Engin tónlist í Kastljósi vegna samnings Rúv og FÍH 13. nóvember 2012 11:00 Sigmar Guðmundsson segir það leiðinlegt að engin tónlistaratriði séu lengur í Kastljósi. Róbert Þórhallsson segir koma til greina að endurskoða samninginn við Rúv. fréttablaðið/vilhelm "Þetta er eitthvað sem okkur finnst öllum leiðinlegt, að tónlistin sé komin út úr Kastljósi. Þetta er gert út af sparnaði og ég held að þetta sé ákvörðun sem enginn er sáttur við að taka," segir Sigmar Guðmundsson, ritstjóri þáttarins. Samningur sem Ríkissjónvarpið gerði við Félag íslenskra hljómlistarmanna, FÍH, fyrir fjórum árum hefur sökum niðurskurðar hjá Rúv orðið til þess að tónlistarmenn eru hættir að spila í Kastljósinu. Ástæðan er sú að þátturinn getur ekki lengur borgað tónlistarmönnum fyrir að koma þar fram. Þrátt fyrir að tónlistarmönnunum sjálfum sé flestum sama þótt þeir fái ekkert greitt, svo lengi sem þeir fái kynninguna, getur Kastljósið ekki orðið við ósk þeirra vegna samningsins við FÍH. Hann kveður á um að hver tónlistarmaður fái um 22 þúsund krónur fyrir hverja framkomu. Ef um fimm manna hljómsveit er að ræða nemur samanlögð greiðsla því 110 þúsund krónum. "Þetta er skrítin staða að vera með óánægða tónlistarmenn sem vilja spila. Við viljum fá þá en það er ekki hægt. Það eru allir að tapa á þessu ástandi," segir Sigmar. Endurskoðun kemur til greinaFréttablaðið hefur heyrt af óánægju á meðal tónlistarmanna vegna málsins því þeir hafa ekki lengur tækifæri til að koma tónlist sinni á framfæri í Kastljósi. Aðspurður segist Sigmar kannast við þessa óánægju. "Í staðinn hefur verið lagt upp með að finna tónlistinni stað í öðrum þáttum Sjónvarpsins," segir hann og á þar líkast til við þætti á borð við Hljómskálann, Dans, dans, dans og Djöflaeyjuna. Róbert Þórhallsson, stjórnarmaður í FÍH, segir að samningurinn við Rúv hafi verið gerður til að stuðla að því að tónlistarmenn fái greidd lágmarkslaun fyrir vinnuna sína. "Ef einn aðili gefur út plötu og ræður fólk til að spila með sér og kynna efnið, kannski fjögurra manna hljómsveit, hefur okkur í FÍH alltaf þótt óréttlátt að þessir fjórir menn hafi engan beinan hagnað af auglýsingu fyrir plötuna." Aðspurður segir Róbert vel koma til greina að endurskoða samninginn í ljósi ástands mála hjá Rúv. "Vissulega væri ekki ógáfulegt að setjast aftur að samningaborðinu. En við höfum ekki staðið þarna niður frá og meinað fólki að spila. En að sjálfsögðu setjast menn að samningaborðinu ef þetta er farið að hamla því að menn geti auglýst tónlistina sína." [email protected] Tónlist Mest lesið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
"Þetta er eitthvað sem okkur finnst öllum leiðinlegt, að tónlistin sé komin út úr Kastljósi. Þetta er gert út af sparnaði og ég held að þetta sé ákvörðun sem enginn er sáttur við að taka," segir Sigmar Guðmundsson, ritstjóri þáttarins. Samningur sem Ríkissjónvarpið gerði við Félag íslenskra hljómlistarmanna, FÍH, fyrir fjórum árum hefur sökum niðurskurðar hjá Rúv orðið til þess að tónlistarmenn eru hættir að spila í Kastljósinu. Ástæðan er sú að þátturinn getur ekki lengur borgað tónlistarmönnum fyrir að koma þar fram. Þrátt fyrir að tónlistarmönnunum sjálfum sé flestum sama þótt þeir fái ekkert greitt, svo lengi sem þeir fái kynninguna, getur Kastljósið ekki orðið við ósk þeirra vegna samningsins við FÍH. Hann kveður á um að hver tónlistarmaður fái um 22 þúsund krónur fyrir hverja framkomu. Ef um fimm manna hljómsveit er að ræða nemur samanlögð greiðsla því 110 þúsund krónum. "Þetta er skrítin staða að vera með óánægða tónlistarmenn sem vilja spila. Við viljum fá þá en það er ekki hægt. Það eru allir að tapa á þessu ástandi," segir Sigmar. Endurskoðun kemur til greinaFréttablaðið hefur heyrt af óánægju á meðal tónlistarmanna vegna málsins því þeir hafa ekki lengur tækifæri til að koma tónlist sinni á framfæri í Kastljósi. Aðspurður segist Sigmar kannast við þessa óánægju. "Í staðinn hefur verið lagt upp með að finna tónlistinni stað í öðrum þáttum Sjónvarpsins," segir hann og á þar líkast til við þætti á borð við Hljómskálann, Dans, dans, dans og Djöflaeyjuna. Róbert Þórhallsson, stjórnarmaður í FÍH, segir að samningurinn við Rúv hafi verið gerður til að stuðla að því að tónlistarmenn fái greidd lágmarkslaun fyrir vinnuna sína. "Ef einn aðili gefur út plötu og ræður fólk til að spila með sér og kynna efnið, kannski fjögurra manna hljómsveit, hefur okkur í FÍH alltaf þótt óréttlátt að þessir fjórir menn hafi engan beinan hagnað af auglýsingu fyrir plötuna." Aðspurður segir Róbert vel koma til greina að endurskoða samninginn í ljósi ástands mála hjá Rúv. "Vissulega væri ekki ógáfulegt að setjast aftur að samningaborðinu. En við höfum ekki staðið þarna niður frá og meinað fólki að spila. En að sjálfsögðu setjast menn að samningaborðinu ef þetta er farið að hamla því að menn geti auglýst tónlistina sína." [email protected]
Tónlist Mest lesið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira