Leiðin krókótta Hjálmtýr Heiðdal skrifar 2. nóvember 2012 08:00 Nú hefur enn einn sjálfstæðismaðurinn bæst í hóp þeirra sem sjá ný og óvænt tækifæri í atkvæðum þeirra Íslendinga sem ekki mæta á kjörstað. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður flokksins, skrifar í Fréttablaðið 27.10.12. um „svör minnihlutans og þögn meirihlutans" í nýafstaðinni þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þögn meirihlutans" er hið nýja fagnaðarerindi og kemur í stað hefðbundinna úrslita í lýðræðislegum kosningum. Þorsteinn viðurkennir að nýja „leiðin er að sönnu krókóttari" „því að menn vita ekki hvað meirihlutinn vill". En menn eru tilbúnir til að leggja mikið á sig til að ná til nýrra stranda og þótt leiðin sé „að sönnu krókóttari" skal hún samt farin að mati Þorsteins! Þorsteinn varpar fram spurningu um „hvort skynsamlegt sé að líta svo á að meirihlutinn sé svo hugsunarlaus og skoðanalaus um þessi efni að ekki eigi að gera tilraun til að ná til hans". Það sem fyrst kemur upp í hugann er sú staðreynd að boðað var til kosninganna með öllum tiltækum ráðum og þær voru frjálsar öllum Íslendingum með atkvæðisrétt. „Tilraun" sú sem Þorsteinn ræðir um hefur því þegar verið framkvæmd, þ.e. hér fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla. En „tilraunin" fór ekki að óskum Sjálfstæðisflokksins og því er hún ekki marktæk – þetta er raunverulega innihaldið þegar orðskrúði manna um annan tilgang sleppir. Þetta afhjúpast ágætlega í eftirfarandi hugmynd Þorsteins um að „Sjálfstæðisflokkurinn leggi fram heildstætt frumvarp að endurskoðaðri stjórnarskrá og geri kröfu um að þjóðin fái að velja á milli tveggja kosta samhliða næstu alþingiskosningum. Slíkri kröfu er ekki unnt að hafna málefnalega í ljósi þess að meirihluti kjósenda hefur ekki lýst viðhorfum sínum". Sem sagt, á meðan meirihluti kjósenda hefur ekki greitt atkvæði samkvæmt vilja Sjálfstæðisflokksins er ekki „unnt að hafna kröfu" hans um nýjar aðferðir til að sætta þjóðina við vilja hans. Þorsteinn telur að viðhorf sín geti helgast af málinu sem er til meðferðar, sjálfri stjórnarskrá lýðveldisins og mikilvægi sátta um slíkt stórmál. Vissulega er stjórnarskráin grundvallarmál sem þjóðin tekst á við og hefur ferlið verið í þeim anda. Boðað var til þjóðfundar með slembiúrtaki, stofnaður var hópur sérfræðinga og valinna leikmanna til að vinna úr niðurstöðum þjóðfundarins sem síðan lagði málið í hendur stjórnlagaráðs. Kosið var til stjórnlagaþings með opinni kosningu sem allir atkvæðisbærir gátu tekið þátt í. (Millileikur Hæstaréttar er á skjön við reglur réttarríkisins og verður ekki ræddur hér). Stjórnlagaráð starfaði fyrir opnum tjöldum og var í sambandi við þúsundir manna sem lögðu orð í belg. Og stuttu fyrir atkvæðagreiðsluna var gefinn út vandaður bæklingur sem útskýrði málið lið fyrir lið. Tvær skoðanakannanir voru framkvæmdar fyrir kosningar og sýndi sú sem hefur verið birt (MMR) nánast sömu niðurstöðu og kosningin sjálf. Af óútskýrðum ástæðum hefur Capacent ekki viljað birta niðurstöðu skoðanakönnunarinnar sem þeir gerðu. Vandaður undirbúningur, opið ferli og skoðanakannanir eru andstæða „krókóttu leiðarinnar" sem Þorsteini líst svo vel á. Viðhorf Þorsteins Pálssonar mótast af mislukkaðri aðför sjálfstæðismanna og fleiri að ríkisstjórninni sem kom þessu ferli af stað með stuðningi meirihluta Alþingis. Niðurstaða Þorsteins er sú „að hvorki ríkisstjórnin né stjórnarandstaðan ríður feitum hesti frá þessari atkvæðagreiðslu". Hann er fastur í flokkshagsmunum og átökum við stjórnarflokkana. Hann víkur ekki einu einasta orði í greininni að efnisatriðum í stjórnarskrártillögunum, ekkert skrifar hann um það hvaða vandamál hann sér í þeim. Hann einblínir á tæknileg atriði vegna þess að þar sér hann tækifæri til þess að flokkurinn stjórni för eins og þeir hafa vanist. Framferði þeirra er aðför að lýðræðinu en ekki tilraun til að skapa okkur betri framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Nú hefur enn einn sjálfstæðismaðurinn bæst í hóp þeirra sem sjá ný og óvænt tækifæri í atkvæðum þeirra Íslendinga sem ekki mæta á kjörstað. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður flokksins, skrifar í Fréttablaðið 27.10.12. um „svör minnihlutans og þögn meirihlutans" í nýafstaðinni þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þögn meirihlutans" er hið nýja fagnaðarerindi og kemur í stað hefðbundinna úrslita í lýðræðislegum kosningum. Þorsteinn viðurkennir að nýja „leiðin er að sönnu krókóttari" „því að menn vita ekki hvað meirihlutinn vill". En menn eru tilbúnir til að leggja mikið á sig til að ná til nýrra stranda og þótt leiðin sé „að sönnu krókóttari" skal hún samt farin að mati Þorsteins! Þorsteinn varpar fram spurningu um „hvort skynsamlegt sé að líta svo á að meirihlutinn sé svo hugsunarlaus og skoðanalaus um þessi efni að ekki eigi að gera tilraun til að ná til hans". Það sem fyrst kemur upp í hugann er sú staðreynd að boðað var til kosninganna með öllum tiltækum ráðum og þær voru frjálsar öllum Íslendingum með atkvæðisrétt. „Tilraun" sú sem Þorsteinn ræðir um hefur því þegar verið framkvæmd, þ.e. hér fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla. En „tilraunin" fór ekki að óskum Sjálfstæðisflokksins og því er hún ekki marktæk – þetta er raunverulega innihaldið þegar orðskrúði manna um annan tilgang sleppir. Þetta afhjúpast ágætlega í eftirfarandi hugmynd Þorsteins um að „Sjálfstæðisflokkurinn leggi fram heildstætt frumvarp að endurskoðaðri stjórnarskrá og geri kröfu um að þjóðin fái að velja á milli tveggja kosta samhliða næstu alþingiskosningum. Slíkri kröfu er ekki unnt að hafna málefnalega í ljósi þess að meirihluti kjósenda hefur ekki lýst viðhorfum sínum". Sem sagt, á meðan meirihluti kjósenda hefur ekki greitt atkvæði samkvæmt vilja Sjálfstæðisflokksins er ekki „unnt að hafna kröfu" hans um nýjar aðferðir til að sætta þjóðina við vilja hans. Þorsteinn telur að viðhorf sín geti helgast af málinu sem er til meðferðar, sjálfri stjórnarskrá lýðveldisins og mikilvægi sátta um slíkt stórmál. Vissulega er stjórnarskráin grundvallarmál sem þjóðin tekst á við og hefur ferlið verið í þeim anda. Boðað var til þjóðfundar með slembiúrtaki, stofnaður var hópur sérfræðinga og valinna leikmanna til að vinna úr niðurstöðum þjóðfundarins sem síðan lagði málið í hendur stjórnlagaráðs. Kosið var til stjórnlagaþings með opinni kosningu sem allir atkvæðisbærir gátu tekið þátt í. (Millileikur Hæstaréttar er á skjön við reglur réttarríkisins og verður ekki ræddur hér). Stjórnlagaráð starfaði fyrir opnum tjöldum og var í sambandi við þúsundir manna sem lögðu orð í belg. Og stuttu fyrir atkvæðagreiðsluna var gefinn út vandaður bæklingur sem útskýrði málið lið fyrir lið. Tvær skoðanakannanir voru framkvæmdar fyrir kosningar og sýndi sú sem hefur verið birt (MMR) nánast sömu niðurstöðu og kosningin sjálf. Af óútskýrðum ástæðum hefur Capacent ekki viljað birta niðurstöðu skoðanakönnunarinnar sem þeir gerðu. Vandaður undirbúningur, opið ferli og skoðanakannanir eru andstæða „krókóttu leiðarinnar" sem Þorsteini líst svo vel á. Viðhorf Þorsteins Pálssonar mótast af mislukkaðri aðför sjálfstæðismanna og fleiri að ríkisstjórninni sem kom þessu ferli af stað með stuðningi meirihluta Alþingis. Niðurstaða Þorsteins er sú „að hvorki ríkisstjórnin né stjórnarandstaðan ríður feitum hesti frá þessari atkvæðagreiðslu". Hann er fastur í flokkshagsmunum og átökum við stjórnarflokkana. Hann víkur ekki einu einasta orði í greininni að efnisatriðum í stjórnarskrártillögunum, ekkert skrifar hann um það hvaða vandamál hann sér í þeim. Hann einblínir á tæknileg atriði vegna þess að þar sér hann tækifæri til þess að flokkurinn stjórni för eins og þeir hafa vanist. Framferði þeirra er aðför að lýðræðinu en ekki tilraun til að skapa okkur betri framtíð.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun