Hvers vegna nýjan Álftanesveg? Pálmi Freyr Randversson skrifar 10. október 2012 00:00 Til stendur að leggja nýjan Álftanesveg í gegnum Garðahraun eins og flestum ætti að vera kunnugt. En er þörf á nýjum Álftanesvegi? Á akstur í gegnum Garðabæ til Álftaness að eiga sér stað á vegi sem býður upp á hraðakstur og óhindrað umferðarflæði? Er hægt að bæta umferðaröryggi með öðrum lausnum en nýjum vegi? Hvernig lítur dæmið út þegar/ef Garðabær og Álftanes sameinast? Væri þá ekki eðlilegra að tengja svæðin saman með rólegri bæjargötu frekar en því sem fyrirhugað er? Nýr Álftanesvegur, með tilheyrandi mislægum gatnamótum, hljóðmönum, vegöxlum, aðreinum, fráreinum og annarri vegagerð, verður tilbúinn í júlí 2014. Forsendur fyrir lagningu vegarins eru uppbygging Garðaholtsins og umferð 20.000 bíla á sólarhring árið 2024. Núna fara um það bil 4.000 bílar eftir Álftanesvegi á dag. Umferðarflæði er því ekki vandamálið. Umferðaröryggi er hins vegar ábótavant á núverandi vegi og vert að huga að. Þróunin í löndunum í kringum okkur og sömuleiðis innanlands undanfarin ár hefur verið á þá leið að draga frekar úr umferðarhraða og forðast hraðbrautaskipulag einmitt til að stuðla að bættu umferðaröryggi. Núverandi Álftanesvegur er tilvalinn til að þróa í þessa átt. Þrenging götunnar, styttri sjónlengdir, hraðahindranir, margar tegundir umferðar á sama svæði og almenn meðvitund ökumanna um að vera akandi í mannlegu umhverfi er að flestra mati sú lausn sem hentar. Hlutverk Vegagerðarinnar hefur hingað til ekki verið að kynna lausnir af þessu tagi. Vegagerðin heitir Vegagerðin af ástæðu. Það er hlutverk skipulagsyfirvalda í Garðabæ að koma fram með fleiri möguleika og velta þeim upp með bæjarbúum. Hvernig væri að bíða eftir byggðinni og sjá hvernig tímarnir breytast? Ef til vill mun þéttari byggð skapa betri aðstæður fyrir góðar almenningssamgöngur. Kannski breytast líka forsendur fyrir sjálfri byggðinni í nánustu framtíð. Endurbættur Álftanesvegur í núverandi vegstæði gæti orðið mikilvæg borgargata í stað þess að vera jaðarvegur til hraðaksturs sem klýfur byggðina frá hrauninu og sjónum. Þannig mistök er verið að leiðrétta í öðrum borgum og er tækifæri fyrir Garðabæ til að læra af reynslu annarra í þessu tilliti. Munum að Vegagerðin bíður með skóflurnar en Garðabær fer með skipulagsvaldið. Þetta snýst um í hvernig bæ við viljum búa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Til stendur að leggja nýjan Álftanesveg í gegnum Garðahraun eins og flestum ætti að vera kunnugt. En er þörf á nýjum Álftanesvegi? Á akstur í gegnum Garðabæ til Álftaness að eiga sér stað á vegi sem býður upp á hraðakstur og óhindrað umferðarflæði? Er hægt að bæta umferðaröryggi með öðrum lausnum en nýjum vegi? Hvernig lítur dæmið út þegar/ef Garðabær og Álftanes sameinast? Væri þá ekki eðlilegra að tengja svæðin saman með rólegri bæjargötu frekar en því sem fyrirhugað er? Nýr Álftanesvegur, með tilheyrandi mislægum gatnamótum, hljóðmönum, vegöxlum, aðreinum, fráreinum og annarri vegagerð, verður tilbúinn í júlí 2014. Forsendur fyrir lagningu vegarins eru uppbygging Garðaholtsins og umferð 20.000 bíla á sólarhring árið 2024. Núna fara um það bil 4.000 bílar eftir Álftanesvegi á dag. Umferðarflæði er því ekki vandamálið. Umferðaröryggi er hins vegar ábótavant á núverandi vegi og vert að huga að. Þróunin í löndunum í kringum okkur og sömuleiðis innanlands undanfarin ár hefur verið á þá leið að draga frekar úr umferðarhraða og forðast hraðbrautaskipulag einmitt til að stuðla að bættu umferðaröryggi. Núverandi Álftanesvegur er tilvalinn til að þróa í þessa átt. Þrenging götunnar, styttri sjónlengdir, hraðahindranir, margar tegundir umferðar á sama svæði og almenn meðvitund ökumanna um að vera akandi í mannlegu umhverfi er að flestra mati sú lausn sem hentar. Hlutverk Vegagerðarinnar hefur hingað til ekki verið að kynna lausnir af þessu tagi. Vegagerðin heitir Vegagerðin af ástæðu. Það er hlutverk skipulagsyfirvalda í Garðabæ að koma fram með fleiri möguleika og velta þeim upp með bæjarbúum. Hvernig væri að bíða eftir byggðinni og sjá hvernig tímarnir breytast? Ef til vill mun þéttari byggð skapa betri aðstæður fyrir góðar almenningssamgöngur. Kannski breytast líka forsendur fyrir sjálfri byggðinni í nánustu framtíð. Endurbættur Álftanesvegur í núverandi vegstæði gæti orðið mikilvæg borgargata í stað þess að vera jaðarvegur til hraðaksturs sem klýfur byggðina frá hrauninu og sjónum. Þannig mistök er verið að leiðrétta í öðrum borgum og er tækifæri fyrir Garðabæ til að læra af reynslu annarra í þessu tilliti. Munum að Vegagerðin bíður með skóflurnar en Garðabær fer með skipulagsvaldið. Þetta snýst um í hvernig bæ við viljum búa.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun