NFL: Lið Harbaugh-bræðranna mætast í Super Bowl í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2013 09:15 Hinn magnaði Ray Lewis er að spila sína síðustu leiki á ferlinum. Mynd/Nordic Photos/Getty Baltimore Ravens og San Francisco 49'ers tryggðu sér í nótt sæti í úrslitaleik ameríska fótboltans, Super Bowl. Flestir bjuggust við sigri 49'ers á Atlanta Falcons í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar en sigur Baltimore Ravens á New England Patriots í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar kom mörgum spekingum á óvart. Það verður lítið rætt um annað næstu dagana þegar kemur að Super Bowl leiknum að þarna munu bræður mætast með lið sín. John Harbaugh þjálfar lið Baltimore Ravens og yngri bróðir hans Jim Harbaugh þjálfar lið San Francisco 49'ers. Bæði lið bræðranna voru á útivelli og lentu undir í sínum leikjum en komu sterk til baka og áttu frábæra seinni hálfleiki þar sem þau héldu mótherjum sínum á núllinu. Atlanta Falcons komst í 17-0 á heimavelli á móti San Francisco 49'ers en Niners minnkuðu muninn í 24-14 fyrir hálfleik, unnu síðan seinni hálfleikinn 14-0 og leikinn þar með 28-24. Baltimore Ravens var 7-13 undir í hálfleik á móti New England Patriots en hann seinni hálfleikinn 21-0 og leikinn þar með 28-13. Það bjóst enginn við að hin frábæra vörn Baltimore Ravens liðsins tækist að halda hinum frábæra Tom Brady stigalausum í heilum hálfleik en Ray Lewis og félagar unnu enn einn magnaða sigurinn í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í ár. Super Bowl fer fram 3. febrúar næstkomandi í New Orleans en þar getur San Francisco 49'ers unnið sinn fyrsta NFL-titil síðan 1994 og Baltimore Ravens orðið meistari í annað sinn (einnig árið 2000). NFL Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Vildi ekki rota og meiða Tyson Sjá meira
Baltimore Ravens og San Francisco 49'ers tryggðu sér í nótt sæti í úrslitaleik ameríska fótboltans, Super Bowl. Flestir bjuggust við sigri 49'ers á Atlanta Falcons í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar en sigur Baltimore Ravens á New England Patriots í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar kom mörgum spekingum á óvart. Það verður lítið rætt um annað næstu dagana þegar kemur að Super Bowl leiknum að þarna munu bræður mætast með lið sín. John Harbaugh þjálfar lið Baltimore Ravens og yngri bróðir hans Jim Harbaugh þjálfar lið San Francisco 49'ers. Bæði lið bræðranna voru á útivelli og lentu undir í sínum leikjum en komu sterk til baka og áttu frábæra seinni hálfleiki þar sem þau héldu mótherjum sínum á núllinu. Atlanta Falcons komst í 17-0 á heimavelli á móti San Francisco 49'ers en Niners minnkuðu muninn í 24-14 fyrir hálfleik, unnu síðan seinni hálfleikinn 14-0 og leikinn þar með 28-24. Baltimore Ravens var 7-13 undir í hálfleik á móti New England Patriots en hann seinni hálfleikinn 21-0 og leikinn þar með 28-13. Það bjóst enginn við að hin frábæra vörn Baltimore Ravens liðsins tækist að halda hinum frábæra Tom Brady stigalausum í heilum hálfleik en Ray Lewis og félagar unnu enn einn magnaða sigurinn í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í ár. Super Bowl fer fram 3. febrúar næstkomandi í New Orleans en þar getur San Francisco 49'ers unnið sinn fyrsta NFL-titil síðan 1994 og Baltimore Ravens orðið meistari í annað sinn (einnig árið 2000).
NFL Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Vildi ekki rota og meiða Tyson Sjá meira