Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Fram 28-27 | FH meistari Benedikt Grétarsson í Strandgötu skrifar 27. janúar 2013 13:30 Mynd/Stefán FH tryggði sér í dag Flugfélag Íslands-bikarinn með því að leggja Fram í framlengdum úrslitaleik, 28-27. FH komst í 12-2 forystu í fyrri hálfleik en Framarar náðu að vinna sig inn i leikinn í síðari hálfleik og tryggja sér framlenginu. Fyrri hálfleikur var einstefna að hálfu FH. Hafnfirðingar spiluðu sterka vörn og þau skot sem ráðvilltir Framarar náðu á markið, varði Daníel Freyr. FH komst í 12-2 eftir tæpar 20 mínútur og allt útlit fyrir stórsigur FH. . Fram klóraði aðeins í bakkann undir lok hálfleiksins en FH leiddi með 7 mörkum í hálfleik, 14-7. Síðari hálfleikur hélt áfram eins og sá fyrri, FH náði aftur 10 marka forystu 17-7 og ekkert sem benti til annars en öruggs sigurs þeirra. Þá fóru Magnús Gunnar Erlendsson í marki Fram og Sigurður Eggertsson að sýna mögnuð tilþrif og Framarar söxuðu hægt og bítandi á forskot FH. Það fór svo að lokum að Fram náði að jafna leikinn í lok venjulegs leiktíma og því þurfti að framlengja. Framlengingin var æsispennandi og það var Einar Rafn Eiðsson sem tryggði FH bikarinn með skrýtnu skoti úr horninu sem Magnús hefði líklega átt að verja. Frábær leikur og góð auglýsing fyrir komandi átök í N1-deildinni. Einar Rafn og Ragnar Jóhannsson voru markahæstir í liði FH með 5 mörk hvor en besti maður liðsins var markvörðurinn Daníel Freyr Andrésson sem varði 25 skot. Sigurður Eggertsson skoraði 11 mörk fyrir Fram og var frábær. Magnús varði vel í síðari hálflæeik, 14 skot alls. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld. Einar Andri: Virkilega ánægður með ungu strákanaEinar Andri Einarsson, þjálfari FH, var sáttur við sigurinn í dag. „Þetta var virkilega ánægjulegt og margt jákvætt í þessu. Það var samt óþarfi að missa þetta svona mikið niður en það kemur svolítið bakslag í okkar leik þegar við missum Loga og Ása (Ásbjörn Friðriksson) úr leiknum." Ungir leikmenn FH stigu sterkir upp á ögurstundu og það gladdi þjálfarann mikið. „Við erum að spila hérna í langan tíma með Ísak (Rafnsson) og Magga (Magnús Óli Magnússon) fyrir utan og þeir stóðu sig mjög vel. Þetta eru guttar í öðrum flokki og það var ánægjulegt að sjá þá koma sterka inn. Einar Andri er ekki í nokkrum vafa að sigurinn gefi liðinu aukið sjálfstraust. „Okkur langaði virkilega að vinna þennan leik og þessi sigur gefur okkur vonandi aukið sjálfstraust fyrir komandi átök í deildinni," sagði Einar að lokum. Einar Jónsson: Algjör skita í fyrri hálfleikEinar Jónsson, þjálfari Fram, var þrátt fyrir tapið nokkuð léttur eftir leikinn. „Þetta var auðvitað arfaslakt í fyrri hálfleik, eiginlega bara skita. Við þurfum að skoða það rækilega hvað gerðist en svo var allt annað að sjá til okkar í síðari hálfleik." Fram saknaði lykilmanna í þessum leik en Einar vildi ekki meina að það væri ástæðan fyrir tapinu. „Jóhann Gunnar er búinn að vera veikur og gat ekkert beitt sér í þessum leik og svo er Róbert (Aron Hostert) á annarri löppinni. Það er samt ekkert hægt að benda á þetta og fara að grenja, aðrir leikmenn spila þá bara meira í staðinn og þeir stóðu sig bara prýðilega, a.m.k á löngum köflum í leiknum." Einar er sammála því að Framarar hafa verið ansi óstöðugir í vetur. „Við erum roslega lélegir þegar við erum lélegir, það verður að viðurkennast. En það má ekki gleyma því að við erum l´æika svaka góðir þegar við dettum í gírinn. Við spilum hérna tvo leiki um helgina gegn tveimur sterkum liðum (FH og Haukum) og stöndum í lappirnar í báðum leikjum. Það verður að teljast jákvætt." Olís-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Sjá meira
FH tryggði sér í dag Flugfélag Íslands-bikarinn með því að leggja Fram í framlengdum úrslitaleik, 28-27. FH komst í 12-2 forystu í fyrri hálfleik en Framarar náðu að vinna sig inn i leikinn í síðari hálfleik og tryggja sér framlenginu. Fyrri hálfleikur var einstefna að hálfu FH. Hafnfirðingar spiluðu sterka vörn og þau skot sem ráðvilltir Framarar náðu á markið, varði Daníel Freyr. FH komst í 12-2 eftir tæpar 20 mínútur og allt útlit fyrir stórsigur FH. . Fram klóraði aðeins í bakkann undir lok hálfleiksins en FH leiddi með 7 mörkum í hálfleik, 14-7. Síðari hálfleikur hélt áfram eins og sá fyrri, FH náði aftur 10 marka forystu 17-7 og ekkert sem benti til annars en öruggs sigurs þeirra. Þá fóru Magnús Gunnar Erlendsson í marki Fram og Sigurður Eggertsson að sýna mögnuð tilþrif og Framarar söxuðu hægt og bítandi á forskot FH. Það fór svo að lokum að Fram náði að jafna leikinn í lok venjulegs leiktíma og því þurfti að framlengja. Framlengingin var æsispennandi og það var Einar Rafn Eiðsson sem tryggði FH bikarinn með skrýtnu skoti úr horninu sem Magnús hefði líklega átt að verja. Frábær leikur og góð auglýsing fyrir komandi átök í N1-deildinni. Einar Rafn og Ragnar Jóhannsson voru markahæstir í liði FH með 5 mörk hvor en besti maður liðsins var markvörðurinn Daníel Freyr Andrésson sem varði 25 skot. Sigurður Eggertsson skoraði 11 mörk fyrir Fram og var frábær. Magnús varði vel í síðari hálflæeik, 14 skot alls. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld. Einar Andri: Virkilega ánægður með ungu strákanaEinar Andri Einarsson, þjálfari FH, var sáttur við sigurinn í dag. „Þetta var virkilega ánægjulegt og margt jákvætt í þessu. Það var samt óþarfi að missa þetta svona mikið niður en það kemur svolítið bakslag í okkar leik þegar við missum Loga og Ása (Ásbjörn Friðriksson) úr leiknum." Ungir leikmenn FH stigu sterkir upp á ögurstundu og það gladdi þjálfarann mikið. „Við erum að spila hérna í langan tíma með Ísak (Rafnsson) og Magga (Magnús Óli Magnússon) fyrir utan og þeir stóðu sig mjög vel. Þetta eru guttar í öðrum flokki og það var ánægjulegt að sjá þá koma sterka inn. Einar Andri er ekki í nokkrum vafa að sigurinn gefi liðinu aukið sjálfstraust. „Okkur langaði virkilega að vinna þennan leik og þessi sigur gefur okkur vonandi aukið sjálfstraust fyrir komandi átök í deildinni," sagði Einar að lokum. Einar Jónsson: Algjör skita í fyrri hálfleikEinar Jónsson, þjálfari Fram, var þrátt fyrir tapið nokkuð léttur eftir leikinn. „Þetta var auðvitað arfaslakt í fyrri hálfleik, eiginlega bara skita. Við þurfum að skoða það rækilega hvað gerðist en svo var allt annað að sjá til okkar í síðari hálfleik." Fram saknaði lykilmanna í þessum leik en Einar vildi ekki meina að það væri ástæðan fyrir tapinu. „Jóhann Gunnar er búinn að vera veikur og gat ekkert beitt sér í þessum leik og svo er Róbert (Aron Hostert) á annarri löppinni. Það er samt ekkert hægt að benda á þetta og fara að grenja, aðrir leikmenn spila þá bara meira í staðinn og þeir stóðu sig bara prýðilega, a.m.k á löngum köflum í leiknum." Einar er sammála því að Framarar hafa verið ansi óstöðugir í vetur. „Við erum roslega lélegir þegar við erum lélegir, það verður að viðurkennast. En það má ekki gleyma því að við erum l´æika svaka góðir þegar við dettum í gírinn. Við spilum hérna tvo leiki um helgina gegn tveimur sterkum liðum (FH og Haukum) og stöndum í lappirnar í báðum leikjum. Það verður að teljast jákvætt."
Olís-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Sjá meira