Reykjavíkurflugvöllur og almennur lýðræðislegur vilji 13. júlí 2012 11:00 Undir fyrirsögninni Frá degi til dags á leiðarsíðu Fréttablaðsins fimmtudaginn 12. júlí veltir Kolbeinn Proppé fréttamaður vöngum yfir, annars vegar meintri lýðræðisást minni og hins vegar staðhæfingum um að flugvöllurinn verði ekki fluttur úr Vatnsmýrinni í Reykjavík án samráðs við ríkið, sem eigi hluta landsins undir vellinum. Kolbeinn minnir mig á að atkvæðagreiðsla hafi farið fram á sínum tíma og niðurstaðan orðið sú að meirihluti hafi viljað völlinn burt. Af þessu tilefni vil ég rifja upp að fyrir þessa atkvæðagreiðslu í Reykjavík samþykkti borgarráð á fundi 13. febrúar 2001 að atkvæðagreiðslan yrði bindandi ef 75% atkvæðisbærra manna tækju þátt eða að 50% atkvæðisbærra manna greiddu öðrum valkostinum atkvæði sitt. Þátttakan var hins vegar mjög lítil, einungis 37,2%. Lýstu 18% kosningabærra manna stuðningi við flugvöllinn en 19% vildu völlinn burt. Þarna skildu einungis að rúm 300 atkvæði. Frá því að þessi atkvæðagreiðsla fór fram hefur mikið vatn runnið til sjávar og leyfi ég mér að fullyrða að viðhorf til Reykjavíkurflugvallar hefur breyst mikið. Skoðanakannanir hafa ítrekað bent til að svo sé. Má af þeim ráða að meirihluti bæði borgarbúa og landsmanna vilji hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni. Ef menn á annað borð vilja byggja á almennum lýðræðislegum vilja, sem ég tel einboðið hvað þetta þverpólitíska ágreiningsefni varðar, þá leyfi ég mér að spyrja hvort nokkuð mæli gegn því að efna að nýju til atkvæðagreiðslu og láta hana ná til landsmanna allra? Þetta er málefni sem kemur okkur öllum við, hvar á landinu sem við búum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Ögmundur Jónasson Mest lesið Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Undir fyrirsögninni Frá degi til dags á leiðarsíðu Fréttablaðsins fimmtudaginn 12. júlí veltir Kolbeinn Proppé fréttamaður vöngum yfir, annars vegar meintri lýðræðisást minni og hins vegar staðhæfingum um að flugvöllurinn verði ekki fluttur úr Vatnsmýrinni í Reykjavík án samráðs við ríkið, sem eigi hluta landsins undir vellinum. Kolbeinn minnir mig á að atkvæðagreiðsla hafi farið fram á sínum tíma og niðurstaðan orðið sú að meirihluti hafi viljað völlinn burt. Af þessu tilefni vil ég rifja upp að fyrir þessa atkvæðagreiðslu í Reykjavík samþykkti borgarráð á fundi 13. febrúar 2001 að atkvæðagreiðslan yrði bindandi ef 75% atkvæðisbærra manna tækju þátt eða að 50% atkvæðisbærra manna greiddu öðrum valkostinum atkvæði sitt. Þátttakan var hins vegar mjög lítil, einungis 37,2%. Lýstu 18% kosningabærra manna stuðningi við flugvöllinn en 19% vildu völlinn burt. Þarna skildu einungis að rúm 300 atkvæði. Frá því að þessi atkvæðagreiðsla fór fram hefur mikið vatn runnið til sjávar og leyfi ég mér að fullyrða að viðhorf til Reykjavíkurflugvallar hefur breyst mikið. Skoðanakannanir hafa ítrekað bent til að svo sé. Má af þeim ráða að meirihluti bæði borgarbúa og landsmanna vilji hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni. Ef menn á annað borð vilja byggja á almennum lýðræðislegum vilja, sem ég tel einboðið hvað þetta þverpólitíska ágreiningsefni varðar, þá leyfi ég mér að spyrja hvort nokkuð mæli gegn því að efna að nýju til atkvæðagreiðslu og láta hana ná til landsmanna allra? Þetta er málefni sem kemur okkur öllum við, hvar á landinu sem við búum.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun