EVE Online í MoMa - "Markmiðið var aldrei að skapa list“ 8. mars 2013 15:08 Leikjaheimi EVE Online, þekktustu afurðar íslenska tölvuleikjafyrirtækisins CCP, er nú hampað í einu virtasta listasafni veraldar, nútímalistasafninu í New York eða MoMa. Þrettán aðrir tölvuleikir taka þátt í sýningunni, þar á meðal eru Pacman, Tetris og Portal. Sýningin stendur í ellefu mánuði og ber heitið Applied Design. Hópur sérfræðinga stóð að valinu á þeim fjórtán leikjum sem á endanum tóku þátt í sýningunni. Torfi Frans, listrænn stjórnandi CCP, segir það vera mikinn heiður að fá að taka þátt í sýningunni enda fagnar EVE Online nú tíu ára afmæli.Nútímalistasafni í New York, MoMa.MYND/MOMA„Það er búið að framleiða ótrúlegan fjölda tölvuleikja," segir Torfi. „En það að EVE Online hafi verið hópi þessa fjórtján leikja er auðvitað alveg stórkostlegt." Torfi og samstarfsmenn hans áttuðu sig fljótt á því að það yrði flókið verkefni að setja saman sýningu um söguheim EVE Online. „Við áttuðum okkur á því að það yrði ekki nóg að sýna leikinn, það er, að vera með tölvu, lyklaborð og mús. Það var því ákveðið að leggja áherslu á sýna söguheim EVE Online sem slíkan í stað sjálfrar spilunarinnar."Skjáskot úr Portal.Eins og svo oft áður reyndist samfélag spilara CCP dýrmætt. Torfi bað spilara um taka upp glæsileg andartök úr EVE Online og birta myndskeiðin á YouTube. Þeim var síðar safnað saman og eru þessi myndbönd eru nú til sýnis í MoMa. Listfræðingar og fagurkerar hafa lengi vel deilt um það hvort að tölvuleikir séu yfir höfuð list. Torfi er nokkuð viss um að áherslubreyting hafi orðið í þessum efnum. „Við höfum aldrei sagt að við séum að skapa list með þróun EVE Online," segir Torfi. „Þetta byrjaði árið 1999 sem skemmtun. Þegar leikurinn kom svo út árið 2003 vorum við búnir að sá þessu litla fræi sem seinna meir — með uppfærslum og DUST 514 — varð svo stórt og fallegt." Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Leikjaheimi EVE Online, þekktustu afurðar íslenska tölvuleikjafyrirtækisins CCP, er nú hampað í einu virtasta listasafni veraldar, nútímalistasafninu í New York eða MoMa. Þrettán aðrir tölvuleikir taka þátt í sýningunni, þar á meðal eru Pacman, Tetris og Portal. Sýningin stendur í ellefu mánuði og ber heitið Applied Design. Hópur sérfræðinga stóð að valinu á þeim fjórtán leikjum sem á endanum tóku þátt í sýningunni. Torfi Frans, listrænn stjórnandi CCP, segir það vera mikinn heiður að fá að taka þátt í sýningunni enda fagnar EVE Online nú tíu ára afmæli.Nútímalistasafni í New York, MoMa.MYND/MOMA„Það er búið að framleiða ótrúlegan fjölda tölvuleikja," segir Torfi. „En það að EVE Online hafi verið hópi þessa fjórtján leikja er auðvitað alveg stórkostlegt." Torfi og samstarfsmenn hans áttuðu sig fljótt á því að það yrði flókið verkefni að setja saman sýningu um söguheim EVE Online. „Við áttuðum okkur á því að það yrði ekki nóg að sýna leikinn, það er, að vera með tölvu, lyklaborð og mús. Það var því ákveðið að leggja áherslu á sýna söguheim EVE Online sem slíkan í stað sjálfrar spilunarinnar."Skjáskot úr Portal.Eins og svo oft áður reyndist samfélag spilara CCP dýrmætt. Torfi bað spilara um taka upp glæsileg andartök úr EVE Online og birta myndskeiðin á YouTube. Þeim var síðar safnað saman og eru þessi myndbönd eru nú til sýnis í MoMa. Listfræðingar og fagurkerar hafa lengi vel deilt um það hvort að tölvuleikir séu yfir höfuð list. Torfi er nokkuð viss um að áherslubreyting hafi orðið í þessum efnum. „Við höfum aldrei sagt að við séum að skapa list með þróun EVE Online," segir Torfi. „Þetta byrjaði árið 1999 sem skemmtun. Þegar leikurinn kom svo út árið 2003 vorum við búnir að sá þessu litla fræi sem seinna meir — með uppfærslum og DUST 514 — varð svo stórt og fallegt."
Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira