Lay Low í einkaflugvél milli landshluta 6. júlí 2012 12:00 Lay Low og Smára Tarfi verða flogið í einkaflugvél vestur á firði þar sem Rauðasandur Festival fer fram um helgina en þau þurfa bæði að spila í Reykjavík á sama tíma. „Eftir mikla leit á öllum vígstöðvum stökk Guðmundur Már Þorvarðarson, vinur Smára Tarfs, til og reddaði flugvél," segir Kristín Andrea Þórðardóttir, einn aðstandenda tónlistarhátíðarinnar Rauðasandur Festival sem fer fram um helgina á Vestfjörðum. Fjöldi íslenskra tónlistarmanna leggur leið sína vestur á firði um helgina en tveir þeirra, Lay Low og Smári Tarfur, lentu hins vegar í vandræðum er þau voru kölluð til að spila á tónleikum í Reykjavík á laugardaginn. Til að ekki þurfti að fresta neinum tónleikum varð lausnin því sú að leigja einkaflugvél sem ferjar tónlistarmennina á milli landshluta. „Lay Low var skyndilega kölluð til af Of Monsters and Men því að þau eru með tónleika í Hljómskálagarðinum á morgun og vildu fá hana til að hita upp. Hún var með þeim á Bandaríkjatúrnum og því lá beinast við að hún yrði með á morgun líka," segir Kristín en Smári á einnig að spila síðdegis á laugardaginn í Reykjavík með hljómsveit sinni Ylju. „Þau spila því bæði sín sett í Reykjavík og fljúga svo beint vestur á einkaflugvél til að taka lagið hér. Þannig ná þau að spila fyrir alla og allir glaðir."Rauðasandur Festival hefst í kvöld og stendur fram á sunnudag en hátíðin leggur áherslu á huggulega tónleika í fallegri náttúru. Auk Lay Low, Smára Tarfs og Ylju koma meðal annars fram Snorri Helgason, Prins Póló og Johnny Stronghands. -áp Tónlist Mest lesið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Eftir mikla leit á öllum vígstöðvum stökk Guðmundur Már Þorvarðarson, vinur Smára Tarfs, til og reddaði flugvél," segir Kristín Andrea Þórðardóttir, einn aðstandenda tónlistarhátíðarinnar Rauðasandur Festival sem fer fram um helgina á Vestfjörðum. Fjöldi íslenskra tónlistarmanna leggur leið sína vestur á firði um helgina en tveir þeirra, Lay Low og Smári Tarfur, lentu hins vegar í vandræðum er þau voru kölluð til að spila á tónleikum í Reykjavík á laugardaginn. Til að ekki þurfti að fresta neinum tónleikum varð lausnin því sú að leigja einkaflugvél sem ferjar tónlistarmennina á milli landshluta. „Lay Low var skyndilega kölluð til af Of Monsters and Men því að þau eru með tónleika í Hljómskálagarðinum á morgun og vildu fá hana til að hita upp. Hún var með þeim á Bandaríkjatúrnum og því lá beinast við að hún yrði með á morgun líka," segir Kristín en Smári á einnig að spila síðdegis á laugardaginn í Reykjavík með hljómsveit sinni Ylju. „Þau spila því bæði sín sett í Reykjavík og fljúga svo beint vestur á einkaflugvél til að taka lagið hér. Þannig ná þau að spila fyrir alla og allir glaðir."Rauðasandur Festival hefst í kvöld og stendur fram á sunnudag en hátíðin leggur áherslu á huggulega tónleika í fallegri náttúru. Auk Lay Low, Smára Tarfs og Ylju koma meðal annars fram Snorri Helgason, Prins Póló og Johnny Stronghands. -áp
Tónlist Mest lesið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira