Íslenskur arkitekt hannar og framleiðir eigin húsgagnalínu Ellý Ármanns skrifar 31. maí 2013 12:00 Arkitektinn Guðlaug Jónsdóttir, betur þekkt sem Gulla, er stödd hér á landi til að fagna nýrri húsgagnalínu sem hún hannar sjálf og framleiðir. Gulla hefur búið í Los Angeles í rúmlega tuttugu ár þar sem hún sinnir ástríðu sinni sem er að hanna og skapa. Við forvitnuðumst um húsgagnalínuna sem ber heitið Gulla furnishings - The Tree Collection. Hvað leggur þú áherslu á í hönnuninni? „Hreinar línur, þægindi og að það sé eitthvað listrænt og óvenjulegt við hönnunina, næstum eins og functional skúlptúr. Öll efni eru frá náttúrunnar hendi og mér finnst gaman að blanda saman ólíkum efnum eins og til dæmis málmi og við," svarar Gulla. „Shaken not stirred" eftir Gullu. „Í borðstofuborðinu sem hér er mynd af er til dæmis grafið út fyrir brons „inlay" í eikarvið. Innblástur fyrir formið á þessum málmi inn í borðinu er tekinn af tré séð af himnum ofan. Þessi fyrsta húsgagnalína mín nefnist „Tree Collection" og er hugsunin á bak við hana skuggi sem varpast af trjám á þéttbýli og kastar spegilmynd,“ segir Gulla. Hrá fegurð„Einnig hef ég alltaf notast mikið við líkamleg- og skúlptúrform í mínum arkitektúr og það sama á við hér í húsgögnunum. Kannski má orða það sem svo að þetta sé hrá fegurð sem er örlítið óvænt en jafnframt tælandi." Fékk einstakt tækifæri Hvernig kom það til að þú ákvaðst að gerast húsgagnahönnuður? „Það er næstum því tilviljun en ég hef hannað húsgögn í mörg ár sem hluta af minni vinnu, eins og til dæmis stóla og borð fyrir veitingahús, öll húsgöng inn á hótelherbergi og svo framvegis og alltaf hugsað með mér að ég myndi kannski einn daginn koma með sérstaka húsgagnalínu," segir hún og heldur áfram: Stór kúnni með kröfur „Svo bauðst mér tækifæri við að hann öll sérhönnuð húsgögn fyrir stórt einbýlishús í Malibu. Þetta var fyrrverandi kúnni og eigandi Chinese Theater í Hollywood sem hafði byggt sér hús sérstaklega til að hýsa listaverkin sín. Það eru þrjú listagallerí í húsinu og þegar kom að því að setja húsgögn inn vildi hann að þau væru sérkennandi eins og húsið og listaverkasafnið og hafði því samband við mig og bað mig um að hanna öll húsgögnin. Þarna var fullkomið tækifæri til að láta hann borga fyrir prótó týpurnar og koma út með húsgagnalínu.“ Vildi eitthvað nýtt - öðruvísi „Hann langaði í þetta venjulega eins og sófa, borð, borðstofuborð, eitthvað til að sofa á eins og hann orðaði það og ég hófst handa og gekk svo langt að sannfæra hann um að það sem hann þyrfti væri að fá borstofustóla sem væru allt öðruvísi því þannig fengi ég prótótýpur (frumgerð). Þetta kom allt ágætlega út og allir stólarnir eru úr sama efni; hvítum við og hvítu leðri, en í þremur mismundandi formum og fjórir af hverri tegund, en ég komst ekki upp með að gera 12 tegundir þótt ég reyndi. En mér finnst alltaf töff að hafa smá eclectic hönnun sértaklega inn á heimili.“ „Svo bjuggum við til risastóran spegil sem er næstum tvöföld ég á hæð og það var nú heilmikið mál að hengja hann upp þannig að þetta er búið að vera krefjandi og lærdómsríkt ferli en samt sem áður mjög gaman.“ „Verslunin BDDW er þegar búin að selja einn bar cart sem ég hannaði og heitir: „Shaken not stirred". Þessi bar er á hjólum og er smíðaður af alveg frábærri stálverksmiðju í New York sem gerði til dæmis fyrsta Barcelona stólinn eftir Ludwig Mies Van der Rohe og eru gæðin alveg á hæsta mælikvarða. Þessi bar cart er handsmíðaður úr bronz og með leðurbökkum." Húsgagnalínan fer í sölu í sumar Hvar fæst húsgagnalínan þín? „Varan er ekki opinberlega komin út fyrr en ég held opnunarteitið í Los Angeles 8. júní næstkomandi en nú þegar er mjög flottur húsgagna salur hér í LA sem hefur áhuga og ein verslun sem er reyndar fyndið því hún var alltaf uppáhaldsbúðin mín í New York og heitir BDDW. Ég fór svo oft þarna inn þegar ég var að byrja minn starfsferil og var alltaf svo hrifin af þessari búð og vildi helst bara búa þarna inni því hún var svo töff." Söluaðili Gullu hér á landi er Vallý. Netfangið hennar [email protected]. Einnig er varan seld á vefsíðu Gullu: www.gplusdesign.com Hér má lesa viðtal sem við tókum við Gullu í fyrra. Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Arkitektinn Guðlaug Jónsdóttir, betur þekkt sem Gulla, er stödd hér á landi til að fagna nýrri húsgagnalínu sem hún hannar sjálf og framleiðir. Gulla hefur búið í Los Angeles í rúmlega tuttugu ár þar sem hún sinnir ástríðu sinni sem er að hanna og skapa. Við forvitnuðumst um húsgagnalínuna sem ber heitið Gulla furnishings - The Tree Collection. Hvað leggur þú áherslu á í hönnuninni? „Hreinar línur, þægindi og að það sé eitthvað listrænt og óvenjulegt við hönnunina, næstum eins og functional skúlptúr. Öll efni eru frá náttúrunnar hendi og mér finnst gaman að blanda saman ólíkum efnum eins og til dæmis málmi og við," svarar Gulla. „Shaken not stirred" eftir Gullu. „Í borðstofuborðinu sem hér er mynd af er til dæmis grafið út fyrir brons „inlay" í eikarvið. Innblástur fyrir formið á þessum málmi inn í borðinu er tekinn af tré séð af himnum ofan. Þessi fyrsta húsgagnalína mín nefnist „Tree Collection" og er hugsunin á bak við hana skuggi sem varpast af trjám á þéttbýli og kastar spegilmynd,“ segir Gulla. Hrá fegurð„Einnig hef ég alltaf notast mikið við líkamleg- og skúlptúrform í mínum arkitektúr og það sama á við hér í húsgögnunum. Kannski má orða það sem svo að þetta sé hrá fegurð sem er örlítið óvænt en jafnframt tælandi." Fékk einstakt tækifæri Hvernig kom það til að þú ákvaðst að gerast húsgagnahönnuður? „Það er næstum því tilviljun en ég hef hannað húsgögn í mörg ár sem hluta af minni vinnu, eins og til dæmis stóla og borð fyrir veitingahús, öll húsgöng inn á hótelherbergi og svo framvegis og alltaf hugsað með mér að ég myndi kannski einn daginn koma með sérstaka húsgagnalínu," segir hún og heldur áfram: Stór kúnni með kröfur „Svo bauðst mér tækifæri við að hann öll sérhönnuð húsgögn fyrir stórt einbýlishús í Malibu. Þetta var fyrrverandi kúnni og eigandi Chinese Theater í Hollywood sem hafði byggt sér hús sérstaklega til að hýsa listaverkin sín. Það eru þrjú listagallerí í húsinu og þegar kom að því að setja húsgögn inn vildi hann að þau væru sérkennandi eins og húsið og listaverkasafnið og hafði því samband við mig og bað mig um að hanna öll húsgögnin. Þarna var fullkomið tækifæri til að láta hann borga fyrir prótó týpurnar og koma út með húsgagnalínu.“ Vildi eitthvað nýtt - öðruvísi „Hann langaði í þetta venjulega eins og sófa, borð, borðstofuborð, eitthvað til að sofa á eins og hann orðaði það og ég hófst handa og gekk svo langt að sannfæra hann um að það sem hann þyrfti væri að fá borstofustóla sem væru allt öðruvísi því þannig fengi ég prótótýpur (frumgerð). Þetta kom allt ágætlega út og allir stólarnir eru úr sama efni; hvítum við og hvítu leðri, en í þremur mismundandi formum og fjórir af hverri tegund, en ég komst ekki upp með að gera 12 tegundir þótt ég reyndi. En mér finnst alltaf töff að hafa smá eclectic hönnun sértaklega inn á heimili.“ „Svo bjuggum við til risastóran spegil sem er næstum tvöföld ég á hæð og það var nú heilmikið mál að hengja hann upp þannig að þetta er búið að vera krefjandi og lærdómsríkt ferli en samt sem áður mjög gaman.“ „Verslunin BDDW er þegar búin að selja einn bar cart sem ég hannaði og heitir: „Shaken not stirred". Þessi bar er á hjólum og er smíðaður af alveg frábærri stálverksmiðju í New York sem gerði til dæmis fyrsta Barcelona stólinn eftir Ludwig Mies Van der Rohe og eru gæðin alveg á hæsta mælikvarða. Þessi bar cart er handsmíðaður úr bronz og með leðurbökkum." Húsgagnalínan fer í sölu í sumar Hvar fæst húsgagnalínan þín? „Varan er ekki opinberlega komin út fyrr en ég held opnunarteitið í Los Angeles 8. júní næstkomandi en nú þegar er mjög flottur húsgagna salur hér í LA sem hefur áhuga og ein verslun sem er reyndar fyndið því hún var alltaf uppáhaldsbúðin mín í New York og heitir BDDW. Ég fór svo oft þarna inn þegar ég var að byrja minn starfsferil og var alltaf svo hrifin af þessari búð og vildi helst bara búa þarna inni því hún var svo töff." Söluaðili Gullu hér á landi er Vallý. Netfangið hennar [email protected]. Einnig er varan seld á vefsíðu Gullu: www.gplusdesign.com Hér má lesa viðtal sem við tókum við Gullu í fyrra.
Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira