Bat For Lashes gefa út nýja plötu 18. október 2012 00:01 Bat For Lashes hefur gefið út sína þriðju plötu, The Haunted Man. Gagnrýnendur eru sammála um að þar sé á ferðinni gæðagripur. Þriðja plata Bat For Lashes, The Haunted Man, er nýkomin út. Þrjú ár eru liðin síðan Two Suns leit dagsins ljós og hafa aðdáendur víða um heim beðið spenntir eftir næsta útspili. Hljómsveitin er hugarfóstur Natöshu Khan sem verður 33 ára í næstu viku. Faðir hennar er pakistanskur en móðirin ensk. Fyrstu stóru tónleikar Bat For Lashes í London voru árið 2005 þegar hún hitaði upp fyrir CocoRosie á tónleikastaðnum Scala. Ári síðar steig hún á svið sem aðalnúmerið á Scala og á meðal gesta í salnum voru Björk, Nellee Hooper og Brett Anderson úr Suede. Í hópi annarra aðdáenda hennar eru Devendra Banhart, Jarvis Cocker, M.I.A. og Thom Yorke. Árið 2006 kom út fyrsta plata Bat For Lashes, Fur and Gold, þar sem seiðandi og myrk popptónlistin hitti í mark. Gagnrýnendur hrifust með og hlaut platan tilnefningu til hinna virtu Mercury-verðlauna. Bjartara var yfir næstu útgáfu, Two Suns, sem kom út þremur árum síðar og náði hún fimmta sæti á breska breiðskífulistanum. Þar voru rafpælingarnar orðnar meira áberandi en áður. Sú var einnig tilnefnd til Mercury-verðlaunanna og greinilegt að þarna var komin tónlistarkona í fremstu röð. Eitt lag af plötunni, Daniel, tryggði Nathöshu Ivor Novello-verðlaunin í Bretlandi sem eru einnig mikils metin. Aðrar hljómsveitir og tónlistarmenn fóru að gefa Bat For Lashes gaum og Khan fór í tónleikaferð með Coldplay árið 2010. Hún samdi lag með Beck fyrir Twilight-myndina Eclipse og söng lagið Strangelove eftir Depeche Mode í herferð á vegum tískurisans Gucci. The Haunted Man þykir vel heppnuð og fær Khan hrós fyrir að fylgja Two Suns vel á eftir með vandaðri plötu og sanna í leiðinni að Bat For Lashes er komin til að vera. Hún fær fjórar stjörnur í Q, Mojo og The Guardian, þrjár í The Independent og The Observer í Bretlandi, 8 af 10 hjá NME og 7 af 10 hjá Uncut.nordicphotos/getty Mest lesið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Bat For Lashes hefur gefið út sína þriðju plötu, The Haunted Man. Gagnrýnendur eru sammála um að þar sé á ferðinni gæðagripur. Þriðja plata Bat For Lashes, The Haunted Man, er nýkomin út. Þrjú ár eru liðin síðan Two Suns leit dagsins ljós og hafa aðdáendur víða um heim beðið spenntir eftir næsta útspili. Hljómsveitin er hugarfóstur Natöshu Khan sem verður 33 ára í næstu viku. Faðir hennar er pakistanskur en móðirin ensk. Fyrstu stóru tónleikar Bat For Lashes í London voru árið 2005 þegar hún hitaði upp fyrir CocoRosie á tónleikastaðnum Scala. Ári síðar steig hún á svið sem aðalnúmerið á Scala og á meðal gesta í salnum voru Björk, Nellee Hooper og Brett Anderson úr Suede. Í hópi annarra aðdáenda hennar eru Devendra Banhart, Jarvis Cocker, M.I.A. og Thom Yorke. Árið 2006 kom út fyrsta plata Bat For Lashes, Fur and Gold, þar sem seiðandi og myrk popptónlistin hitti í mark. Gagnrýnendur hrifust með og hlaut platan tilnefningu til hinna virtu Mercury-verðlauna. Bjartara var yfir næstu útgáfu, Two Suns, sem kom út þremur árum síðar og náði hún fimmta sæti á breska breiðskífulistanum. Þar voru rafpælingarnar orðnar meira áberandi en áður. Sú var einnig tilnefnd til Mercury-verðlaunanna og greinilegt að þarna var komin tónlistarkona í fremstu röð. Eitt lag af plötunni, Daniel, tryggði Nathöshu Ivor Novello-verðlaunin í Bretlandi sem eru einnig mikils metin. Aðrar hljómsveitir og tónlistarmenn fóru að gefa Bat For Lashes gaum og Khan fór í tónleikaferð með Coldplay árið 2010. Hún samdi lag með Beck fyrir Twilight-myndina Eclipse og söng lagið Strangelove eftir Depeche Mode í herferð á vegum tískurisans Gucci. The Haunted Man þykir vel heppnuð og fær Khan hrós fyrir að fylgja Two Suns vel á eftir með vandaðri plötu og sanna í leiðinni að Bat For Lashes er komin til að vera. Hún fær fjórar stjörnur í Q, Mojo og The Guardian, þrjár í The Independent og The Observer í Bretlandi, 8 af 10 hjá NME og 7 af 10 hjá Uncut.nordicphotos/getty
Mest lesið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira