Að læsa dyrum Andrés Pétursson skrifar 31. ágúst 2012 06:00 Það er sérkennilegt en um leið sorglegt að fylgjast með enn einni tilraun andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu að stoppa ferli viðræðnanna. Þegar Alþingi samþykkti á lýðræðislegan hátt að hefja þessa vegferð þá litu margir á þetta sem einn möguleika af mörgum til að koma okkur út úr þeim vandræðum sem efnahagshrunið haustið 2008 olli okkur. Hvort það tekst á eftir að koma í ljós enda ekki búið að klára þessar viðræður. Síendurteknar fullyrðingar nei-sinna að ekki sé um neitt að semja eiga alls ekki við rök að styðjast enda höfum við Evrópusinnar margoft bent á dæmi um sérlausnir í aðildarsamningum annarra landa. Hvers vegna má ekki ganga þennan veg til enda og láta síðan þjóðina útkljá málið á lýðræðislegan hátt? Eru andstæðingar aðildar ef til vill hræddir um að eitthvað jákvætt komi út úr ferlinu? Tímabundnir efnahagsörðugleikar í nokkrum ríkjum Evrópusambandsins eru notaðir sem röksemd fyrir því að draga þurfi umsóknina til baka. Ákveðnir fjölmiðlar reyna markvisst að draga upp dómsdagsmynd af ástandinu í Evrópu og reyna að koma því inn hjá landsmönnum að Evrópusambandið sé að hruni komið. Samt geta þessir sömu aðilar ekki svarað þeirri spurningu af hverju Evrópusambandið semur við Landhelgisgæsluna um eftirlit á Miðjarðarhafi, er á góðri leið með að skipuleggja næstu kynslóð rannsóknar- og menntaáætlana fram til ársins 2020, tekur virkan þátt í aðgerðum gegn gróðurhúsalofttegundum og er á vissan hátt í framvarðasveit þeirra stofnana sem berjast gegn mansali og alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi. Hljómar þetta eins og félagsskapur sem er að fara að leggja upp laupana? Með þessu er ekki verið að gera lítið úr þeim miklu vandræðum sem nokkur ríki í Evrópu glíma við. En slíkir örðugleikar eru ekki einskorðaðir við ríki Evrópusambandsins. Mörg ríki innan og utan Evrópu eiga við mikla efnahagsörðugleika að etja. Einnig má benda á að ýmis ríki Bandaríkjanna eru á vissan hátt gjaldþrota. Svarið hjá nánast öllum þessum ríkjum er ekki að hlaupa hvert í sína áttina heldur reyna þau að leysa úr sínum vandræðum með samvinnu en ekki sundrung. Deilum Íslendinga við nokkur nágrannaríki okkar vegna makrílveiða hefur einnig verið beitt sem röksemd í þessari innilokunaráráttu. Vert er þó að benda á að deilan stendur einna mest við Noreg og ekki eru þeir í Evrópusambandinu! Að vísu eru Írar og svo Danir fyrir hönd Færeyinga aðilar að deilunni og þess vegna blandast ESB í málið. Deilan stendur því alls ekki við Evrópusambandið í heild sinni heldur tvö af aðildarlöndum þess. Samsæriskenningar um að Evrópusambandið sé á einhvern hátt í heilögu stríði við Ísland eiga því ekki nokkra stoð í veruleikanum. Og óháð aðildarviðræðunum þá þyrftum við hvort sem er að útkljá þetta deilumál á ásættanlegan hátt fyrir alla aðila. Það hentar hins vegar skammtíma þjóðernisöfgapólitíkusum að þyrla upp moldviðri í kringum þetta mál og blása það upp sem allsherjarsamsæri ESB gagnvart Íslandi. Staðreyndin er hins vegar sú að aðildarviðræður Evrópusambandsins við umsóknarríki eru sjaldan línulegt ferli. Nánast alltaf koma upp einhver mál sem hægja á ferlinu og báðir aðilar þurfa að hugsa upp viðeigandi lausnir. Dæmi um slíkar sérlausnir eru til dæmis skilgreiningar á „heimskautalandbúnaði" og „háfjallalandbúnaði" sem voru útbúnar þegar Finnar, Svíar og Austurríkismenn gengu í ESB árið 1995. Einnig má benda á landamæradeilur Slóvena og Króata sem töfðu aðildarviðræðurnar við Króatíu í næstum því heilt ár. Í stað þess að reyna að þvælast fyrir aðildarviðræðunum og leggja stein í götu samninganefndar Íslands við nánast hvert einasta skref ættu stjórnmálamenn og flokkar að sameinast um að klára þetta mál með sóma. Allir aðilar eru sammála um að íslenska þjóðin muni eiga síðasta orðið í þessu máli. Af hverju að loka og læsa dyrunum þegar ekki er ljóst hvort þessi leið geti aðstoðað okkur til að komast út úr þeim vandræðum sem hrunið árið 2008 kom okkur í? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Það er sérkennilegt en um leið sorglegt að fylgjast með enn einni tilraun andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu að stoppa ferli viðræðnanna. Þegar Alþingi samþykkti á lýðræðislegan hátt að hefja þessa vegferð þá litu margir á þetta sem einn möguleika af mörgum til að koma okkur út úr þeim vandræðum sem efnahagshrunið haustið 2008 olli okkur. Hvort það tekst á eftir að koma í ljós enda ekki búið að klára þessar viðræður. Síendurteknar fullyrðingar nei-sinna að ekki sé um neitt að semja eiga alls ekki við rök að styðjast enda höfum við Evrópusinnar margoft bent á dæmi um sérlausnir í aðildarsamningum annarra landa. Hvers vegna má ekki ganga þennan veg til enda og láta síðan þjóðina útkljá málið á lýðræðislegan hátt? Eru andstæðingar aðildar ef til vill hræddir um að eitthvað jákvætt komi út úr ferlinu? Tímabundnir efnahagsörðugleikar í nokkrum ríkjum Evrópusambandsins eru notaðir sem röksemd fyrir því að draga þurfi umsóknina til baka. Ákveðnir fjölmiðlar reyna markvisst að draga upp dómsdagsmynd af ástandinu í Evrópu og reyna að koma því inn hjá landsmönnum að Evrópusambandið sé að hruni komið. Samt geta þessir sömu aðilar ekki svarað þeirri spurningu af hverju Evrópusambandið semur við Landhelgisgæsluna um eftirlit á Miðjarðarhafi, er á góðri leið með að skipuleggja næstu kynslóð rannsóknar- og menntaáætlana fram til ársins 2020, tekur virkan þátt í aðgerðum gegn gróðurhúsalofttegundum og er á vissan hátt í framvarðasveit þeirra stofnana sem berjast gegn mansali og alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi. Hljómar þetta eins og félagsskapur sem er að fara að leggja upp laupana? Með þessu er ekki verið að gera lítið úr þeim miklu vandræðum sem nokkur ríki í Evrópu glíma við. En slíkir örðugleikar eru ekki einskorðaðir við ríki Evrópusambandsins. Mörg ríki innan og utan Evrópu eiga við mikla efnahagsörðugleika að etja. Einnig má benda á að ýmis ríki Bandaríkjanna eru á vissan hátt gjaldþrota. Svarið hjá nánast öllum þessum ríkjum er ekki að hlaupa hvert í sína áttina heldur reyna þau að leysa úr sínum vandræðum með samvinnu en ekki sundrung. Deilum Íslendinga við nokkur nágrannaríki okkar vegna makrílveiða hefur einnig verið beitt sem röksemd í þessari innilokunaráráttu. Vert er þó að benda á að deilan stendur einna mest við Noreg og ekki eru þeir í Evrópusambandinu! Að vísu eru Írar og svo Danir fyrir hönd Færeyinga aðilar að deilunni og þess vegna blandast ESB í málið. Deilan stendur því alls ekki við Evrópusambandið í heild sinni heldur tvö af aðildarlöndum þess. Samsæriskenningar um að Evrópusambandið sé á einhvern hátt í heilögu stríði við Ísland eiga því ekki nokkra stoð í veruleikanum. Og óháð aðildarviðræðunum þá þyrftum við hvort sem er að útkljá þetta deilumál á ásættanlegan hátt fyrir alla aðila. Það hentar hins vegar skammtíma þjóðernisöfgapólitíkusum að þyrla upp moldviðri í kringum þetta mál og blása það upp sem allsherjarsamsæri ESB gagnvart Íslandi. Staðreyndin er hins vegar sú að aðildarviðræður Evrópusambandsins við umsóknarríki eru sjaldan línulegt ferli. Nánast alltaf koma upp einhver mál sem hægja á ferlinu og báðir aðilar þurfa að hugsa upp viðeigandi lausnir. Dæmi um slíkar sérlausnir eru til dæmis skilgreiningar á „heimskautalandbúnaði" og „háfjallalandbúnaði" sem voru útbúnar þegar Finnar, Svíar og Austurríkismenn gengu í ESB árið 1995. Einnig má benda á landamæradeilur Slóvena og Króata sem töfðu aðildarviðræðurnar við Króatíu í næstum því heilt ár. Í stað þess að reyna að þvælast fyrir aðildarviðræðunum og leggja stein í götu samninganefndar Íslands við nánast hvert einasta skref ættu stjórnmálamenn og flokkar að sameinast um að klára þetta mál með sóma. Allir aðilar eru sammála um að íslenska þjóðin muni eiga síðasta orðið í þessu máli. Af hverju að loka og læsa dyrunum þegar ekki er ljóst hvort þessi leið geti aðstoðað okkur til að komast út úr þeim vandræðum sem hrunið árið 2008 kom okkur í?
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun