Spá hnignun hjá Apple Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. janúar 2013 10:37 Nordicphotos/AFP Tæknirisinn Apple mun á miðvikudag opinbera uppgjör sitt fyrir síðasta ársfjórðung 2012. Margir reikna með því að í fyrsta skipti í níu ár hafi Apple ekki aukið hagnað sinn á milli fjórðunga. Hlutabréf í Apple, verðmætasta fyrirtæki heims, hafa fallið um 20 prósent undanfarna þrjá mánuði eða frá síðasta uppgjöri. Stakur hlutur í fyrirtækinu var í september metinn á 705 dollara, þegar fyrirtækið kynnti iPhone 5 til sögunnar, en stóð á föstudag í 500 dollurum. Hluturinn hefur því lækkað um 29 prósent síðan í september. Ein ástæða þess að verðmæti hlutabréfa í Apple hafa lækkað er talin vera ákvörðun Apple að veita í fyrstu ekki aðgang að Google Maps leitarvélinni í símum sínum. Apple kynnti sína eigin útgáfu leitarvélar til sögunnar sem naut ekki jafnmikilla vinsælda. Ein könnun leiddi í ljós að notendur voru þrisvar sinnum líklegri til þess að villast en með notkun Google Maps að því er greint er frá á vef Guardian.Fólk bíður í röð eftir að geta fest kaup á Iphone 5.Nordicphotos/GettyÞrátt fyrir allt er talið að Apple hafi selt nálægt 50 milljón iPhone-síma á síðasta ársfjórðungi auk þess sem mikil sala hefur verið á á iPad og iPad Mini tölvunum. Töluverðrar spennu gætir fyrir uppgjörið á miðvikudag. Telja sumir að Apple muni halda uppteknum hætti á svipaðan hátt og General Motors og IBM gerðu á blómaskeiði sínu. Þá telja gagnrýnendur fyrirtækisins að Apple sé ofmetinn símaframleiðandi sem komist fljótlega í tengsl við raunveruleikann á nýjan leik.Umfjöllun Guardian um Apple má lesa hér. Mest lesið Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tæknirisinn Apple mun á miðvikudag opinbera uppgjör sitt fyrir síðasta ársfjórðung 2012. Margir reikna með því að í fyrsta skipti í níu ár hafi Apple ekki aukið hagnað sinn á milli fjórðunga. Hlutabréf í Apple, verðmætasta fyrirtæki heims, hafa fallið um 20 prósent undanfarna þrjá mánuði eða frá síðasta uppgjöri. Stakur hlutur í fyrirtækinu var í september metinn á 705 dollara, þegar fyrirtækið kynnti iPhone 5 til sögunnar, en stóð á föstudag í 500 dollurum. Hluturinn hefur því lækkað um 29 prósent síðan í september. Ein ástæða þess að verðmæti hlutabréfa í Apple hafa lækkað er talin vera ákvörðun Apple að veita í fyrstu ekki aðgang að Google Maps leitarvélinni í símum sínum. Apple kynnti sína eigin útgáfu leitarvélar til sögunnar sem naut ekki jafnmikilla vinsælda. Ein könnun leiddi í ljós að notendur voru þrisvar sinnum líklegri til þess að villast en með notkun Google Maps að því er greint er frá á vef Guardian.Fólk bíður í röð eftir að geta fest kaup á Iphone 5.Nordicphotos/GettyÞrátt fyrir allt er talið að Apple hafi selt nálægt 50 milljón iPhone-síma á síðasta ársfjórðungi auk þess sem mikil sala hefur verið á á iPad og iPad Mini tölvunum. Töluverðrar spennu gætir fyrir uppgjörið á miðvikudag. Telja sumir að Apple muni halda uppteknum hætti á svipaðan hátt og General Motors og IBM gerðu á blómaskeiði sínu. Þá telja gagnrýnendur fyrirtækisins að Apple sé ofmetinn símaframleiðandi sem komist fljótlega í tengsl við raunveruleikann á nýjan leik.Umfjöllun Guardian um Apple má lesa hér.
Mest lesið Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira