum aldursflokkum hvors kyns: 15 ára, 16-17 ára, 18-19 ára og 20-22 ára. Frjálsíþróttadeild Breiðabliks sér um mótið, fyrir hönd Frjálsíþróttasambandsins. Allir sem að mótinu koma vinna í sjálfboðavinnu en um 50 manns starfa á mótinu, frá Breiðabliki og Fjölni. Keppni hefst kl. 10:00 á morgun með keppni í sleggjukasti þar sem Hilmar Jónsson mun gera atlögu að Íslandsmeti sínu með 5kg sleggju en það er 73,95 metrar. Á fyrri degi verða yfir 70 dagskrárliðir og gert ráð fyrir að keppni ljúki með 4x100m boðhlaupskeppni kl.17:20 sem er gjarnan afar spennandi . Allir okkar ungu íþróttamenn sem staðið hafa í eldlínunni í aldursflokkakeppni í útlöndum í sumar munu mæta til leiks. Þar á meðal þeir sem gerðu garðinn frægan á HM U18 í Úkraínu, EM 19 ára og yngri (U20) á Ítalíu og NM U23 í Finnlandi.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira