Skótískan í sumar Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 5. febrúar 2013 09:30 Rekstrarverkfræðingurinn Agla Friðjónsdóttir opnaði vefsíðuna Shoe Jungle í september á síðasta ári. Vefurinn hefur að geyma frumskóg af fróðleik um allt sem við kemur skóm og skókaupum, ásamt því sem hún bloggar um daglegt líf og tísku. Agla hefur alltaf verið mikil áhugamanneskja um skó og er hálfgerður skósafnari að eigin sögn, en hún á um 200 para safn. Hún segist lesa tískublogg jafnt sem fréttamiðla og fannst vanta síðu sem einblíndi á skó í íslensku bloggflóruna.Lífið fékk þennan skósérfræðing til að segja okkur frá helstu skótrendum sumarsins.1. GLÆRT: Glært og gegnsætt hefur verið að ryðja sér til rúms í skótískunni síðastliðna mánuði og mun koma enn sterkar inn í sumar. Þetta trend kemur fyrir í margvíslegri mynd, hvort sem það eru glærar ólar, glærir hælar eða einfaldlega allur skórinn sem er glær.2. GLADIATOR HÆLAR: Þessi óvenjulega og frumlega hönnun á vonandi eftir að ná inn fyrir landsteinana í sumar en hér er um að ræða hálfgerða blöndu af stígvélum og hælum. Þetta trend sást meðal annars á sýningarpöllunum hjá Alexander Wang, Vercace og Acne og hefur fengið talsverða umfjöllun í skóheiminum.3. SVART&HVÍTT: Þrátt fyrir að svart og hvítt séu andstæður þá taka þessir litir höndum saman í sumar og koma með skemmtilega tilbreytingu inn í skóflóruna.4. HÁTT HÆLASTYKKI: Þetta sumarið er það ekki hællinn sem hækkar heldur stykkið bak við hælinn. Þetta trend hefur skotið upp kollinum hjá t.d. Dior, Cheap Monday, Alexander McQueen og Saint Laurent. Það verður gaman að sjá hvort það nái að skjóta rótum hérlendis í sumar.5. GEOMETRÍSKAR LÍNUR: Það er ekkert skemmtilegra en að ganga um í skóm sem gætu allt eins verið hannaðir af arkitekt. Skarpar línur og skemmtileg form svo að skórnir eru í raun gangandi listaverk. Geómetrískir skór eru strax byrjaðir að skjóta upp kollinum í helstu netverslunum og munu skína skært í sumar. Önnur skemmtileg trend sem ber að nefna fyrir sumarið eru támjóir hælar, metal litir, regnbogalitaður botn og götóttir hælar/botn.Þeir sem vilja fræðast meira um skó og tísku geta heimsótt blogg Öglu Shoejungle.is eða fylgst með því á facebook. Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Rekstrarverkfræðingurinn Agla Friðjónsdóttir opnaði vefsíðuna Shoe Jungle í september á síðasta ári. Vefurinn hefur að geyma frumskóg af fróðleik um allt sem við kemur skóm og skókaupum, ásamt því sem hún bloggar um daglegt líf og tísku. Agla hefur alltaf verið mikil áhugamanneskja um skó og er hálfgerður skósafnari að eigin sögn, en hún á um 200 para safn. Hún segist lesa tískublogg jafnt sem fréttamiðla og fannst vanta síðu sem einblíndi á skó í íslensku bloggflóruna.Lífið fékk þennan skósérfræðing til að segja okkur frá helstu skótrendum sumarsins.1. GLÆRT: Glært og gegnsætt hefur verið að ryðja sér til rúms í skótískunni síðastliðna mánuði og mun koma enn sterkar inn í sumar. Þetta trend kemur fyrir í margvíslegri mynd, hvort sem það eru glærar ólar, glærir hælar eða einfaldlega allur skórinn sem er glær.2. GLADIATOR HÆLAR: Þessi óvenjulega og frumlega hönnun á vonandi eftir að ná inn fyrir landsteinana í sumar en hér er um að ræða hálfgerða blöndu af stígvélum og hælum. Þetta trend sást meðal annars á sýningarpöllunum hjá Alexander Wang, Vercace og Acne og hefur fengið talsverða umfjöllun í skóheiminum.3. SVART&HVÍTT: Þrátt fyrir að svart og hvítt séu andstæður þá taka þessir litir höndum saman í sumar og koma með skemmtilega tilbreytingu inn í skóflóruna.4. HÁTT HÆLASTYKKI: Þetta sumarið er það ekki hællinn sem hækkar heldur stykkið bak við hælinn. Þetta trend hefur skotið upp kollinum hjá t.d. Dior, Cheap Monday, Alexander McQueen og Saint Laurent. Það verður gaman að sjá hvort það nái að skjóta rótum hérlendis í sumar.5. GEOMETRÍSKAR LÍNUR: Það er ekkert skemmtilegra en að ganga um í skóm sem gætu allt eins verið hannaðir af arkitekt. Skarpar línur og skemmtileg form svo að skórnir eru í raun gangandi listaverk. Geómetrískir skór eru strax byrjaðir að skjóta upp kollinum í helstu netverslunum og munu skína skært í sumar. Önnur skemmtileg trend sem ber að nefna fyrir sumarið eru támjóir hælar, metal litir, regnbogalitaður botn og götóttir hælar/botn.Þeir sem vilja fræðast meira um skó og tísku geta heimsótt blogg Öglu Shoejungle.is eða fylgst með því á facebook.
Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira