Hver er róninn? Páll Tryggvason skrifar 13. október 2012 06:00 Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2013 segir á bls. 358 undir lið 206 sem fjallar um sjúkratryggingar: „Greiðsluþátttöku verður hætt í metýlfenidatlyfjum fyrir fullorðna enda eru lyfin einungis ætluð börnum og unglingum samkvæmt klínískum leiðbeiningum."¹ Þessi fullyrðing kallar á athugasemd því hún er röng. Árið 2006 stofnaði þáverandi landlæknir til vinnuhóps til að semja klínískar leiðbeiningar um greiningu og meðferð ADHD. Leiðbeiningarnar, Vinnulag við greiningu og meðferð athyglisbrests með ofvirkni (ADHD), voru birtar í desember 2007 á heimasíðu embættisins sem opinberar, faglegar leiðbeiningar embættisins til heilbrigðisstarfsmanna en jafnframt til upplýsinga fyrir stjórnsýsluna og almenning. Þáverandi aðstoðarlandlæknir, sem svo síðar um tíma gegndi embætti landlæknis, leiddi starfshópinn. Víða var leitað fanga: Erlendar klínískar leiðbeiningar beggja vegna Atlantshafsála voru skoðaðar og hafðar til hliðsjónar og leitað til innlendra sérfræðinga um afmörkuð efni. Í kjölfar umræðu í samfélaginu um misnotkun örvandi lyfja 2011 var vinnuhópurinn kallaður saman til að fara yfir leiðbeiningarnar. Yfirfarnar og endurbættar leiðbeiningar landlæknis voru birtar á vef embættisins 7. mars 2012. Á bls. 21-30 er fjallað um meðferð fullorðinna. Í kaflanum „Verklag við greiningu fullorðinna" er m.a fjallað um hvernig rétt sé að standa að greiningu, hvaða tæki skal nota og hvaða upplýsinga skal afla og með hvaða hætti. Þar er kafli um mismunagreiningar og fylgisjúkdóma, taugasálfræðilegar og líffræðilegar rannsóknir, samband vímuefnavandamála og ADHD og þeirrar varúðar sem þarf þess vegna að gæta við greiningu og meðferð. Fjallað er um fræðslu til sjúklinga og aðstandenda, einstaklingsmeðferð og hópmeðferð, svo dæmi séu nefnd. Minnstu máli er varið til að fjalla um lyfjameðferð en þó segir þar: „Ef fræðsla og ráðgjöf bera ekki árangur er rétt að hugleiða lyfjameðferð við ADHD svo framarlega sem ekki er frábending fyrir notkun þeirra svo sem fíknisjúkdómur geðrofssjúkdómur. Í flestum tilfellum er methylphenidat fyrsta val en ef það virkar ekki, þolist ekki eða er ekki talið viðeigandi má reyna meðferð með atomoxetini (NICE 2008)." (bls. 27)². Síðan eru gefnar ýmsar leiðbeiningar sem lúta að lyfjameðferðinni, fjallað um gildi hennar og rannsóknir sem styðja hana og hvernig skuli standa að eftirliti með meðferð. Að öllu ofansögðu er ljóst að tilvitnunin í frumvarpinu er röng, þ.e.a.s. ef þar er átt við klínískar leiðbeiningar landlæknis. Öllum verða einhvern tíma á mistök og sérhver sem viðurkennir mistök sín vex við það. Þessi ranga tilvitnun hefur því miður ekki verið dregin til baka eða leiðrétt og svo virðist sem tillagan eigi að standa óbreytt. Það vekur athygli að núverandi landlæknir virðist áhyggjulítill um að hallað sé réttu máli þegar vitnað er til skýrslu sem hann er ábyrgur fyrir. Það er full ástæða til að fara vel með opinbert fé og viðeigandi stofnanir sinni því eftirliti sem þeim ber og nauðsyn að sjá til þess að þessi lyf, sem önnur, rati eingöngu til þeirra sem þau eru ætluð. En það ber að fara rétt með staðreyndir. Metýlfenidat er öruggt og öflugt lyf. Vandamál sem tengjast misnotkun þess verður að takast á við með öflugum hætti. Tilkynning velferðarráðuneytisins í dag (10. okt.) felur ekki í sér nýjungar. Allt hefur það komið fram áður án þess að bera árangur. Af hverju skyldi það duga nú? Árni Pálsson prófessor mun einhvern tíma hafa sagt að það væru rónarnir sem kæmu óorði á brennivínið. Það er engum til góðs að kasta barninu út með baðvatninu og með því bera fyrir borð hag þeirra sem þjást. Öflugt eftirlit eykur á gæði greiningar og meðferðar og fer vel með opinbert fé. Þetta eftirlit hefur verið máttlítið þrátt fyrir augljósan vanda. Veldur hver á heldur. Þá virðist það gleymast í þessum „nýju" aðgerðum að hluti þjóðarinnar býr fyrir aftan Esjuna. Hugsum málið upp á nýtt og hlúum að þeim sem eiga erfitt. ¹. http://www.althingi.is/altext/141/s/pdf/0001.pdf ². http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item14259/version5/ADHD-7.%20mars%202012.pdf Skrifað í Svíþjóð á alþjóða geðheilbrigðisdeginum 10. okt. 2012. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2013 segir á bls. 358 undir lið 206 sem fjallar um sjúkratryggingar: „Greiðsluþátttöku verður hætt í metýlfenidatlyfjum fyrir fullorðna enda eru lyfin einungis ætluð börnum og unglingum samkvæmt klínískum leiðbeiningum."¹ Þessi fullyrðing kallar á athugasemd því hún er röng. Árið 2006 stofnaði þáverandi landlæknir til vinnuhóps til að semja klínískar leiðbeiningar um greiningu og meðferð ADHD. Leiðbeiningarnar, Vinnulag við greiningu og meðferð athyglisbrests með ofvirkni (ADHD), voru birtar í desember 2007 á heimasíðu embættisins sem opinberar, faglegar leiðbeiningar embættisins til heilbrigðisstarfsmanna en jafnframt til upplýsinga fyrir stjórnsýsluna og almenning. Þáverandi aðstoðarlandlæknir, sem svo síðar um tíma gegndi embætti landlæknis, leiddi starfshópinn. Víða var leitað fanga: Erlendar klínískar leiðbeiningar beggja vegna Atlantshafsála voru skoðaðar og hafðar til hliðsjónar og leitað til innlendra sérfræðinga um afmörkuð efni. Í kjölfar umræðu í samfélaginu um misnotkun örvandi lyfja 2011 var vinnuhópurinn kallaður saman til að fara yfir leiðbeiningarnar. Yfirfarnar og endurbættar leiðbeiningar landlæknis voru birtar á vef embættisins 7. mars 2012. Á bls. 21-30 er fjallað um meðferð fullorðinna. Í kaflanum „Verklag við greiningu fullorðinna" er m.a fjallað um hvernig rétt sé að standa að greiningu, hvaða tæki skal nota og hvaða upplýsinga skal afla og með hvaða hætti. Þar er kafli um mismunagreiningar og fylgisjúkdóma, taugasálfræðilegar og líffræðilegar rannsóknir, samband vímuefnavandamála og ADHD og þeirrar varúðar sem þarf þess vegna að gæta við greiningu og meðferð. Fjallað er um fræðslu til sjúklinga og aðstandenda, einstaklingsmeðferð og hópmeðferð, svo dæmi séu nefnd. Minnstu máli er varið til að fjalla um lyfjameðferð en þó segir þar: „Ef fræðsla og ráðgjöf bera ekki árangur er rétt að hugleiða lyfjameðferð við ADHD svo framarlega sem ekki er frábending fyrir notkun þeirra svo sem fíknisjúkdómur geðrofssjúkdómur. Í flestum tilfellum er methylphenidat fyrsta val en ef það virkar ekki, þolist ekki eða er ekki talið viðeigandi má reyna meðferð með atomoxetini (NICE 2008)." (bls. 27)². Síðan eru gefnar ýmsar leiðbeiningar sem lúta að lyfjameðferðinni, fjallað um gildi hennar og rannsóknir sem styðja hana og hvernig skuli standa að eftirliti með meðferð. Að öllu ofansögðu er ljóst að tilvitnunin í frumvarpinu er röng, þ.e.a.s. ef þar er átt við klínískar leiðbeiningar landlæknis. Öllum verða einhvern tíma á mistök og sérhver sem viðurkennir mistök sín vex við það. Þessi ranga tilvitnun hefur því miður ekki verið dregin til baka eða leiðrétt og svo virðist sem tillagan eigi að standa óbreytt. Það vekur athygli að núverandi landlæknir virðist áhyggjulítill um að hallað sé réttu máli þegar vitnað er til skýrslu sem hann er ábyrgur fyrir. Það er full ástæða til að fara vel með opinbert fé og viðeigandi stofnanir sinni því eftirliti sem þeim ber og nauðsyn að sjá til þess að þessi lyf, sem önnur, rati eingöngu til þeirra sem þau eru ætluð. En það ber að fara rétt með staðreyndir. Metýlfenidat er öruggt og öflugt lyf. Vandamál sem tengjast misnotkun þess verður að takast á við með öflugum hætti. Tilkynning velferðarráðuneytisins í dag (10. okt.) felur ekki í sér nýjungar. Allt hefur það komið fram áður án þess að bera árangur. Af hverju skyldi það duga nú? Árni Pálsson prófessor mun einhvern tíma hafa sagt að það væru rónarnir sem kæmu óorði á brennivínið. Það er engum til góðs að kasta barninu út með baðvatninu og með því bera fyrir borð hag þeirra sem þjást. Öflugt eftirlit eykur á gæði greiningar og meðferðar og fer vel með opinbert fé. Þetta eftirlit hefur verið máttlítið þrátt fyrir augljósan vanda. Veldur hver á heldur. Þá virðist það gleymast í þessum „nýju" aðgerðum að hluti þjóðarinnar býr fyrir aftan Esjuna. Hugsum málið upp á nýtt og hlúum að þeim sem eiga erfitt. ¹. http://www.althingi.is/altext/141/s/pdf/0001.pdf ². http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item14259/version5/ADHD-7.%20mars%202012.pdf Skrifað í Svíþjóð á alþjóða geðheilbrigðisdeginum 10. okt. 2012.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun