Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Valur 20-22 Birgir H. Stefánsson skrifar 14. mars 2013 13:12 Mynd/Daníel Valur vann gríðarlega mikilvægan sigur á Akureyri í N1-deild karla í kvöld en er þrátt fyrir sigurinn enn í neðsta sæti deildarinnar. Þessi leikur mátti þó alls ekki tapast. Það var ljóst fyrir leik að um væri að ræða hálfgerðan úrslitaleik fyrir bæði lið. Akureyringar voru fimm stigum á eftir ÍR í fjórða sætinu og máttu ekki við því að tapa stigi ef þeir ætluðu að halda lífi í þeirri von að fá að taka þátt í úrslitakeppni. Valsmenn voru í neðsta sætinu og eins og svo oft áður á þessu tímabili voru þeir að leita að sigri sem kæmi þeim úr því og upp fyrir Aftureldingu. Gestirnir mættu til leiks með mjög framliggjandi vörn sem heimamenn áttu í bullandi vandræðum með enda tók það þá tæpar átta mínútur að ná að skora sitt fyrsta mark en þá höfðu Valsmenn komist í 0-3. Það var ekki fyrr en á 21. mínútu leiksins sem heimamenn náðu að jafna leikinn þegar Guðmundur H. Helgason skoraði en hann fór fyrir sínum mönnum í markaskorun með fimm af átta mörkum liðsins í fyrri hálfleik. Hjá Val var töluvert meiri dreifing á markaskorun en þegar flautað var til hálfleiks voru það alls átta leikmenn liðsins sem skiptu með sér markaskorun á tíu mörkum. Líkt og í upphafi leiks byrjuðu gestirnir seinni hálfleikinn á því að koma sér í þriggja marka forustu. Sterk framliggjandi vörn þeirra hélt áfram að valda heimamönnum vandræðum. Þegar um korter var eftir af leiknum skoraði Guðmundur H. Helgason mark og minnkaði muninn niður í aðeins eitt mark en þá tók við góður kafli hjá Val sem náðu fimm marka forustu þegar Fannar Þorbjörnsson var fyrstur manna fram og skoraði mark úr hraðaupphlaupi, 14-19. Heimamenn voru þó ekki á því að gefast upp og héldu áfram að berjast sem skilaði því að þegar aðeins þrjár mínútur voru eftir fengu þeir tækifæri á því að minnka muninn niður í eitt mark og það tvisvar en fengu dæmdan á sig ruðning í bæði skiptin við litla hrifningu stuðningsmanna. Valsmenn stóðust pressuna undir lokin og lönduðu sínum fyrsta sigri á árinu og afar dýrmætum stigum í baráttu sinni við að halda sæti í efstu deild að ári. Hlynur Morthens: Liggjum og horfum á ömurlegar myndir „Alveg frábær,“ sagði Hlynur Morthens markmaður og maður leiksins hjá Val þegar hann var spurður að því hvernig væri að koma norður og landa sigri. „Þetta er svo lífsnauðsynlegur sigur fyrir okkur að hálfa væri nóg. Þetta var farið að taka ansi mikið á sálartetraið á manni þessi úrslit í síðustu ég veit ekki hvað mörgum leikjum. En þvílíkur karakter að koma hingað norður í rútu eftir fimm tíma og vinna aftur hérna, ólýsanlega sterkur karakter. Ég held að við séum eina liðið sem er alltaf sent í rútu hingað en það hefur gengið vel þannig að það er ekkert verið að fara að breyta því.“ Er það þá galdurinn að sigra Akureyri á útivelli að taka rútu norður? „Fyrir okkur þá virkar það mjög vel. Við fáum að sofa út og liggjum í rútu að horfa á einhverjar ömurlegar myndir, sofum bara og erum ferskir þegar við mætum hingað.“Heimir Ríkarðsson: Það hlaut að koma að þessu „Hann er mjög langþráður þessi sigur,“ sagði Heimir Ríkarðsson brosmildur eftir leikinn. „Við erum búnir að vera rosalega nálægt því að vinna í síðustu leikjum, það hlaut að koma að þessu. Við höldum þessu áfram í spennu að við eigum möguleika ef aðrir leikir falla með okkur. Erfiður leikur næst á móti Haukum, útileikur líka og við verðum að klára það. Þetta hefði verið alveg hræðilegt að tapa þessu, þetta var upp á líf og dauða.“ Leikir hafa nú ekki beint verið að falla með Valsmönnum undanfarið, fór smá hrollur um þig þarna undir lokin? „Nei, það náði því ekki alveg þegar við vorum í fimm mörkum. En jú, vissulega var maður farinn að telja niður og vona að þetta færi að klárast. Við þarna mikilvægu síðasta marki þegar Gunnar fiskar víti og það klárar leikinn. Þetta eru búin að vera einhver fimm jafntefli og fjórir eða fimm leikir sem tapast með einu, núna er þetta að detta með okkur og vonandi gerir það áfram það sem eftir lifir móts.“Geir Guðmundsson: Virkilega súrt „Við erum bara virkilega súrir,“ sagði Geir Guðmundsson ósáttur eftir leik. „Þetta er bara virkilega leiðinlegt, við ætluðum að koma og sýna að við getum eitthvað í handbolta eftir ófarir síðustu helgar en svo töpum við bara. Virkilega súrt.“ Akureyringar voru inni í leiknum frá upphafi til enda en náðu samt aldrei að komast yfir og áttu í vandræðum með varnarleik Vals. „Já, við náðum alveg að spila okkur í gegn en við vorum bara ekki að nýta þessi færi. Svo vörum við bara hreinlega óheppnir hér undir lokin, hefði markið mitt og Bjarna talið þá hefði maður aldrei vitað hvað hefði getað gerst.“ Það voru tveir ruðningsdómar undir lokin sem heimamenn voru sérstaklega ósáttir með. „Já, nú verð ég að passa mig hvað ég segi. Ég upplifi þetta allavega þannig að þetta var ekki ruðningur og sérstaklega ekki þegar Dokic fer með olnboga og hné í magann á mér, það þykir mér ekki vera ruðningur.“ Olís-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Sjá meira
Valur vann gríðarlega mikilvægan sigur á Akureyri í N1-deild karla í kvöld en er þrátt fyrir sigurinn enn í neðsta sæti deildarinnar. Þessi leikur mátti þó alls ekki tapast. Það var ljóst fyrir leik að um væri að ræða hálfgerðan úrslitaleik fyrir bæði lið. Akureyringar voru fimm stigum á eftir ÍR í fjórða sætinu og máttu ekki við því að tapa stigi ef þeir ætluðu að halda lífi í þeirri von að fá að taka þátt í úrslitakeppni. Valsmenn voru í neðsta sætinu og eins og svo oft áður á þessu tímabili voru þeir að leita að sigri sem kæmi þeim úr því og upp fyrir Aftureldingu. Gestirnir mættu til leiks með mjög framliggjandi vörn sem heimamenn áttu í bullandi vandræðum með enda tók það þá tæpar átta mínútur að ná að skora sitt fyrsta mark en þá höfðu Valsmenn komist í 0-3. Það var ekki fyrr en á 21. mínútu leiksins sem heimamenn náðu að jafna leikinn þegar Guðmundur H. Helgason skoraði en hann fór fyrir sínum mönnum í markaskorun með fimm af átta mörkum liðsins í fyrri hálfleik. Hjá Val var töluvert meiri dreifing á markaskorun en þegar flautað var til hálfleiks voru það alls átta leikmenn liðsins sem skiptu með sér markaskorun á tíu mörkum. Líkt og í upphafi leiks byrjuðu gestirnir seinni hálfleikinn á því að koma sér í þriggja marka forustu. Sterk framliggjandi vörn þeirra hélt áfram að valda heimamönnum vandræðum. Þegar um korter var eftir af leiknum skoraði Guðmundur H. Helgason mark og minnkaði muninn niður í aðeins eitt mark en þá tók við góður kafli hjá Val sem náðu fimm marka forustu þegar Fannar Þorbjörnsson var fyrstur manna fram og skoraði mark úr hraðaupphlaupi, 14-19. Heimamenn voru þó ekki á því að gefast upp og héldu áfram að berjast sem skilaði því að þegar aðeins þrjár mínútur voru eftir fengu þeir tækifæri á því að minnka muninn niður í eitt mark og það tvisvar en fengu dæmdan á sig ruðning í bæði skiptin við litla hrifningu stuðningsmanna. Valsmenn stóðust pressuna undir lokin og lönduðu sínum fyrsta sigri á árinu og afar dýrmætum stigum í baráttu sinni við að halda sæti í efstu deild að ári. Hlynur Morthens: Liggjum og horfum á ömurlegar myndir „Alveg frábær,“ sagði Hlynur Morthens markmaður og maður leiksins hjá Val þegar hann var spurður að því hvernig væri að koma norður og landa sigri. „Þetta er svo lífsnauðsynlegur sigur fyrir okkur að hálfa væri nóg. Þetta var farið að taka ansi mikið á sálartetraið á manni þessi úrslit í síðustu ég veit ekki hvað mörgum leikjum. En þvílíkur karakter að koma hingað norður í rútu eftir fimm tíma og vinna aftur hérna, ólýsanlega sterkur karakter. Ég held að við séum eina liðið sem er alltaf sent í rútu hingað en það hefur gengið vel þannig að það er ekkert verið að fara að breyta því.“ Er það þá galdurinn að sigra Akureyri á útivelli að taka rútu norður? „Fyrir okkur þá virkar það mjög vel. Við fáum að sofa út og liggjum í rútu að horfa á einhverjar ömurlegar myndir, sofum bara og erum ferskir þegar við mætum hingað.“Heimir Ríkarðsson: Það hlaut að koma að þessu „Hann er mjög langþráður þessi sigur,“ sagði Heimir Ríkarðsson brosmildur eftir leikinn. „Við erum búnir að vera rosalega nálægt því að vinna í síðustu leikjum, það hlaut að koma að þessu. Við höldum þessu áfram í spennu að við eigum möguleika ef aðrir leikir falla með okkur. Erfiður leikur næst á móti Haukum, útileikur líka og við verðum að klára það. Þetta hefði verið alveg hræðilegt að tapa þessu, þetta var upp á líf og dauða.“ Leikir hafa nú ekki beint verið að falla með Valsmönnum undanfarið, fór smá hrollur um þig þarna undir lokin? „Nei, það náði því ekki alveg þegar við vorum í fimm mörkum. En jú, vissulega var maður farinn að telja niður og vona að þetta færi að klárast. Við þarna mikilvægu síðasta marki þegar Gunnar fiskar víti og það klárar leikinn. Þetta eru búin að vera einhver fimm jafntefli og fjórir eða fimm leikir sem tapast með einu, núna er þetta að detta með okkur og vonandi gerir það áfram það sem eftir lifir móts.“Geir Guðmundsson: Virkilega súrt „Við erum bara virkilega súrir,“ sagði Geir Guðmundsson ósáttur eftir leik. „Þetta er bara virkilega leiðinlegt, við ætluðum að koma og sýna að við getum eitthvað í handbolta eftir ófarir síðustu helgar en svo töpum við bara. Virkilega súrt.“ Akureyringar voru inni í leiknum frá upphafi til enda en náðu samt aldrei að komast yfir og áttu í vandræðum með varnarleik Vals. „Já, við náðum alveg að spila okkur í gegn en við vorum bara ekki að nýta þessi færi. Svo vörum við bara hreinlega óheppnir hér undir lokin, hefði markið mitt og Bjarna talið þá hefði maður aldrei vitað hvað hefði getað gerst.“ Það voru tveir ruðningsdómar undir lokin sem heimamenn voru sérstaklega ósáttir með. „Já, nú verð ég að passa mig hvað ég segi. Ég upplifi þetta allavega þannig að þetta var ekki ruðningur og sérstaklega ekki þegar Dokic fer með olnboga og hné í magann á mér, það þykir mér ekki vera ruðningur.“
Olís-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Sjá meira