Túrandi ættarmót 8. desember 2012 21:00 Hressandi fjölskyldusveit Árni og Lóa ásamt syni sínum Fróða, fjögurra mánaða, Örvar með dóttur sinni Öldu, fjögurra ára, og Árni Vilhjálmsson með Agnesi dóttur sinni, 11 mánaða. Á myndina vantar feðgana Borkó og Hjalta sem eru búsettir á Drangsnesi. Fréttablaðið/vilhelm Meðlimir hljómsveitarinnar FM Belfast standa á tímamótum, en danssveitin er aftur komin á kreik eftir barneignaleyfi undanfarna mánuði. Þeir eru sammála um að fjölskyldulífið breyti tónleikaflakkinu, en halda hins vegar ótrauðir áfram. Við höfum verið að vinna með UNICEF fyrir dag Rauða nefsins sem var í gær. Við gerðum lag sem heitir Öll í kór. Þetta var mjög skemmtileg vinna. Við fengum fjórtán gestasöngvara til þess að syngja með okkur. Við gerðum líka myndband við lagið ásamt Saga Film.Nýkomin heim frá útlöndum, hvar voruð þið að spila? Við vorum Bern í Sviss. Spiluðum þar í partíi fyrir fatabúð þar sem nefnist Fizzen. Hún átti 20 ára afmæli. Skemmtilegast þótti okkur að fá fondue og raclette (raclette er tegund af osti sem þeir bræða yfir brauð, kjöt eða kartöflur). Vissuð þið að það er hægt að fá McRaclette á McDonalds í Sviss? Þeir segja að það sé jafnvel betra en Big Mac.Nú eru þið öll orðin fjölskyldufólk, hefur það ekki áhrif á tónleikaflakkið um heiminn? Já, það hefur alls konar áhrif. Í fyrsta lagi höfum við lítið farið út að spila undanfarna mánuði þar sem flest okkar hafa verið í barneignarleyfi. Þetta mun svo líklega hafa þau áhrif að við förum í styttri ferðir fyrst um sinn. Við erum satt að segja enn að finna út hvernig við viljum gera þetta. Þetta mun allt saman koma í ljós smám saman.Koma börnin kannski bara með? Ef þau koma með, hvernig líkar þeim tónleikalífið? Fyrsta ferð Fróða, sonar Árna og Lóu, var til Sviss um daginn. Hann er fæddur til að ferðast eins og Agnes, dóttir Árna Vil, sem stóð sig með prýði á tónleikaferð í Berlín í sumar. Alda dóttir Örvars hefur líka komið með í ferðir og fór í fyrsta skipti á svið eins árs. Þau munu svo örugglega tjá sig eitthvað um tónleikalífið þegar þau byrja að tala. Þau eru hins vegar frekar róleg yfir þessu eins og er.Koma kannski makar með líka? Já, já, makar, barnapíur, systkini, foreldrar og vonandi einhvern tímann ömmur og afar. Við erum túrandi ættarmót.Hefur eitthvað breyst við það að danssveitin varð fjölskyldusveit? Erfiðara að dansa fram undir morgun uppi á sviði? Jú, það er mun erfiðara að dansa fram undir morgun. Meirihluti meðlima er með einhvern verk í mjöðmunum sem þeir hafa ekki fundið fyrir áður. En við höfum brugðist við þessu með því að gera hreyfingar sem hafa lítil líkamleg áhrif á okkur. Flest okkar eru líka á leiðinni í pilates eða hot yoga til þess að liðka limina.Hvað er í bígerð? Að finna út úr tónleikaferðum þar sem börn eru með í för. Fara í stúdíó eins oft og við getum. Fylgja eftir laginu sem við gerðum fyrir UNICEF. Hjálpa sem flestum að komast að þeirri niðurstöðu að það er ekki bara gott að vera foreldri heldur er enn betra að vera heimsforeldri, og undirbúa jólin. Það verður t.d. vínyll til sölu frá okkur á markaði hjá Kex Hosteli 22. desember. Tilvalið í jólapakkann.Ný plata á leiðinni? Við erum að vinna í nýrri plötu sem á að koma út á næsta ári. Við vinnum með nýjar strategískar aðferðir sem innihalda tússtöflu, gula post-it miða, bláa málningu og marglita penna. Þessar aðferðir skila sér ágætlega og við erum bara nokkuð bjartsýn.Meira heimsflakk? Við ætlum í stutta ferð til Bandaríkjanna eftir jól og munum fara í stuttar ferðir til Evrópu. Svo bíðum við auðvitað eftir því að fleiri heimsálfur opni dyrnar fyrir okkur.Hvar verður FM Belfast eftir fimm ár? Við verðum væntanlega komin með eldri og fleiri börn. Við verðum komin með fleiri og óskiljanlegri verki hér og þar um líkamann og svo verðum við búin að gefa út fleiri plötur. Sónar Tónlist Mest lesið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Meðlimir hljómsveitarinnar FM Belfast standa á tímamótum, en danssveitin er aftur komin á kreik eftir barneignaleyfi undanfarna mánuði. Þeir eru sammála um að fjölskyldulífið breyti tónleikaflakkinu, en halda hins vegar ótrauðir áfram. Við höfum verið að vinna með UNICEF fyrir dag Rauða nefsins sem var í gær. Við gerðum lag sem heitir Öll í kór. Þetta var mjög skemmtileg vinna. Við fengum fjórtán gestasöngvara til þess að syngja með okkur. Við gerðum líka myndband við lagið ásamt Saga Film.Nýkomin heim frá útlöndum, hvar voruð þið að spila? Við vorum Bern í Sviss. Spiluðum þar í partíi fyrir fatabúð þar sem nefnist Fizzen. Hún átti 20 ára afmæli. Skemmtilegast þótti okkur að fá fondue og raclette (raclette er tegund af osti sem þeir bræða yfir brauð, kjöt eða kartöflur). Vissuð þið að það er hægt að fá McRaclette á McDonalds í Sviss? Þeir segja að það sé jafnvel betra en Big Mac.Nú eru þið öll orðin fjölskyldufólk, hefur það ekki áhrif á tónleikaflakkið um heiminn? Já, það hefur alls konar áhrif. Í fyrsta lagi höfum við lítið farið út að spila undanfarna mánuði þar sem flest okkar hafa verið í barneignarleyfi. Þetta mun svo líklega hafa þau áhrif að við förum í styttri ferðir fyrst um sinn. Við erum satt að segja enn að finna út hvernig við viljum gera þetta. Þetta mun allt saman koma í ljós smám saman.Koma börnin kannski bara með? Ef þau koma með, hvernig líkar þeim tónleikalífið? Fyrsta ferð Fróða, sonar Árna og Lóu, var til Sviss um daginn. Hann er fæddur til að ferðast eins og Agnes, dóttir Árna Vil, sem stóð sig með prýði á tónleikaferð í Berlín í sumar. Alda dóttir Örvars hefur líka komið með í ferðir og fór í fyrsta skipti á svið eins árs. Þau munu svo örugglega tjá sig eitthvað um tónleikalífið þegar þau byrja að tala. Þau eru hins vegar frekar róleg yfir þessu eins og er.Koma kannski makar með líka? Já, já, makar, barnapíur, systkini, foreldrar og vonandi einhvern tímann ömmur og afar. Við erum túrandi ættarmót.Hefur eitthvað breyst við það að danssveitin varð fjölskyldusveit? Erfiðara að dansa fram undir morgun uppi á sviði? Jú, það er mun erfiðara að dansa fram undir morgun. Meirihluti meðlima er með einhvern verk í mjöðmunum sem þeir hafa ekki fundið fyrir áður. En við höfum brugðist við þessu með því að gera hreyfingar sem hafa lítil líkamleg áhrif á okkur. Flest okkar eru líka á leiðinni í pilates eða hot yoga til þess að liðka limina.Hvað er í bígerð? Að finna út úr tónleikaferðum þar sem börn eru með í för. Fara í stúdíó eins oft og við getum. Fylgja eftir laginu sem við gerðum fyrir UNICEF. Hjálpa sem flestum að komast að þeirri niðurstöðu að það er ekki bara gott að vera foreldri heldur er enn betra að vera heimsforeldri, og undirbúa jólin. Það verður t.d. vínyll til sölu frá okkur á markaði hjá Kex Hosteli 22. desember. Tilvalið í jólapakkann.Ný plata á leiðinni? Við erum að vinna í nýrri plötu sem á að koma út á næsta ári. Við vinnum með nýjar strategískar aðferðir sem innihalda tússtöflu, gula post-it miða, bláa málningu og marglita penna. Þessar aðferðir skila sér ágætlega og við erum bara nokkuð bjartsýn.Meira heimsflakk? Við ætlum í stutta ferð til Bandaríkjanna eftir jól og munum fara í stuttar ferðir til Evrópu. Svo bíðum við auðvitað eftir því að fleiri heimsálfur opni dyrnar fyrir okkur.Hvar verður FM Belfast eftir fimm ár? Við verðum væntanlega komin með eldri og fleiri börn. Við verðum komin með fleiri og óskiljanlegri verki hér og þar um líkamann og svo verðum við búin að gefa út fleiri plötur.
Sónar Tónlist Mest lesið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira