Umfjöllun, viðtöl og myndir: Akureyri - Stjarnan 24-26 Guðmundur Marinó Ingvarsson í Laugardalshöll skrifar 8. mars 2013 11:47 Myndir / Valgarður Gíslason Stjarnan gerði sér lítið fyrir og sigraði Akureyri 26-24 í seinni undanúrslitaleik Síma bikars karla í handbolta í kvöld. Stjarnan mætir því ÍR í úrslitum á sunnudaginn. Stjarnan mætti mjög ákveðin til leiks og byrjaði mun betur. Liðið skoraði sex mörk gegn þremur á 12 fyrstu mínútum leiksins en þá vaknaði Akureyri til lífsins. Stjarnan skoraði aðeins eitt mark næstu tíu mínútur leiksins og jafnaði Akureyri metin í 7-7. Varnarleikur Akureyri fram til hálfleiks var mjög góður og Kukobat varði vel í markinu. Með það að vopni náði Akureyri tveggja marka forystu fyrir hálfleik 12-10. Stjarnan hóf seinni hálfleik eins og leikinn sjálfann, af krafti. Liðið lék góða vörn og Svavar Már Ólafsson fór á kostum í markinu. Hægt og rólega náði Stjarnan frumkvæðinu í leiknum og þegar hálfleikurinn var hálfnaður var munurinn kominn í þrjú mörk 20-17 Stjörnunni í vil. Stjarnan hélt áfram og komst mest fimm mörkum yfir 23-18 þegar níu mínútur voru eftir. Egill Magnússon, 17 ára strákur, fór á kostum á þessum tíma. Hann skoraði tvö mörk og átti tvær stoðsendingar og réð Akureyri ekkert við hann. Bjarni Fritzson var eini leikmaður Akureyri með lífsmarki í leiknum og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Bjarni var frábær í leiknum en það dugði ekki til að Akureyri næði að jafna leikinn. Akureyri náði að minnka muninn í eitt mark þegar mínúta var eftir en Stjarnan skoraði í síðustu sókn sinni og Akureyri varð að játa sig sigrað 26-24. 1. deildarlið komið í úrslit en Akureyri saknaði Bergvins Gíslasonar sárlega í leiknum þar sem það vantaði einhvern til að draga vagninn með Bjarna. Það skal ekkert tekið af Stjörnunni. Markaskor dreifðist vel á liðið og skiptust leikmenn liðsins á að stíga upp. Jakob Oktoson sem skoraði til að mynda tvö af þremur síðustu mörk Stjörnunnar í leiknum en hann hafði skorað eitt mark fram að því í leiknum. Gunnar Berg: Ætla ekki í leikinn á móti ÍR til að vinna„Það tekur kvöldið og morgundaginn til að jafna sig á þessu. Þetta var auðvitað bara undanúrslitaleikur, við unnum engan titil. Fyrir okkur var þetta stóra þrautin og allt annað er plús. Við erum komnir á stóra gólfið fyrir framan fullt af fólki," sagði Gunnar Berg Viktorsson sigurreifur í leikslok. „Þetta býr í þessum strákum. Það var mikil gleði í þessu hjá okkur. Þeir þurftu að vinna og það bjuggst allir við því á meðan við höfðum engu að tapa. Það var gleði allan tímann og menn fögnuðu upp í stúku. Áhorfendur voru frábærir allan tímann og það er svo gaman að Stjörnumönnunum. Þeir koma í úrslitaleikina. Ég kann að meta það og þeir ætlast til þess að við séum að spila um titla og séum í efstu deildina. Það væri gaman að fá þá í leikina á móti Þrótti en þetta er fínt," sagði Gunnar Berg sem sagði úrslit fyrri leiks kvöldsins þegar ÍR vann stóran sigur á Selfossi ekki hafa hjálpað liðinu mikið. „Við vissum að við þyrftum að halda hraðanum niðri. Selfoss keyrði hraðaupphlaup í lok fyrri hálfleik og það kom þeim í koll. Ég var rólegur og þegar við fengum boltann þá reyndum við að halda boltanum og halda honum sem lengst, þá skora þeir ekki," sagði Gunnar sem hældi innkomu Egils Magnússonar í seinni hálfleik. „Hann er rosalegt efni. Hann var stressaður í byrjun og missti boltann nokkrum sinnum en hann er með flottar hreyfingar og flott skot. Ég bjóst ekki við að hann yrði svona góður því hann er ekki nógu sterkur líkamlega ennþá en hann svo flottur á fótunum og með flott skot að þeir áttu ekki séns í hann. Það er mikill bolti í honum. „Svavar var líka góður og þá sérstaklega í seinni hálfleik, hann var frábær í seinni hálfleik. Það er þannig með þessa stráka að þeir eru ungir og þeir eiga upp og niður leiki og tímabil í leikjum og Svavar kom upp í seinni hálfleik og seinni hálfleikurinn kom mér rosalega á óvart. Við vorum góðir í fyrri hálfleik og ég bjóst ekki við að við myndum halda þetta út. Strákarnir sýndu í seinni hálfleik að það er mikið spunnið í þá," sagði Gunnar sem sagði lið sitt ekki eiga mikla möguleika gegn ÍR. „Þeir eru miklu betri en við en við munum gera okkar besta og koma með gleðina að vopni. Við erum sigurvegarar núna og það verður ekki tekið af okkur en svo sjáum við til með næsta leik. Ég ætla ekki að fara í leikinn á móti ÍR og ætla að vinna, það eru þeir sem ætla að gera það. Ég ætla að hafa gaman að leiknum og ná strákunum niður á jörðina," sagði Gunnar Berg að lokum. Heimir Örn: Eyðilögðum þessa bikarhelgi hjá körlunum„Þetta var aumingjaskapur. Bjarni var eini maðurinn með viti þarna inni á," sagði allt annað en sáttur Heimir Örn Árnason. „Kannski er þetta sálfræðilegt, að horfa á ÍR vinna og allir að tala um að við ættum að fara að panta okkur hótel og gista fram á sunnudag og svona kjaftæði. Menn voru greinilega ekki að höndla það," sagði Heimir sem var allt annað en ánægður með að Egill Magnússon á 17. ári hafi farið svona illa með hans lið eins gerðist á vendipunkti leiksins um miðbik seinni hálfleiks. „Ég hef aldrei séð annað eins. Hann labbaði framhjá allri vörninni. Þó hann sé stór þá er hann ekki sá sterkasti sem ég hef séð. Hann labbaði í gegn, einhver gaur sem ég hef aldrei séð áður. „Við erum því miður búnir að eyðileggja þessa bikarhelgi fyrir karla boltann. Þó þeir hafi tekið okkur í dag þá vorum við eins og beljur á vorin og spila eins og hálfvitar," sagði Heimir sem telur Stjörnuna ekki eiga mörguleika í ÍR. „Öxlin á Bergvin er handónýt og ég er eins og aumingi þarna inni á. Ég get ekki fintað einn einasta mann og Bergvin er ekki með. Þetta er orðið vel þreytt að fá nýja menn í sókn og vörn í hverjum einasta leik. Það fer mikið öryggi úr vörninni þegar Beggi er ekki. Hann er mjög góður varnarmaður líka. Auðvitað skiptir þetta máli en það er stemningin sem ég er svekktastur með. „Ég vissi alltaf að þetta yrði erfitt og mér leið ágætlega í hálfleik. Svo þegar þeir jafna og komast yfir þá fer allt í drasl. Ég verð að biðja fólk sem keyrði þennan leik afsökunar á leiknum og við verðum að axla ábyrgð, leikmenn og þjálfarar," sagði Heimir að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Sjá meira
Stjarnan gerði sér lítið fyrir og sigraði Akureyri 26-24 í seinni undanúrslitaleik Síma bikars karla í handbolta í kvöld. Stjarnan mætir því ÍR í úrslitum á sunnudaginn. Stjarnan mætti mjög ákveðin til leiks og byrjaði mun betur. Liðið skoraði sex mörk gegn þremur á 12 fyrstu mínútum leiksins en þá vaknaði Akureyri til lífsins. Stjarnan skoraði aðeins eitt mark næstu tíu mínútur leiksins og jafnaði Akureyri metin í 7-7. Varnarleikur Akureyri fram til hálfleiks var mjög góður og Kukobat varði vel í markinu. Með það að vopni náði Akureyri tveggja marka forystu fyrir hálfleik 12-10. Stjarnan hóf seinni hálfleik eins og leikinn sjálfann, af krafti. Liðið lék góða vörn og Svavar Már Ólafsson fór á kostum í markinu. Hægt og rólega náði Stjarnan frumkvæðinu í leiknum og þegar hálfleikurinn var hálfnaður var munurinn kominn í þrjú mörk 20-17 Stjörnunni í vil. Stjarnan hélt áfram og komst mest fimm mörkum yfir 23-18 þegar níu mínútur voru eftir. Egill Magnússon, 17 ára strákur, fór á kostum á þessum tíma. Hann skoraði tvö mörk og átti tvær stoðsendingar og réð Akureyri ekkert við hann. Bjarni Fritzson var eini leikmaður Akureyri með lífsmarki í leiknum og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Bjarni var frábær í leiknum en það dugði ekki til að Akureyri næði að jafna leikinn. Akureyri náði að minnka muninn í eitt mark þegar mínúta var eftir en Stjarnan skoraði í síðustu sókn sinni og Akureyri varð að játa sig sigrað 26-24. 1. deildarlið komið í úrslit en Akureyri saknaði Bergvins Gíslasonar sárlega í leiknum þar sem það vantaði einhvern til að draga vagninn með Bjarna. Það skal ekkert tekið af Stjörnunni. Markaskor dreifðist vel á liðið og skiptust leikmenn liðsins á að stíga upp. Jakob Oktoson sem skoraði til að mynda tvö af þremur síðustu mörk Stjörnunnar í leiknum en hann hafði skorað eitt mark fram að því í leiknum. Gunnar Berg: Ætla ekki í leikinn á móti ÍR til að vinna„Það tekur kvöldið og morgundaginn til að jafna sig á þessu. Þetta var auðvitað bara undanúrslitaleikur, við unnum engan titil. Fyrir okkur var þetta stóra þrautin og allt annað er plús. Við erum komnir á stóra gólfið fyrir framan fullt af fólki," sagði Gunnar Berg Viktorsson sigurreifur í leikslok. „Þetta býr í þessum strákum. Það var mikil gleði í þessu hjá okkur. Þeir þurftu að vinna og það bjuggst allir við því á meðan við höfðum engu að tapa. Það var gleði allan tímann og menn fögnuðu upp í stúku. Áhorfendur voru frábærir allan tímann og það er svo gaman að Stjörnumönnunum. Þeir koma í úrslitaleikina. Ég kann að meta það og þeir ætlast til þess að við séum að spila um titla og séum í efstu deildina. Það væri gaman að fá þá í leikina á móti Þrótti en þetta er fínt," sagði Gunnar Berg sem sagði úrslit fyrri leiks kvöldsins þegar ÍR vann stóran sigur á Selfossi ekki hafa hjálpað liðinu mikið. „Við vissum að við þyrftum að halda hraðanum niðri. Selfoss keyrði hraðaupphlaup í lok fyrri hálfleik og það kom þeim í koll. Ég var rólegur og þegar við fengum boltann þá reyndum við að halda boltanum og halda honum sem lengst, þá skora þeir ekki," sagði Gunnar sem hældi innkomu Egils Magnússonar í seinni hálfleik. „Hann er rosalegt efni. Hann var stressaður í byrjun og missti boltann nokkrum sinnum en hann er með flottar hreyfingar og flott skot. Ég bjóst ekki við að hann yrði svona góður því hann er ekki nógu sterkur líkamlega ennþá en hann svo flottur á fótunum og með flott skot að þeir áttu ekki séns í hann. Það er mikill bolti í honum. „Svavar var líka góður og þá sérstaklega í seinni hálfleik, hann var frábær í seinni hálfleik. Það er þannig með þessa stráka að þeir eru ungir og þeir eiga upp og niður leiki og tímabil í leikjum og Svavar kom upp í seinni hálfleik og seinni hálfleikurinn kom mér rosalega á óvart. Við vorum góðir í fyrri hálfleik og ég bjóst ekki við að við myndum halda þetta út. Strákarnir sýndu í seinni hálfleik að það er mikið spunnið í þá," sagði Gunnar sem sagði lið sitt ekki eiga mikla möguleika gegn ÍR. „Þeir eru miklu betri en við en við munum gera okkar besta og koma með gleðina að vopni. Við erum sigurvegarar núna og það verður ekki tekið af okkur en svo sjáum við til með næsta leik. Ég ætla ekki að fara í leikinn á móti ÍR og ætla að vinna, það eru þeir sem ætla að gera það. Ég ætla að hafa gaman að leiknum og ná strákunum niður á jörðina," sagði Gunnar Berg að lokum. Heimir Örn: Eyðilögðum þessa bikarhelgi hjá körlunum„Þetta var aumingjaskapur. Bjarni var eini maðurinn með viti þarna inni á," sagði allt annað en sáttur Heimir Örn Árnason. „Kannski er þetta sálfræðilegt, að horfa á ÍR vinna og allir að tala um að við ættum að fara að panta okkur hótel og gista fram á sunnudag og svona kjaftæði. Menn voru greinilega ekki að höndla það," sagði Heimir sem var allt annað en ánægður með að Egill Magnússon á 17. ári hafi farið svona illa með hans lið eins gerðist á vendipunkti leiksins um miðbik seinni hálfleiks. „Ég hef aldrei séð annað eins. Hann labbaði framhjá allri vörninni. Þó hann sé stór þá er hann ekki sá sterkasti sem ég hef séð. Hann labbaði í gegn, einhver gaur sem ég hef aldrei séð áður. „Við erum því miður búnir að eyðileggja þessa bikarhelgi fyrir karla boltann. Þó þeir hafi tekið okkur í dag þá vorum við eins og beljur á vorin og spila eins og hálfvitar," sagði Heimir sem telur Stjörnuna ekki eiga mörguleika í ÍR. „Öxlin á Bergvin er handónýt og ég er eins og aumingi þarna inni á. Ég get ekki fintað einn einasta mann og Bergvin er ekki með. Þetta er orðið vel þreytt að fá nýja menn í sókn og vörn í hverjum einasta leik. Það fer mikið öryggi úr vörninni þegar Beggi er ekki. Hann er mjög góður varnarmaður líka. Auðvitað skiptir þetta máli en það er stemningin sem ég er svekktastur með. „Ég vissi alltaf að þetta yrði erfitt og mér leið ágætlega í hálfleik. Svo þegar þeir jafna og komast yfir þá fer allt í drasl. Ég verð að biðja fólk sem keyrði þennan leik afsökunar á leiknum og við verðum að axla ábyrgð, leikmenn og þjálfarar," sagði Heimir að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Sjá meira