Innistæðueigendur á Kýpur gætu tapað 1.300 milljörðum 15. apríl 2013 13:38 Efnaðir innistæðueigendur á Kýpur, það er þeir sem eiga meir en 100.000 evrur inn á reikningum sínum í tveimur stærstu bönkunum, gætu tapað 8,2 milljörðum evra eða tæplega 1.300 milljörðum kr. Þetta kemur fram í nýjum gögnum sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur látið útbúa. Tekið er fram að fyrrgreind upphæð er hámarkstap þessara innistæðueigenda í tengslum við skilyrði neyðarlánsins sem Kýpur fékk til að bjarga bankakerfi eyjunnar og forðast þjóðargjaldþrot. Upphæðin muni minnka í samræmi við heimturnar úr þrotabúi Laiki banka, næststærsta bankans á Kýpur og þess sem gæti komið út úr endurskipulaginu Kýpur bankans, þess stærsta á eyjunni. Í frétt um málið á Reuters segir að hluthafar og skuldabréfaeigendur muni tapa öllu sínu fé í Laiki bankanum og þeir sem eiga óvarin skuldabréf í Kýpur bankanum muni einnig tapa verulega upphæðum. Gögnin sem hér um ræðir eru dagsett 12. apríl. Í svipuðum gögnum sem sett voru fram 9. apríl kom fram að Kýpur þarf um 5 milljörðum evra meira fé en nemur neyðarláninu frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og þeim aðgerðum sem þegar höfðu verið ákveðnar af stjórnvöldum á Kýpur. Upphaflega var talið að upphæðin væri rúmlega 17,5 milljarðar evra og þar af var lánið frá ESB og AGS upp á 10 milljarða evra. Þann 9. apríl kom svo fram að þörfin er um 23 milljarðar evra en mismunurinn verður að stórum hluta sóttur í vasa efnaðra innistæðueigenda og handhafa skuldabréfa í fyrrgreindum bönkum. Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Efnaðir innistæðueigendur á Kýpur, það er þeir sem eiga meir en 100.000 evrur inn á reikningum sínum í tveimur stærstu bönkunum, gætu tapað 8,2 milljörðum evra eða tæplega 1.300 milljörðum kr. Þetta kemur fram í nýjum gögnum sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur látið útbúa. Tekið er fram að fyrrgreind upphæð er hámarkstap þessara innistæðueigenda í tengslum við skilyrði neyðarlánsins sem Kýpur fékk til að bjarga bankakerfi eyjunnar og forðast þjóðargjaldþrot. Upphæðin muni minnka í samræmi við heimturnar úr þrotabúi Laiki banka, næststærsta bankans á Kýpur og þess sem gæti komið út úr endurskipulaginu Kýpur bankans, þess stærsta á eyjunni. Í frétt um málið á Reuters segir að hluthafar og skuldabréfaeigendur muni tapa öllu sínu fé í Laiki bankanum og þeir sem eiga óvarin skuldabréf í Kýpur bankanum muni einnig tapa verulega upphæðum. Gögnin sem hér um ræðir eru dagsett 12. apríl. Í svipuðum gögnum sem sett voru fram 9. apríl kom fram að Kýpur þarf um 5 milljörðum evra meira fé en nemur neyðarláninu frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og þeim aðgerðum sem þegar höfðu verið ákveðnar af stjórnvöldum á Kýpur. Upphaflega var talið að upphæðin væri rúmlega 17,5 milljarðar evra og þar af var lánið frá ESB og AGS upp á 10 milljarða evra. Þann 9. apríl kom svo fram að þörfin er um 23 milljarðar evra en mismunurinn verður að stórum hluta sóttur í vasa efnaðra innistæðueigenda og handhafa skuldabréfa í fyrrgreindum bönkum.
Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira