Bergrisi við Austurvöll Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 12. október 2012 00:00 Þegar bergrisi ákveður að taka til í kringum sig getum við hin átt fótum okkar fjör að launa. Nú ber við að bergrisinn við Austurvöll virðist í ham því draga skal úr fjárútlátum ríkissjóðs vegna kostnaðarþátttöku við lyfjameðferð við ADHD um ríflega 200 milljónir. Sjálfur er ég ekki sérfróður um vinnuferli við fjárlagagerð en fæ ekki betur séð en að þingnefnd hafi farið full stórum við undirbúning á þessum þætti fjárlagafrumvarpsins. Í drögum að fjárlögum má finna meinta tilvísun í klínískar leiðbeiningar Landlæknis þess efnis að metýlfenídatlyf (ADHD-lyf) séu einungis ætluð börnum. Þeim sem hafa kynnt sér málið er þó fulljóst að hér er vísað í gamla lyfjaskrá – í klínísku leiðbeiningunum er hins vegar kýrskýrt að lyfjagjöf er talin virka mjög vel á fullorðna sem börn. Starfsmaður velferðarráðuneytis segir þó einungis að um óheppilegt orðalag sé að ræða. Ráðherra bætti um betur í fréttum Stöðvar 2 þann 3/10 og ítrekaði að greiðsluþátttöku ríkissjóðs ætti að ná niður um tvo þriðjuhluta á einu ári. Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að sitja fund með 6 starfsmönnum velferðarráðuneytisins ásamt formanni og framkvæmdastjóra ADHD-samtakanna föstudaginn 5/10. Er að vísu stjórnarmaður í samtökunum en sat fundinn fyrst og fremst á eigin forsendum sem einstaklingur með ADHD. Sjálfur tók ég lyfin þann morguninn og var nokkuð skýr í kollinum. Áður en lengra er haldið skal hrósa því sem vel var gert – og kristallast best í fyrirsögn síðustu fréttar á vef ráðuneytisins þann 10/10: „Lyfjameðferð vegna ADHD og misnotkun fíkla á metýlfenídati eru óskyld mál." Um þetta voru allir fundarmenn sammála. Eftir fundinn var maður nokkuð bjartsýnn, þó reynslan kenni að fagna ekki of snemma. Ráðuneytið samþykkti að ganga frá nokkurs konar fundargerð til birtingar ásamt eigin frétt um málið á heimasíðu sinni. Fréttin birtist eftir hádegi 10/10 undir yfirskriftinni „Mikilvægar staðreyndir vegna umræðu um ofvirknilyf". Ráðuneytið áréttaði enn og aftur að ætlunin væri að lækka fjárframlög um ríflega tvo þriðjuhluta. Þessu til stuðnings var birt merkilegt súlurit sem sýndi hvernig lyfjanotkun einstaklinga eldri en 20 ára hefur stóraukist og er nú svo til jöfn notkun þeirra sem yngri eru. Þó var látið undir höfuð leggjast að tiltaka að yngri hópurinn telur um 6.000 einstaklinga á meðan í eldri hópurinn eru líklega allt að 10.000 manns. Eins er einungis „viðurkennt" að þessi lyf geti nýst fullorðnum einstaklingum en í engu getið að ADHD-greiningum hjá fullorðnum fer einfaldlega fjölgandi. Þetta heitir í mínum bókum að ljúga með tölum – að sleppa óþægilegum þáttum til að fegra eigin málstað. Sem fyrr er gert ráð fyrir að lækka megi lyfjakostnað úr 340 í 120 milljónir á einu ári. Til frekari upplýsinga bendir ráðuneytið „á umfjöllun í Læknablaðinu 02. tbl. 97. árg. 2011 um mikla notkun ADHD-lyfja hér á landi: Met í notkun ADHD-lyfja" þar sem rætt er við Kristin Tómasson, Pál Matthíasson og Geir Gunnlaugsson. Sú lesning er stórgóð og kemur skýrt fram að læknarnir telja að víða sé pottur brotinn og of algengt að kerfið sem slíkt bjóði upp á mistök og jafnvel misnotkun. Þar er líka að finna þessa ágætu tilvitnun: „Ef við reiknum með að sparnaður ríkisins vegna minnkandi notkunar lyfsins geti numið allt að 200 milljónum á ári er ljóst að fjárhagslegur ávinningur er umtalsverður. En mikilvægara er þó að tryggja með öruggum hætti að þeir sem þurfa lyfin fái þau, um leið og dregið verður úr misnotkun lyfjanna." Þessu virðast nefndarmenn Alþingis síðan hafa snúið upp í hinn fullkomna sannleik: Skera skal kostnað niður strax um ríflega 200 milljónir – svo á að sjá til hvort nýtt sérfræðiteymi geti mögulega útfært önnur úrræði. Hvur skrambinn – er hér aftur komið hið ónákvæma orðalag? Bergrisinn farinn að berja höfði við stein og mögulegi sparnaðurinn orðinn að heilögum sannleika! Ágætu ráðherrar fjármála og velferðarmála: Finnst ykkur þetta boðleg vinnubrögð fyrir Alþingi Íslendinga? Ég óska eftir að þið svarið þessu greinarkorni skilmerkilega á opinberum vettvangi. Eins bið ég þess skemmstra orða að jötnum þeim er nú virðast ríða húsum í sölum Alþingis verði veitt viðeigandi aðstoð – AHDH-samtökin gætu jafnvel veitt ráðgjöf þar að lútandi. Ónákvæmt orðalag er vinsamlegast afþakkað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar bergrisi ákveður að taka til í kringum sig getum við hin átt fótum okkar fjör að launa. Nú ber við að bergrisinn við Austurvöll virðist í ham því draga skal úr fjárútlátum ríkissjóðs vegna kostnaðarþátttöku við lyfjameðferð við ADHD um ríflega 200 milljónir. Sjálfur er ég ekki sérfróður um vinnuferli við fjárlagagerð en fæ ekki betur séð en að þingnefnd hafi farið full stórum við undirbúning á þessum þætti fjárlagafrumvarpsins. Í drögum að fjárlögum má finna meinta tilvísun í klínískar leiðbeiningar Landlæknis þess efnis að metýlfenídatlyf (ADHD-lyf) séu einungis ætluð börnum. Þeim sem hafa kynnt sér málið er þó fulljóst að hér er vísað í gamla lyfjaskrá – í klínísku leiðbeiningunum er hins vegar kýrskýrt að lyfjagjöf er talin virka mjög vel á fullorðna sem börn. Starfsmaður velferðarráðuneytis segir þó einungis að um óheppilegt orðalag sé að ræða. Ráðherra bætti um betur í fréttum Stöðvar 2 þann 3/10 og ítrekaði að greiðsluþátttöku ríkissjóðs ætti að ná niður um tvo þriðjuhluta á einu ári. Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að sitja fund með 6 starfsmönnum velferðarráðuneytisins ásamt formanni og framkvæmdastjóra ADHD-samtakanna föstudaginn 5/10. Er að vísu stjórnarmaður í samtökunum en sat fundinn fyrst og fremst á eigin forsendum sem einstaklingur með ADHD. Sjálfur tók ég lyfin þann morguninn og var nokkuð skýr í kollinum. Áður en lengra er haldið skal hrósa því sem vel var gert – og kristallast best í fyrirsögn síðustu fréttar á vef ráðuneytisins þann 10/10: „Lyfjameðferð vegna ADHD og misnotkun fíkla á metýlfenídati eru óskyld mál." Um þetta voru allir fundarmenn sammála. Eftir fundinn var maður nokkuð bjartsýnn, þó reynslan kenni að fagna ekki of snemma. Ráðuneytið samþykkti að ganga frá nokkurs konar fundargerð til birtingar ásamt eigin frétt um málið á heimasíðu sinni. Fréttin birtist eftir hádegi 10/10 undir yfirskriftinni „Mikilvægar staðreyndir vegna umræðu um ofvirknilyf". Ráðuneytið áréttaði enn og aftur að ætlunin væri að lækka fjárframlög um ríflega tvo þriðjuhluta. Þessu til stuðnings var birt merkilegt súlurit sem sýndi hvernig lyfjanotkun einstaklinga eldri en 20 ára hefur stóraukist og er nú svo til jöfn notkun þeirra sem yngri eru. Þó var látið undir höfuð leggjast að tiltaka að yngri hópurinn telur um 6.000 einstaklinga á meðan í eldri hópurinn eru líklega allt að 10.000 manns. Eins er einungis „viðurkennt" að þessi lyf geti nýst fullorðnum einstaklingum en í engu getið að ADHD-greiningum hjá fullorðnum fer einfaldlega fjölgandi. Þetta heitir í mínum bókum að ljúga með tölum – að sleppa óþægilegum þáttum til að fegra eigin málstað. Sem fyrr er gert ráð fyrir að lækka megi lyfjakostnað úr 340 í 120 milljónir á einu ári. Til frekari upplýsinga bendir ráðuneytið „á umfjöllun í Læknablaðinu 02. tbl. 97. árg. 2011 um mikla notkun ADHD-lyfja hér á landi: Met í notkun ADHD-lyfja" þar sem rætt er við Kristin Tómasson, Pál Matthíasson og Geir Gunnlaugsson. Sú lesning er stórgóð og kemur skýrt fram að læknarnir telja að víða sé pottur brotinn og of algengt að kerfið sem slíkt bjóði upp á mistök og jafnvel misnotkun. Þar er líka að finna þessa ágætu tilvitnun: „Ef við reiknum með að sparnaður ríkisins vegna minnkandi notkunar lyfsins geti numið allt að 200 milljónum á ári er ljóst að fjárhagslegur ávinningur er umtalsverður. En mikilvægara er þó að tryggja með öruggum hætti að þeir sem þurfa lyfin fái þau, um leið og dregið verður úr misnotkun lyfjanna." Þessu virðast nefndarmenn Alþingis síðan hafa snúið upp í hinn fullkomna sannleik: Skera skal kostnað niður strax um ríflega 200 milljónir – svo á að sjá til hvort nýtt sérfræðiteymi geti mögulega útfært önnur úrræði. Hvur skrambinn – er hér aftur komið hið ónákvæma orðalag? Bergrisinn farinn að berja höfði við stein og mögulegi sparnaðurinn orðinn að heilögum sannleika! Ágætu ráðherrar fjármála og velferðarmála: Finnst ykkur þetta boðleg vinnubrögð fyrir Alþingi Íslendinga? Ég óska eftir að þið svarið þessu greinarkorni skilmerkilega á opinberum vettvangi. Eins bið ég þess skemmstra orða að jötnum þeim er nú virðast ríða húsum í sölum Alþingis verði veitt viðeigandi aðstoð – AHDH-samtökin gætu jafnvel veitt ráðgjöf þar að lútandi. Ónákvæmt orðalag er vinsamlegast afþakkað.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun