„Djassgeggjarinn getur verið heima hjá sér“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 16. apríl 2013 16:10 Mynd úr safni. „Þetta eru fimm metrar í hillu,“ segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni, um fyrirhugaða rýmingarsölu á vínilplötum hans. „Ég hef aldrei talið þetta, örugglega fullur bás í Kolaportinu en þetta er ekkert stærsta plötusafn á Íslandi.“ Gunnar ætlar að selja megnið af safni sínu í Kolaportinu laugardaginn 27. apríl, en það er dagurinn sem Íslendingar ganga til Alþingiskosninga. „Ég er með þetta uppi í hillu en staðreyndin er sú að þó maður geti teygt sig í þetta þá er auðveldara að spila þetta af netinu. Það er því enginn tilgangur með því að eiga þetta, nema auðvitað tilfinningalegur, sem ég er að reyna að skera á.“ Ekki eru mörg ár síðan Gunnar seldi geisladiskasafnið sitt, og þá hugðist hann skipta alfarið yfir í vínýl. „Já já, þetta gengur fram og til baka. Ég er ekki að segja að ég eigi ekki eftir að koma mér upp öðru vínylsafni einhvern tímann. Ég seldi geisladiskana samt á hárréttum tíma. Ég hefði aldrei getað selt þá í dag, þeir eru bara orðnir verðlausir eins og VHS-spólur.“ Gunnar ætlar þó að halda plötum Bítlanna og hljómsveitarinnar XTC, en hann hefur sérstakt dálæti á þeim. „Það eru hvort eð er ekkert merkilegar útgáfur, en síðan ætla ég líka að halda eftir tveggja metra safni af tónlist frá Eyjaálfu. Það hefur gengið á milli mín og Arnars Eggerts (Thoroddsen, tónlistarblaðamanns á Morgunblaðinu) í mörg ár.“ Gunnar segir að ekki sé mikið um „einhverja rosalega gimsteina“ í safninu sem hann ætlar að selja, en þó sé eitthvað af fágætu íslensku efni. „Þetta er frá ABBA og niður í eitthvað sem byrjar á Z. Auðvitað mikið frá mótunarárum mínum í pönki og nýbylgju. Þetta er allskonar dót en djassgeggjarinn getur verið heima hjá sér. Eða nei nei, hann getur svo sem komið. Ég held það sé ein djassplata hérna.“ Tónlist Mest lesið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Þetta eru fimm metrar í hillu,“ segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni, um fyrirhugaða rýmingarsölu á vínilplötum hans. „Ég hef aldrei talið þetta, örugglega fullur bás í Kolaportinu en þetta er ekkert stærsta plötusafn á Íslandi.“ Gunnar ætlar að selja megnið af safni sínu í Kolaportinu laugardaginn 27. apríl, en það er dagurinn sem Íslendingar ganga til Alþingiskosninga. „Ég er með þetta uppi í hillu en staðreyndin er sú að þó maður geti teygt sig í þetta þá er auðveldara að spila þetta af netinu. Það er því enginn tilgangur með því að eiga þetta, nema auðvitað tilfinningalegur, sem ég er að reyna að skera á.“ Ekki eru mörg ár síðan Gunnar seldi geisladiskasafnið sitt, og þá hugðist hann skipta alfarið yfir í vínýl. „Já já, þetta gengur fram og til baka. Ég er ekki að segja að ég eigi ekki eftir að koma mér upp öðru vínylsafni einhvern tímann. Ég seldi geisladiskana samt á hárréttum tíma. Ég hefði aldrei getað selt þá í dag, þeir eru bara orðnir verðlausir eins og VHS-spólur.“ Gunnar ætlar þó að halda plötum Bítlanna og hljómsveitarinnar XTC, en hann hefur sérstakt dálæti á þeim. „Það eru hvort eð er ekkert merkilegar útgáfur, en síðan ætla ég líka að halda eftir tveggja metra safni af tónlist frá Eyjaálfu. Það hefur gengið á milli mín og Arnars Eggerts (Thoroddsen, tónlistarblaðamanns á Morgunblaðinu) í mörg ár.“ Gunnar segir að ekki sé mikið um „einhverja rosalega gimsteina“ í safninu sem hann ætlar að selja, en þó sé eitthvað af fágætu íslensku efni. „Þetta er frá ABBA og niður í eitthvað sem byrjar á Z. Auðvitað mikið frá mótunarárum mínum í pönki og nýbylgju. Þetta er allskonar dót en djassgeggjarinn getur verið heima hjá sér. Eða nei nei, hann getur svo sem komið. Ég held það sé ein djassplata hérna.“
Tónlist Mest lesið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira