Flott fyrsta plata Futuregrapher 7. september 2012 08:54 Futuregrapher er listamannsnafn Árna Grétars. Futuregrapher er listamannsnafn Árna Grétars, en hann hefur verið atkvæðamikill á íslensku raftónlistarsenunni að undanförnu. Hann er annar stofnenda Möller-plötufyrirtækisins sem hefur gefið út mikið af raftónlist síðustu tvö ár og staðið fyrir tónleikaröðinni Heiladans. LP er fyrsta plata Futuregraphers í fullri lengd, en hann á að baki nokkrar stuttskífur og EP-plötur, m.a. ambient-plötuna Tom Tom Bike sem kom út í fyrra (mjög flott) og plötuna Waterproof sem kom út í mars sl. en hana gerði hann í samstarfi við japanska tónlistarmanninn Gallery Six. Tónlistin á Waterproof er líka í sveimtónlistardeildinni. Sveimið er eitt af hráefnunum á LP; platan byrjar til dæmis á laginu Engihjalli Ambient. Fyrirferðarmesta tónlistin á plötunni er samt trommu- & bassatónlistin, en sum laganna á LP hljóma eins og þau hafi verið búin til í London seint á tíunda áratugnum. Árna Grétari tekst samt að gera þessa tónlist að sinni. Hann framreiðir hana á sinn hátt og bætir við hana nýjum hlutum. Það eru ekki öll lögin á LP trommu- & bassalög, inn á milli eru aðrar tónlistartegundir. James Acid er til dæmis teknólag, lögin Anton & Skeljar og Stapi eru ambient-ættar og lokalagið Bons er taktfast bjögunar- og hávaðaverk. Lögin eru flest án söngs, undantekningin er lagið Think. Í því fer Guðjón Heiðar Valgarðsson með eigin texta, sem er pólitísk hugleiðing um ástandið í heiminum og ákall til hlustenda um að bregðast við. LP er flott raftónlistarplata. Hún er ekki sérstaklega frumleg, en þessi tólf lög mynda mjög sterka heild. Platan hljómar líka vel og það er greinilegt að þeir sem sáu um hljóðvinnsluna (Skurken hljóðblandaði og Bix tónjafnaði) hafa ekki kastað til hendinni. Á heildina litið er LP ein af skemmtilegri plötum ársins. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Fyrsta plata Futuregraphers er skemmtileg útfærsla á trommu- & bassatónlist tíunda áratugarins. Tónlist Mest lesið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Futuregrapher er listamannsnafn Árna Grétars, en hann hefur verið atkvæðamikill á íslensku raftónlistarsenunni að undanförnu. Hann er annar stofnenda Möller-plötufyrirtækisins sem hefur gefið út mikið af raftónlist síðustu tvö ár og staðið fyrir tónleikaröðinni Heiladans. LP er fyrsta plata Futuregraphers í fullri lengd, en hann á að baki nokkrar stuttskífur og EP-plötur, m.a. ambient-plötuna Tom Tom Bike sem kom út í fyrra (mjög flott) og plötuna Waterproof sem kom út í mars sl. en hana gerði hann í samstarfi við japanska tónlistarmanninn Gallery Six. Tónlistin á Waterproof er líka í sveimtónlistardeildinni. Sveimið er eitt af hráefnunum á LP; platan byrjar til dæmis á laginu Engihjalli Ambient. Fyrirferðarmesta tónlistin á plötunni er samt trommu- & bassatónlistin, en sum laganna á LP hljóma eins og þau hafi verið búin til í London seint á tíunda áratugnum. Árna Grétari tekst samt að gera þessa tónlist að sinni. Hann framreiðir hana á sinn hátt og bætir við hana nýjum hlutum. Það eru ekki öll lögin á LP trommu- & bassalög, inn á milli eru aðrar tónlistartegundir. James Acid er til dæmis teknólag, lögin Anton & Skeljar og Stapi eru ambient-ættar og lokalagið Bons er taktfast bjögunar- og hávaðaverk. Lögin eru flest án söngs, undantekningin er lagið Think. Í því fer Guðjón Heiðar Valgarðsson með eigin texta, sem er pólitísk hugleiðing um ástandið í heiminum og ákall til hlustenda um að bregðast við. LP er flott raftónlistarplata. Hún er ekki sérstaklega frumleg, en þessi tólf lög mynda mjög sterka heild. Platan hljómar líka vel og það er greinilegt að þeir sem sáu um hljóðvinnsluna (Skurken hljóðblandaði og Bix tónjafnaði) hafa ekki kastað til hendinni. Á heildina litið er LP ein af skemmtilegri plötum ársins. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Fyrsta plata Futuregraphers er skemmtileg útfærsla á trommu- & bassatónlist tíunda áratugarins.
Tónlist Mest lesið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira