ESB gefur Færeyingum mánaðarfrest í síldardeilunni 17. maí 2013 14:28 Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti í dag að Færeyingar hefðu eins mánaðar frest til að svara ESB um hvort þeir ætluðu að endurskoða ákvörðun sína um stóraukinn kvóta úr síldarstofninum í Norður Atlantshafi. Í frétt um málið á vefsíðu börsen segir að ef svar komi ekki innan þessa fresta munu refsiaðgerðir ESB á hendur Færeyingum taka gildi. Þær fela m.a. í sér bann á sölu á færeyskri síld og síldarafurðum innan ESB sem og löndunarbann á færeysk síldarskip í öllum höfnum sambandsins. Deila þessi hefur staðið frá því í desember í fyrra. Þá ákváðu Færeyingar að segja sig frá samningaviðræðum um síldaveiðar í Norður Atlantshafi. Auk þeirra og ESB áttu Íslendingar, Norðmenn og Rússar aðild að þessum viðræðum. Í framhaldinu ákváðu Færeyingar einhliða að auka síldarkvóta sinn um 145% frá þeim kvóta sem þeir höfðu fengið árið áður. Hinar þjóðirnar, og ESB, höfðu áður ákveðið að skera síldarkvótann niður um 26% en það var talið nauðsynlegt til þess að viðhalda stofninum í þeirri stærð sem hann er núna. Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti í dag að Færeyingar hefðu eins mánaðar frest til að svara ESB um hvort þeir ætluðu að endurskoða ákvörðun sína um stóraukinn kvóta úr síldarstofninum í Norður Atlantshafi. Í frétt um málið á vefsíðu börsen segir að ef svar komi ekki innan þessa fresta munu refsiaðgerðir ESB á hendur Færeyingum taka gildi. Þær fela m.a. í sér bann á sölu á færeyskri síld og síldarafurðum innan ESB sem og löndunarbann á færeysk síldarskip í öllum höfnum sambandsins. Deila þessi hefur staðið frá því í desember í fyrra. Þá ákváðu Færeyingar að segja sig frá samningaviðræðum um síldaveiðar í Norður Atlantshafi. Auk þeirra og ESB áttu Íslendingar, Norðmenn og Rússar aðild að þessum viðræðum. Í framhaldinu ákváðu Færeyingar einhliða að auka síldarkvóta sinn um 145% frá þeim kvóta sem þeir höfðu fengið árið áður. Hinar þjóðirnar, og ESB, höfðu áður ákveðið að skera síldarkvótann niður um 26% en það var talið nauðsynlegt til þess að viðhalda stofninum í þeirri stærð sem hann er núna.
Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira