Illviljinn meiðir Guðrún Pétursdóttir skrifar 12. október 2012 00:00 Brynjar Níelsson, lögmaður og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, skrifaði á þriðjudag pistil á Pressan.is þar sem hann fer svo ósönnum orðum um Þjóðfundinn 2010 að ég get ekki orða bundist. Sem formaður stjórnlaganefndar sem stóð að þjóðfundinum hlýt ég að svara þessum makalausa málflutningi. Brynjar er andvígur endurskoðun stjórnarskrárinnar, finnur ferlinu allt til foráttu og hikar ekki við að hagræða staðreyndum eins og hentar málflutningi hans. Meðal annars veitist hann að Þjóðfundinum 2010 og segir: „Á hverju borði voru leiðbeinendur á vegum stjórnvalda sem leiddu umræðurnar og auðvelt er að sjá af frumgögnum hvernig það hafði áhrif á umræðuna." Ekki veit ég hvernig lögmaðurinn hefur tamið sér að lesa frumgögn, en hitt veit ég, að þessi fullyrðing er rakalaus þvættingur. Þetta er ekki aðeins ósatt, heldur móðgun við allt það góða fólk sem vann af heilum hug að undirbúningi og framkvæmd þjóðfundarins – og ekki síst við 950 þjóðfundargesti sem valdir voru af handahófi úr Þjóðskrá og endurspegluðu þjóðarviljann í þessu starfi. Margra mánaða undirbúningur lá að baki þessum einstæða fundi, þar sem fjöldi fólks lagði sig fram um að finna bestu leiðir til að fá fram vilja þjóðfundargesta, þannig að hver og einn fengi notið sín og fundarmenn legðu sjálfir línurnar. Það var höfuðatriði að starfsmenn skiptu sér ekki af inntaki umræðunnar. Þjóðfundargestirnir lögðu fram umræðuefnin og í samræðum þeirra mótuðust hinar breiðu línur. Á hverju borði var aðstoðarmaður, eins konar „lóðs", sem leiðbeindi um tímamörk og form dagskráratriða og vakti yfir að allir fengju notið sín, en gætti þess að blanda sér aldrei efnislega í umræðurnar. Þjóðfundargestirnir og starfsmenn voru í skýjunum yfir hvað fundurinn gekk fallega og vel fyrir sig. Við gengum til verks af heilum hug, af einlægni og drenglyndi og vorum stolt af vel unnu verki eftir langan dag. Verki sem við unnum með hag þjóðar okkar að leiðarljósi. Mér varð hálf ómótt við að lesa pistil Brynjars Níelssonar. Mér finnst þetta ljót skrif. Illviljinn meiðir. En ég er fegin því að hann skuli ekki hika við að opinbera sinn innri mann – svona í aðdraganda prófkjörsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Brynjar Níelsson, lögmaður og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, skrifaði á þriðjudag pistil á Pressan.is þar sem hann fer svo ósönnum orðum um Þjóðfundinn 2010 að ég get ekki orða bundist. Sem formaður stjórnlaganefndar sem stóð að þjóðfundinum hlýt ég að svara þessum makalausa málflutningi. Brynjar er andvígur endurskoðun stjórnarskrárinnar, finnur ferlinu allt til foráttu og hikar ekki við að hagræða staðreyndum eins og hentar málflutningi hans. Meðal annars veitist hann að Þjóðfundinum 2010 og segir: „Á hverju borði voru leiðbeinendur á vegum stjórnvalda sem leiddu umræðurnar og auðvelt er að sjá af frumgögnum hvernig það hafði áhrif á umræðuna." Ekki veit ég hvernig lögmaðurinn hefur tamið sér að lesa frumgögn, en hitt veit ég, að þessi fullyrðing er rakalaus þvættingur. Þetta er ekki aðeins ósatt, heldur móðgun við allt það góða fólk sem vann af heilum hug að undirbúningi og framkvæmd þjóðfundarins – og ekki síst við 950 þjóðfundargesti sem valdir voru af handahófi úr Þjóðskrá og endurspegluðu þjóðarviljann í þessu starfi. Margra mánaða undirbúningur lá að baki þessum einstæða fundi, þar sem fjöldi fólks lagði sig fram um að finna bestu leiðir til að fá fram vilja þjóðfundargesta, þannig að hver og einn fengi notið sín og fundarmenn legðu sjálfir línurnar. Það var höfuðatriði að starfsmenn skiptu sér ekki af inntaki umræðunnar. Þjóðfundargestirnir lögðu fram umræðuefnin og í samræðum þeirra mótuðust hinar breiðu línur. Á hverju borði var aðstoðarmaður, eins konar „lóðs", sem leiðbeindi um tímamörk og form dagskráratriða og vakti yfir að allir fengju notið sín, en gætti þess að blanda sér aldrei efnislega í umræðurnar. Þjóðfundargestirnir og starfsmenn voru í skýjunum yfir hvað fundurinn gekk fallega og vel fyrir sig. Við gengum til verks af heilum hug, af einlægni og drenglyndi og vorum stolt af vel unnu verki eftir langan dag. Verki sem við unnum með hag þjóðar okkar að leiðarljósi. Mér varð hálf ómótt við að lesa pistil Brynjars Níelssonar. Mér finnst þetta ljót skrif. Illviljinn meiðir. En ég er fegin því að hann skuli ekki hika við að opinbera sinn innri mann – svona í aðdraganda prófkjörsins.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun