Nafnið vesen en á sama tíma lykillinn á bakvið velgengnina Tinna Rós Steinsdóttir skrifar 20. október 2012 00:01 Þeir Valdimar og Ásgeir eru búnir að vera vinir frá því í grunnskóla. Þeir félagar sömdu bróðurpartinn af nýju plötunni, Um stund, sem er öll samin af hljómsveitinni sjálfri. Fréttablaðið/stefán Jæja strákar, segið mér nú frá plötunni, er hún jafn góð og Undraland? Valdimar: Hún er miklu betri (hlær). Þetta er ekki nein systurplata Undralands heldur stendur hún alveg sjálf og er uppfull af nýjum hugmyndum. Ásgeir: Það er meira að gerast á þessari og alls konar tilraunastarfsemi í gangi. Ég tók mér kannski heilan dag í að taka upp 30 sekúndur, eða bara þar til ég var fullkomlega sáttur við hljóminn. Það var hægt núna því við unnum hana svo mikið sjálfir og þurftum minna að vinna eftir klukkunni. Hún er sem sagt heimatilbúin að miklu leyti? Ásgeir: Já, við tókum hana mikið til upp sjálfir og sömdum hana alla. Núna var síðasta plata öll á íslensku og þessi er það líka. Þið eruð sem sagt ekkert að eltast við heimsfrægð? Ásgeir: Jújú, við héldum bara að við gætum orðið frægir á Íslensku. Valdimar: Já, fyrst Sigurrós gat það sáum við ekkert því til fyrirstöðu að við gætum það líka. Við erum samt smám saman að átta okkur á að við erum ekki Sigurrós. Ásgeir: Það kemur að því að við reynum við útlönd. Við erum bara ekki búnir að ákveða hvenær eða hvernig ennþá. Þið hafið ekkert haft áhyggjur af ruglingi með að nefna bandið í höfuðið á aðalsöngvaranum? Ásgeir: Mér fannst þetta rosalega hnittið og skemmtilegt til að byrja með, en svo varð þetta bara vesen. Þegar við fórum að velta upp nöfnum fór ég að hugsa um þessi keflvísku bönd sem hafa verið að gera það gott, Hljómar og Hjálmar, og sá að þessi -mar ending var greinilega að gera sig. Okkur fannst Valdimar því augljóst val. Við höfum held ég sannað enn og aftur að þessi ending virkar vel fyrir okkur Keflvíkingana. Valdimar: Þá erum við búnir að leka leyndarmálinu og nú fara öll bönd frá Keflavík að heita nafni sem endar á -mar, vel gert Ásgeir. Já, samkeppnin fer kannski að aukast í kjölfarið. En þið hafið nú náð ágætis stöðu á markaðnum á þessum tveimur árum. Þegar Undraland kom út þekktu ykkur fáir, en aðra sögu er að segja í dag. Er öðruvísi að standa í plötuútgáfunni núna en það var síðast? Valdimar: Það er auðvitað töluvert auðveldara að koma sér á framfæri núna. Síðast vissi enginn hverjir við vorum. Ásgeir: Núna getum við sent fólki póst og sagt Hey, við vorum að gefa út plötu, finnst þér það ekki merkilegt - og þeim finnst það raunverulega merkilegt. Valdimar: Þetta var meira puð síðast. Ég man að Ágúst Bogason var fyrstur til að gefa okkur séns. Þegar X-ið fór svo að spila lagið Yfirgefinn á fullu og ég söng í Okkar eigin Osló fór þetta að gerast fyrir alvöru. Ætli við getum ekki þakkað Memfismafíunni velgengnina.Hljómsveitin Valdimar samanstendur af sex manns. Þeim Högna Þorsteinssyni gítarleikara, Kristni Evertssyni hljómborðsleikara, Valdimar Guðmundssyni söngvara, Ásgeiri Aðalsteinssyni gítarleikara, Þorvaldi Halldórssyni trommara og Guðlaugi Guðmundssyni bassaleikara.Mynd/Guðmundur VigfússonHljómsveitin hefur líka breyst á síðustu tveimur árum og nýr meðlimur bæst í hópinn ekki satt? Valdimar: Jújú, við erum orðnir sex núna. Þegar Ásgeir fór út fengum við Högna inn í afleysingar. Svo fannst okkur hann bara svo skemmtilegur gaur að við gátum ekki hugsað okkur að láta hann fara þegar Ásgeir kom aftur. Ásgeir: Já, hann er ekkert spes gítarleikari, bara svo skemmtilegur gaur. (hlær) Valdimar: Hann er sólargeislinn okkar. Ásgeir: Á þessari plötu tókum við svo öll lögin upp með tveimur gíturum svo ég neyddist til að flytja heim svo við þyrftum ekki að finna annan staðgengil. Ætlið þið að fylgja plötunni eitthvað eftir? Ásgeir: Já, við verðum með hlustunarpartý á Faktorý á þriðjudaginn, verðum fyrir norðan um næstu helgi og fyrir austan helgina eftir það. Svo verðum við að spila heilan helling á Airwaves og verðum með útgáfutónleika í Gamla Bíói 16.nóvember. Valdimar: Svo er ég einn af gestunum í Jólagestum Björgvins í ár, svo það er nóg framundan. En að lokum, eigið þið ykkur uppáhalds lag á plötunni? Valdimar: Ég er alltaf að skipta um skoðun hvaða lag það er, þetta er svo góð plata. Titillag plötunnar, Um stund, er samt í mestu uppáhaldi hjá mér núna. Lagið hans Ásgeirs. Ásgeir: Oh, en fallegt. Ætli ég verði þá ekki að velja eitt af þínum lögum (hlær). Nei, það vill reyndar svo til að Valdimar á mitt uppáhalds lag, enda er hann uppáhalds lagahöfundurinn minn. Það er lagið Ég man. Það er öðruvísi en hin lögin og mér þykir rosalega vænt um það. Mest lesið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Jæja strákar, segið mér nú frá plötunni, er hún jafn góð og Undraland? Valdimar: Hún er miklu betri (hlær). Þetta er ekki nein systurplata Undralands heldur stendur hún alveg sjálf og er uppfull af nýjum hugmyndum. Ásgeir: Það er meira að gerast á þessari og alls konar tilraunastarfsemi í gangi. Ég tók mér kannski heilan dag í að taka upp 30 sekúndur, eða bara þar til ég var fullkomlega sáttur við hljóminn. Það var hægt núna því við unnum hana svo mikið sjálfir og þurftum minna að vinna eftir klukkunni. Hún er sem sagt heimatilbúin að miklu leyti? Ásgeir: Já, við tókum hana mikið til upp sjálfir og sömdum hana alla. Núna var síðasta plata öll á íslensku og þessi er það líka. Þið eruð sem sagt ekkert að eltast við heimsfrægð? Ásgeir: Jújú, við héldum bara að við gætum orðið frægir á Íslensku. Valdimar: Já, fyrst Sigurrós gat það sáum við ekkert því til fyrirstöðu að við gætum það líka. Við erum samt smám saman að átta okkur á að við erum ekki Sigurrós. Ásgeir: Það kemur að því að við reynum við útlönd. Við erum bara ekki búnir að ákveða hvenær eða hvernig ennþá. Þið hafið ekkert haft áhyggjur af ruglingi með að nefna bandið í höfuðið á aðalsöngvaranum? Ásgeir: Mér fannst þetta rosalega hnittið og skemmtilegt til að byrja með, en svo varð þetta bara vesen. Þegar við fórum að velta upp nöfnum fór ég að hugsa um þessi keflvísku bönd sem hafa verið að gera það gott, Hljómar og Hjálmar, og sá að þessi -mar ending var greinilega að gera sig. Okkur fannst Valdimar því augljóst val. Við höfum held ég sannað enn og aftur að þessi ending virkar vel fyrir okkur Keflvíkingana. Valdimar: Þá erum við búnir að leka leyndarmálinu og nú fara öll bönd frá Keflavík að heita nafni sem endar á -mar, vel gert Ásgeir. Já, samkeppnin fer kannski að aukast í kjölfarið. En þið hafið nú náð ágætis stöðu á markaðnum á þessum tveimur árum. Þegar Undraland kom út þekktu ykkur fáir, en aðra sögu er að segja í dag. Er öðruvísi að standa í plötuútgáfunni núna en það var síðast? Valdimar: Það er auðvitað töluvert auðveldara að koma sér á framfæri núna. Síðast vissi enginn hverjir við vorum. Ásgeir: Núna getum við sent fólki póst og sagt Hey, við vorum að gefa út plötu, finnst þér það ekki merkilegt - og þeim finnst það raunverulega merkilegt. Valdimar: Þetta var meira puð síðast. Ég man að Ágúst Bogason var fyrstur til að gefa okkur séns. Þegar X-ið fór svo að spila lagið Yfirgefinn á fullu og ég söng í Okkar eigin Osló fór þetta að gerast fyrir alvöru. Ætli við getum ekki þakkað Memfismafíunni velgengnina.Hljómsveitin Valdimar samanstendur af sex manns. Þeim Högna Þorsteinssyni gítarleikara, Kristni Evertssyni hljómborðsleikara, Valdimar Guðmundssyni söngvara, Ásgeiri Aðalsteinssyni gítarleikara, Þorvaldi Halldórssyni trommara og Guðlaugi Guðmundssyni bassaleikara.Mynd/Guðmundur VigfússonHljómsveitin hefur líka breyst á síðustu tveimur árum og nýr meðlimur bæst í hópinn ekki satt? Valdimar: Jújú, við erum orðnir sex núna. Þegar Ásgeir fór út fengum við Högna inn í afleysingar. Svo fannst okkur hann bara svo skemmtilegur gaur að við gátum ekki hugsað okkur að láta hann fara þegar Ásgeir kom aftur. Ásgeir: Já, hann er ekkert spes gítarleikari, bara svo skemmtilegur gaur. (hlær) Valdimar: Hann er sólargeislinn okkar. Ásgeir: Á þessari plötu tókum við svo öll lögin upp með tveimur gíturum svo ég neyddist til að flytja heim svo við þyrftum ekki að finna annan staðgengil. Ætlið þið að fylgja plötunni eitthvað eftir? Ásgeir: Já, við verðum með hlustunarpartý á Faktorý á þriðjudaginn, verðum fyrir norðan um næstu helgi og fyrir austan helgina eftir það. Svo verðum við að spila heilan helling á Airwaves og verðum með útgáfutónleika í Gamla Bíói 16.nóvember. Valdimar: Svo er ég einn af gestunum í Jólagestum Björgvins í ár, svo það er nóg framundan. En að lokum, eigið þið ykkur uppáhalds lag á plötunni? Valdimar: Ég er alltaf að skipta um skoðun hvaða lag það er, þetta er svo góð plata. Titillag plötunnar, Um stund, er samt í mestu uppáhaldi hjá mér núna. Lagið hans Ásgeirs. Ásgeir: Oh, en fallegt. Ætli ég verði þá ekki að velja eitt af þínum lögum (hlær). Nei, það vill reyndar svo til að Valdimar á mitt uppáhalds lag, enda er hann uppáhalds lagahöfundurinn minn. Það er lagið Ég man. Það er öðruvísi en hin lögin og mér þykir rosalega vænt um það.
Mest lesið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira