Getur Usain Bolt bætt sig frekar? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júlí 2013 10:14 Bolt í Berlín árið 2009. Nordicphotos/Getty Heimsmet Jamaíkamannsins Usain Bolt í 100 metra hlaupi, 9,58 sekúndur, hefur staðið óhreyft í fjögur ár. Skiptar skoðanir eru á möguleikum Bolt til að bæta met sitt í framtíðinni.Á heimasíðu BBC er fjallað um eðlisfræðilegar rannsóknir á árangri Bolt. Vísindamenn þar vísa í stærðfræðilegt líkan sem þeir segja sýna það afl og orku sem Bolt hafi þurft á að halda til að vinna gegn vindmótstöðu sem í raun sé meiri vegna þess hve hávaxinn kappinn sé. Bolt er 195 sentimetrar á hæð sem hefur til þess verið talið honum til tekna í hlaupinu, réttilega. Hann er afar skreflangur en vísindamennirnir fullyrða að hæðin auki vindmótstöðuna gífurlega. Samkvæmt líkani þeirra náði Bolt mest 12,2 m/s hraða eða um 44 km/klst. Bolt notaði mest afl (orka á tímaeiningu) þegar aðeins ein sekúnda var liðin af hlaupinu. Þá hafði hann hins vegar aðeins náð um helmingnum af þeim hraða sem hann mest náði og áður var nefndur.Usain Bolt í Berlín.Nordicphotos/GettyVísindamennirnir segja þetta sýna hversu rosalega stórt hlutverk vindmótstaðan leikur. Aðeins um 8% af orkunni sem Bolt fékk úr vöðvum sínum gat hann nýtt í hreina hreyfingu. Afgangurinn, heil 92%, fór í að vinna á móti vindmótstöðunni. John Barrow við háskólann í Cambridge segir að Bolt geti enn aukið hraða sinn og bætt metið sitt frá því í Berlín 2009. Verði Bolt örlítið fljótari upp úr blokkunum, fái hann örlítið meiri meðvind og ef hlaupið fer fram hærra yfir sjávarmáli sé möguleikinn fyrir hendi. Meðvindur Bolt í Berlín var 0,9 m/s en má mest vera 2,0 m/s til þess að met séu gild.Bolt hefur rakað inn verðlaunum í 100 metra, 200 metra og boðhlaupum undanfarin ár.Nordicphotos/GettyBlaðamaður Guardian, Sean Ingle, heldur því hins vegar fram í pistli sem birtur var í gær að Usain Bolt muni aldrei komast nærri heimsmeti sínu aftur. Í stuttu máli byggir Ingle skoðun sína á því að Bolt hafi í raun unnið allt sem hægt sé að vinna. Þá séu keppinautar hans að heltast úr lestinni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi auk þess sem Bolt hefur lent í meiri meiðslum undanfarin misseri en á hátindinum árið 2009.Greinina má sjá hér. Frjálsar íþróttir Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Sjá meira
Heimsmet Jamaíkamannsins Usain Bolt í 100 metra hlaupi, 9,58 sekúndur, hefur staðið óhreyft í fjögur ár. Skiptar skoðanir eru á möguleikum Bolt til að bæta met sitt í framtíðinni.Á heimasíðu BBC er fjallað um eðlisfræðilegar rannsóknir á árangri Bolt. Vísindamenn þar vísa í stærðfræðilegt líkan sem þeir segja sýna það afl og orku sem Bolt hafi þurft á að halda til að vinna gegn vindmótstöðu sem í raun sé meiri vegna þess hve hávaxinn kappinn sé. Bolt er 195 sentimetrar á hæð sem hefur til þess verið talið honum til tekna í hlaupinu, réttilega. Hann er afar skreflangur en vísindamennirnir fullyrða að hæðin auki vindmótstöðuna gífurlega. Samkvæmt líkani þeirra náði Bolt mest 12,2 m/s hraða eða um 44 km/klst. Bolt notaði mest afl (orka á tímaeiningu) þegar aðeins ein sekúnda var liðin af hlaupinu. Þá hafði hann hins vegar aðeins náð um helmingnum af þeim hraða sem hann mest náði og áður var nefndur.Usain Bolt í Berlín.Nordicphotos/GettyVísindamennirnir segja þetta sýna hversu rosalega stórt hlutverk vindmótstaðan leikur. Aðeins um 8% af orkunni sem Bolt fékk úr vöðvum sínum gat hann nýtt í hreina hreyfingu. Afgangurinn, heil 92%, fór í að vinna á móti vindmótstöðunni. John Barrow við háskólann í Cambridge segir að Bolt geti enn aukið hraða sinn og bætt metið sitt frá því í Berlín 2009. Verði Bolt örlítið fljótari upp úr blokkunum, fái hann örlítið meiri meðvind og ef hlaupið fer fram hærra yfir sjávarmáli sé möguleikinn fyrir hendi. Meðvindur Bolt í Berlín var 0,9 m/s en má mest vera 2,0 m/s til þess að met séu gild.Bolt hefur rakað inn verðlaunum í 100 metra, 200 metra og boðhlaupum undanfarin ár.Nordicphotos/GettyBlaðamaður Guardian, Sean Ingle, heldur því hins vegar fram í pistli sem birtur var í gær að Usain Bolt muni aldrei komast nærri heimsmeti sínu aftur. Í stuttu máli byggir Ingle skoðun sína á því að Bolt hafi í raun unnið allt sem hægt sé að vinna. Þá séu keppinautar hans að heltast úr lestinni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi auk þess sem Bolt hefur lent í meiri meiðslum undanfarin misseri en á hátindinum árið 2009.Greinina má sjá hér.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Sjá meira