Kynbundið ofbeldi er glæpur gegn mannkyninu Eygló Árnadóttir skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Stór hluti kvenna í heiminum verður fyrir kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Og ekki bara í Langtíburtistan. Í lok ársins 2010 voru birtar niðurstöður viðamikillar rannsóknar, sem unnin var fyrir félags- og tryggingamálaráðuneytið, sem gefa til kynna að yfir 40% íslenskra kvenna hafi einhvern tímann á ævinni orðið fyrir ofbeldi af höndum karlmanns. 4% svarenda sögðust svo hafa orðið fyrir einhvers konar ofbeldi, kynferðislegu og líkamlegu, af höndum karlmanns á þeim tólf mánuðum áður en rannsóknin var framkvæmd. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að þessar tölur jafngildi því að 44.097-48.716 konur á landsvísu hafi orðið fyrir ofbeldi einhvern tíma frá 16 ára aldri. Þegar litið er til þessara talna er erfitt að neita því að ofbeldi gegn konum sé kerfisbundið vandamál hér á landi. Þegar fjögur prósent kvenna segjast hafa orðið fyrir ofbeldi á árinu og hátt í helmingur verður fyrir ofbeldi á ævinni, þá er ekki hægt að halda því fram að ofbeldi gegn konum sé einstakur og afmarkaður glæpur einstaklings gegn einstaklingi. Nei, þessar tölur benda til þess að vandamálið sé kerfisbundið, að við búum í samfélagi þar sem einn helmingur þegnanna er reglulega beittur ofbeldi af hinum helmingnum. Þegar við lítum til kerfisbundins ofbeldis karla gegn konum læðist að okkur sá grunur að konum sé refsað fyrir að vera konur. Kona verður fyrir ofbeldi einungis af því að hún er kona. Víða er ofbeldi gegn konum ekki einu sinni skilgreint sem ofbeldi. Sums staðar er kynbundið ofbeldi gegn konum meira að segja talinn sjálfsagður réttur karlmanna – þeir hafa fullt frelsi til að gera það sem þeim sýnist við konur. Konur hafa engin völd eða rétt yfir eigin líkama og lífi. Og sums staðar er kynbundið ofbeldi gegn konum skilgreint sem ofbeldi, ekki gegn konunni sem fyrir því verður, heldur gegn körlunum sem hún tilheyrir. Með að vera nauðgað setur kona smánarblett á föður sinn, bræður og frændur. Stundum ákveða ættingjarnir að eina leiðin til að losna við smánarblettinn sé að losa sig við hina saurguðu konu, að drepa dætur sínar eða systur sem urðu brotaþolar nauðgara. Heiður fjölskyldunnar er ritaður á líkama kvenna. Og stundum er kynbundnu ofbeldi karla gegn konum beitt skipulega í stríði. Og þetta vopn er engu öðru líkt. Í fyrsta lagi vegna þess að því er ekki ætlað að drepa, eins og nánast öll önnur stríðsvopn sem eru hönnuð til að grisja óvinagarðinn. Í öðru lagi vegna þess að vopninu er ekki beint gegn líkömum þeirra sem ætlað er að verða fyrir högginu, körlunum í stríðinu. Í stað þess að drepa mótherjana, eru þeir svívirtir með því að nauðga konunum þeirra. Líkami kvenna verður vígvöllur í stríði karlmanna, og enginn pælir í manneskjunni sem í raun verður fyrir ofbeldinu. Ekki á meðan sú manneskja er kona. Allt ofbeldi er óásættanlegt, ómannúðlegt, alvarlegt og ömurlegt. En kerfisbundið kynbundið ofbeldi karla gegn konum er glæpur gegn mannkyninu. Daglega eru konur um allan heim beittar ofbeldi fyrir þá einu sök að þær eru konur, einungis vegna þess að þær hafa minni völd og minni tilverurétt en karlmenn í þeirri veröld sem við höfum skapað okkur. Kynbundið ofbeldi er einfaldlega allra augljósasta og grimmasta merki þess að konur þykja ómerkari verur en karlmenn. Kynbundið ofbeldi er eitt helsta efni jafnréttisbaráttunnar og helsti þröskuldur á vegi okkar í átt að réttlátum heimi og friði á jörð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Stór hluti kvenna í heiminum verður fyrir kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Og ekki bara í Langtíburtistan. Í lok ársins 2010 voru birtar niðurstöður viðamikillar rannsóknar, sem unnin var fyrir félags- og tryggingamálaráðuneytið, sem gefa til kynna að yfir 40% íslenskra kvenna hafi einhvern tímann á ævinni orðið fyrir ofbeldi af höndum karlmanns. 4% svarenda sögðust svo hafa orðið fyrir einhvers konar ofbeldi, kynferðislegu og líkamlegu, af höndum karlmanns á þeim tólf mánuðum áður en rannsóknin var framkvæmd. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að þessar tölur jafngildi því að 44.097-48.716 konur á landsvísu hafi orðið fyrir ofbeldi einhvern tíma frá 16 ára aldri. Þegar litið er til þessara talna er erfitt að neita því að ofbeldi gegn konum sé kerfisbundið vandamál hér á landi. Þegar fjögur prósent kvenna segjast hafa orðið fyrir ofbeldi á árinu og hátt í helmingur verður fyrir ofbeldi á ævinni, þá er ekki hægt að halda því fram að ofbeldi gegn konum sé einstakur og afmarkaður glæpur einstaklings gegn einstaklingi. Nei, þessar tölur benda til þess að vandamálið sé kerfisbundið, að við búum í samfélagi þar sem einn helmingur þegnanna er reglulega beittur ofbeldi af hinum helmingnum. Þegar við lítum til kerfisbundins ofbeldis karla gegn konum læðist að okkur sá grunur að konum sé refsað fyrir að vera konur. Kona verður fyrir ofbeldi einungis af því að hún er kona. Víða er ofbeldi gegn konum ekki einu sinni skilgreint sem ofbeldi. Sums staðar er kynbundið ofbeldi gegn konum meira að segja talinn sjálfsagður réttur karlmanna – þeir hafa fullt frelsi til að gera það sem þeim sýnist við konur. Konur hafa engin völd eða rétt yfir eigin líkama og lífi. Og sums staðar er kynbundið ofbeldi gegn konum skilgreint sem ofbeldi, ekki gegn konunni sem fyrir því verður, heldur gegn körlunum sem hún tilheyrir. Með að vera nauðgað setur kona smánarblett á föður sinn, bræður og frændur. Stundum ákveða ættingjarnir að eina leiðin til að losna við smánarblettinn sé að losa sig við hina saurguðu konu, að drepa dætur sínar eða systur sem urðu brotaþolar nauðgara. Heiður fjölskyldunnar er ritaður á líkama kvenna. Og stundum er kynbundnu ofbeldi karla gegn konum beitt skipulega í stríði. Og þetta vopn er engu öðru líkt. Í fyrsta lagi vegna þess að því er ekki ætlað að drepa, eins og nánast öll önnur stríðsvopn sem eru hönnuð til að grisja óvinagarðinn. Í öðru lagi vegna þess að vopninu er ekki beint gegn líkömum þeirra sem ætlað er að verða fyrir högginu, körlunum í stríðinu. Í stað þess að drepa mótherjana, eru þeir svívirtir með því að nauðga konunum þeirra. Líkami kvenna verður vígvöllur í stríði karlmanna, og enginn pælir í manneskjunni sem í raun verður fyrir ofbeldinu. Ekki á meðan sú manneskja er kona. Allt ofbeldi er óásættanlegt, ómannúðlegt, alvarlegt og ömurlegt. En kerfisbundið kynbundið ofbeldi karla gegn konum er glæpur gegn mannkyninu. Daglega eru konur um allan heim beittar ofbeldi fyrir þá einu sök að þær eru konur, einungis vegna þess að þær hafa minni völd og minni tilverurétt en karlmenn í þeirri veröld sem við höfum skapað okkur. Kynbundið ofbeldi er einfaldlega allra augljósasta og grimmasta merki þess að konur þykja ómerkari verur en karlmenn. Kynbundið ofbeldi er eitt helsta efni jafnréttisbaráttunnar og helsti þröskuldur á vegi okkar í átt að réttlátum heimi og friði á jörð.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun